Þegar bara „rétta” skoðunin er leyfð Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. júlí 2021 07:00 Það vakti athygli fótboltaáhugamanna nýverið að fjölnota íþróttahús sem nú rís í Garðabænum hafi ekki verið hugsað sem löglegur keppnisvöllur og vantar til þess upp á lofthæð. Veruleiki sem kom á óvart í “bransanum” en frá upphafi lá fyrir að svo yrði ekki. Mannlíf fjallaði um málið og óskaði eftir áliti mínu. Frá því ég tók sæti í bæjarstjórn fyrir þremur árum síðan hef ég gagnrýnt þá ákvörðun að farin væri dýrasta leiðin til að tryggja íþróttaiðkendum gott æfingahúsnæði. Framkvæmd sem í grunninn kostar tæpa 5 milljarða. Án tækja og tóla. Án fullbúinnar aðstöðu eða áætlunar um hvernig skipuleggja eigi þá 3 þúsund fermetra sem eru fyrir utan fótboltavölllinn sjálfan. Bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans hafa ekki komið að þessari ákvörðun og hafa hingað til ekki samþykkt fjárhagsáætlanir meirihlutans þar sem framkvæmdinni er tryggt fjármagn Mér var bæði ljúft og skylt að gefa mitt álit á málinu. Fyrst á annað borð var farið í að reisa glæsilega íþróttahöll, af hverju var ekki farið alla leið og húsið búið þannig að möguleikinn væri fyrir hendi. Bæjarstjóri hefur oft nefnt að húsinu sé ætlað er að endast næstu hundrað árin eða svo. Væri þá ekki tilvalið að byggja einmitt til framtíðar? Bara sumir mega tjá sig í Garðabæ Það fellur ekki vel í Sjálfstæðismenn í bænum mínum að ég skuli hafa tjáð mig opinberlega um skoðanir mínar. Yfir því verða þeir sárir og gramir. Þeir eru nefnilega vanir því að fá öllu ráðið, með klapplið í kring um sig. Bæjarstjórinn mætti með hroka og yfirlæti í Bítið á Bylgjunni til að “leiðrétta bullið” í bæjarfulltrúanum mér. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði bókaði svo um málið í þessari viku og segir ummæli mín ámælisverð. Hvorki meira né minna. Önnur skoðun en hans eigin og félaga hans er, að hans mati, ámælisverð. Þannig virkar þetta í lýðræðissamfélaginu Garðabæ. Þegar Sjálfstæðismenn stýra málum. Ég mun samt sem áður halda áfram að gagnrýna undarlega forgangsröðun á skattfé Garðbæinga í fjárfreka framkvæmd og jafnvel velta fyrir mér hversu tímalaus fjölnota íþróttahúsið mun reynast. Það er vissulega mín skoðun, þó svo að hún sé að mati félaga minna í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ ámælisverð, takk fyrir pent. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það vakti athygli fótboltaáhugamanna nýverið að fjölnota íþróttahús sem nú rís í Garðabænum hafi ekki verið hugsað sem löglegur keppnisvöllur og vantar til þess upp á lofthæð. Veruleiki sem kom á óvart í “bransanum” en frá upphafi lá fyrir að svo yrði ekki. Mannlíf fjallaði um málið og óskaði eftir áliti mínu. Frá því ég tók sæti í bæjarstjórn fyrir þremur árum síðan hef ég gagnrýnt þá ákvörðun að farin væri dýrasta leiðin til að tryggja íþróttaiðkendum gott æfingahúsnæði. Framkvæmd sem í grunninn kostar tæpa 5 milljarða. Án tækja og tóla. Án fullbúinnar aðstöðu eða áætlunar um hvernig skipuleggja eigi þá 3 þúsund fermetra sem eru fyrir utan fótboltavölllinn sjálfan. Bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans hafa ekki komið að þessari ákvörðun og hafa hingað til ekki samþykkt fjárhagsáætlanir meirihlutans þar sem framkvæmdinni er tryggt fjármagn Mér var bæði ljúft og skylt að gefa mitt álit á málinu. Fyrst á annað borð var farið í að reisa glæsilega íþróttahöll, af hverju var ekki farið alla leið og húsið búið þannig að möguleikinn væri fyrir hendi. Bæjarstjóri hefur oft nefnt að húsinu sé ætlað er að endast næstu hundrað árin eða svo. Væri þá ekki tilvalið að byggja einmitt til framtíðar? Bara sumir mega tjá sig í Garðabæ Það fellur ekki vel í Sjálfstæðismenn í bænum mínum að ég skuli hafa tjáð mig opinberlega um skoðanir mínar. Yfir því verða þeir sárir og gramir. Þeir eru nefnilega vanir því að fá öllu ráðið, með klapplið í kring um sig. Bæjarstjórinn mætti með hroka og yfirlæti í Bítið á Bylgjunni til að “leiðrétta bullið” í bæjarfulltrúanum mér. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði bókaði svo um málið í þessari viku og segir ummæli mín ámælisverð. Hvorki meira né minna. Önnur skoðun en hans eigin og félaga hans er, að hans mati, ámælisverð. Þannig virkar þetta í lýðræðissamfélaginu Garðabæ. Þegar Sjálfstæðismenn stýra málum. Ég mun samt sem áður halda áfram að gagnrýna undarlega forgangsröðun á skattfé Garðbæinga í fjárfreka framkvæmd og jafnvel velta fyrir mér hversu tímalaus fjölnota íþróttahúsið mun reynast. Það er vissulega mín skoðun, þó svo að hún sé að mati félaga minna í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ ámælisverð, takk fyrir pent. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun