Náðu í leikmennina sem unnu þær í síðustu tveimur lokaúrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 16:01 Haiden Palmer fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum sem hún vann með Snæfelli á Ásvöllum vorið 2016. Hún er hér á mynd með þeim Bryndísi Guðmundsdóttur, Berglindi Gunnarsdóttur og Gunnhildi Gunnarsdóttur en með þeim eru foreldrar Gunnarsdætra, Gunnar og Lára. Vísir/ÓskarÓ Haukarnir eru til alls líklegar í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Það munar um að vera búnar að semja við leikmenn sem hafa reynst Haukunum afar erfiðir á síðustu árum. Helena Sverrisdóttir hefur ákveðið að snúa aftur heim í Hauka og þá hefur Hafnarfjarðarfélagið einnig gert samning við bandaríska leikmanninn Haiden Palmer. Helena og Haiden eiga það sameiginlegt að hafa á síðustu árum verið kosnar besti leikmaður lokaúrslita þar sem Haukar þurftu að sætta sig við silfur. Helena var valin mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna í ár þegar Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Haukum. Helena var með 15,7 stig, 11,0 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu en hún hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum eða 56 prósent. Haiden Palmer var aftur á móti valin mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna 2016 þegar Snæfell hafði betur á móti Haukum þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í oddaleik á Ásvöllum. Palmer var með 26,8 stig, 11,8 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu á móti Haukum auk þess að stela 3,4 boltum og verja 1,8 skot í leik. Í umræddu úrslitaeinvígi þá spilaði Helena með Haukaliðinu og bauð upp á 26,8 stig, 15,0 fráköst og 4,5 stoðsendingar í leik en hún missti úr einn leik í einvíginu vegna meiðsla. Helena hefur aldrei tapað þremur leikjum í úrslitaeinvígi en þrjá leiki þarf til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Helena er uppalin í Haukum og hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla með félaginu. Þann síðasta vann hún vorið 2018. Helena var komin í Val tímabilið á eftir og Haukarnir náðu aldrei að vinna Valsliðið með Helenu innanborðs. Nú mæta Haukarnir til leiks með þær Helenu Sverrisdóttur og Haiden Palmer í fararbroddi og það verður ekkert grín að eiga við þær sem liðsfélaga á næstu leiktíð. Haiden Palmer fagnar hércÍslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum í Snæfelli vorið 2016 en hann vann Snæfellsliðið á Ásvöllum sem er nú nýr heimavöllur Haiden.Vísir/ÓskarÓ Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Sjá meira
Helena Sverrisdóttir hefur ákveðið að snúa aftur heim í Hauka og þá hefur Hafnarfjarðarfélagið einnig gert samning við bandaríska leikmanninn Haiden Palmer. Helena og Haiden eiga það sameiginlegt að hafa á síðustu árum verið kosnar besti leikmaður lokaúrslita þar sem Haukar þurftu að sætta sig við silfur. Helena var valin mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna í ár þegar Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Haukum. Helena var með 15,7 stig, 11,0 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu en hún hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum eða 56 prósent. Haiden Palmer var aftur á móti valin mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna 2016 þegar Snæfell hafði betur á móti Haukum þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í oddaleik á Ásvöllum. Palmer var með 26,8 stig, 11,8 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu á móti Haukum auk þess að stela 3,4 boltum og verja 1,8 skot í leik. Í umræddu úrslitaeinvígi þá spilaði Helena með Haukaliðinu og bauð upp á 26,8 stig, 15,0 fráköst og 4,5 stoðsendingar í leik en hún missti úr einn leik í einvíginu vegna meiðsla. Helena hefur aldrei tapað þremur leikjum í úrslitaeinvígi en þrjá leiki þarf til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Helena er uppalin í Haukum og hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla með félaginu. Þann síðasta vann hún vorið 2018. Helena var komin í Val tímabilið á eftir og Haukarnir náðu aldrei að vinna Valsliðið með Helenu innanborðs. Nú mæta Haukarnir til leiks með þær Helenu Sverrisdóttur og Haiden Palmer í fararbroddi og það verður ekkert grín að eiga við þær sem liðsfélaga á næstu leiktíð. Haiden Palmer fagnar hércÍslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum í Snæfelli vorið 2016 en hann vann Snæfellsliðið á Ásvöllum sem er nú nýr heimavöllur Haiden.Vísir/ÓskarÓ
Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum