Náðu í leikmennina sem unnu þær í síðustu tveimur lokaúrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 16:01 Haiden Palmer fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum sem hún vann með Snæfelli á Ásvöllum vorið 2016. Hún er hér á mynd með þeim Bryndísi Guðmundsdóttur, Berglindi Gunnarsdóttur og Gunnhildi Gunnarsdóttur en með þeim eru foreldrar Gunnarsdætra, Gunnar og Lára. Vísir/ÓskarÓ Haukarnir eru til alls líklegar í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Það munar um að vera búnar að semja við leikmenn sem hafa reynst Haukunum afar erfiðir á síðustu árum. Helena Sverrisdóttir hefur ákveðið að snúa aftur heim í Hauka og þá hefur Hafnarfjarðarfélagið einnig gert samning við bandaríska leikmanninn Haiden Palmer. Helena og Haiden eiga það sameiginlegt að hafa á síðustu árum verið kosnar besti leikmaður lokaúrslita þar sem Haukar þurftu að sætta sig við silfur. Helena var valin mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna í ár þegar Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Haukum. Helena var með 15,7 stig, 11,0 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu en hún hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum eða 56 prósent. Haiden Palmer var aftur á móti valin mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna 2016 þegar Snæfell hafði betur á móti Haukum þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í oddaleik á Ásvöllum. Palmer var með 26,8 stig, 11,8 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu á móti Haukum auk þess að stela 3,4 boltum og verja 1,8 skot í leik. Í umræddu úrslitaeinvígi þá spilaði Helena með Haukaliðinu og bauð upp á 26,8 stig, 15,0 fráköst og 4,5 stoðsendingar í leik en hún missti úr einn leik í einvíginu vegna meiðsla. Helena hefur aldrei tapað þremur leikjum í úrslitaeinvígi en þrjá leiki þarf til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Helena er uppalin í Haukum og hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla með félaginu. Þann síðasta vann hún vorið 2018. Helena var komin í Val tímabilið á eftir og Haukarnir náðu aldrei að vinna Valsliðið með Helenu innanborðs. Nú mæta Haukarnir til leiks með þær Helenu Sverrisdóttur og Haiden Palmer í fararbroddi og það verður ekkert grín að eiga við þær sem liðsfélaga á næstu leiktíð. Haiden Palmer fagnar hércÍslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum í Snæfelli vorið 2016 en hann vann Snæfellsliðið á Ásvöllum sem er nú nýr heimavöllur Haiden.Vísir/ÓskarÓ Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Helena Sverrisdóttir hefur ákveðið að snúa aftur heim í Hauka og þá hefur Hafnarfjarðarfélagið einnig gert samning við bandaríska leikmanninn Haiden Palmer. Helena og Haiden eiga það sameiginlegt að hafa á síðustu árum verið kosnar besti leikmaður lokaúrslita þar sem Haukar þurftu að sætta sig við silfur. Helena var valin mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna í ár þegar Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Haukum. Helena var með 15,7 stig, 11,0 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu en hún hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum eða 56 prósent. Haiden Palmer var aftur á móti valin mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna 2016 þegar Snæfell hafði betur á móti Haukum þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í oddaleik á Ásvöllum. Palmer var með 26,8 stig, 11,8 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu á móti Haukum auk þess að stela 3,4 boltum og verja 1,8 skot í leik. Í umræddu úrslitaeinvígi þá spilaði Helena með Haukaliðinu og bauð upp á 26,8 stig, 15,0 fráköst og 4,5 stoðsendingar í leik en hún missti úr einn leik í einvíginu vegna meiðsla. Helena hefur aldrei tapað þremur leikjum í úrslitaeinvígi en þrjá leiki þarf til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Helena er uppalin í Haukum og hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla með félaginu. Þann síðasta vann hún vorið 2018. Helena var komin í Val tímabilið á eftir og Haukarnir náðu aldrei að vinna Valsliðið með Helenu innanborðs. Nú mæta Haukarnir til leiks með þær Helenu Sverrisdóttur og Haiden Palmer í fararbroddi og það verður ekkert grín að eiga við þær sem liðsfélaga á næstu leiktíð. Haiden Palmer fagnar hércÍslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum í Snæfelli vorið 2016 en hann vann Snæfellsliðið á Ásvöllum sem er nú nýr heimavöllur Haiden.Vísir/ÓskarÓ
Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira