„Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2021 07:31 Atvikið umdeilda þegar Raheem Sterling féll til jarðar. Getty Images/Laurence Griffiths Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. Staðan var 1-1 þegar Raheem Sterling, leikmaður Englands, féll innan teigs í fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Vítaspyrna var dæmd sem Harry Kane tók. Kasper Schmeichel varði spyrnuna frá honum en Kane skoraði úr frákastinu. „England var betra í leiknum, England verðskuldar að vinna leikinn. En hvorki England né nokkuð annað lið finnst mér verðskulda að vinna á þessu. Mér finnst þetta aldrei vera vítaspyrna,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í þættinum EM í dag í gærkvöld. Ólafur og þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sammældust um það að það væri skiljanlegt að dæma vítið við fyrstu sýn. En óskiljanlegra var af hverju myndbandsdómari leiksins sendi Danny Makkelie, dómara leiksins, ekki í skjáinn til að endurmeta atvikið. „Ég er alveg sannfærður um það að ef hann sér þetta aftur, þá sér hann, 'ah, þetta er ekki víti'. Eins og ég sagði áðan á England skilið að vinna leikinn, en það er súrsætt, finnst mér að þeir vinni á þessu atviki í leiknum,“ sagði Ólafur. Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, sem halda úti hlaðvarpinu Steve Dagskrá, voru sammála því að um óréttmæta vítaspyrnu væri að ræða. „VAR er taparinn í þessu,“ sagði Andri Geir. „Til hvers er VAR ef þetta er ekki skoðað?“ bætti Vilhjálmur við. Einnig var rætt um að tveir boltar voru á vellinum þegar atvikið átti sér stað. Úr urðu svo miklar frekari umræður um atvikið. Umræðuna í heild sinni má sjá að neðan. England mætir Ítalíu í úrslitum EM á sunnudag klukkan 19:00 og verður leikurinn sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Klippa: Vítadómurinn - EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sport Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Staðan var 1-1 þegar Raheem Sterling, leikmaður Englands, féll innan teigs í fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Vítaspyrna var dæmd sem Harry Kane tók. Kasper Schmeichel varði spyrnuna frá honum en Kane skoraði úr frákastinu. „England var betra í leiknum, England verðskuldar að vinna leikinn. En hvorki England né nokkuð annað lið finnst mér verðskulda að vinna á þessu. Mér finnst þetta aldrei vera vítaspyrna,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í þættinum EM í dag í gærkvöld. Ólafur og þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sammældust um það að það væri skiljanlegt að dæma vítið við fyrstu sýn. En óskiljanlegra var af hverju myndbandsdómari leiksins sendi Danny Makkelie, dómara leiksins, ekki í skjáinn til að endurmeta atvikið. „Ég er alveg sannfærður um það að ef hann sér þetta aftur, þá sér hann, 'ah, þetta er ekki víti'. Eins og ég sagði áðan á England skilið að vinna leikinn, en það er súrsætt, finnst mér að þeir vinni á þessu atviki í leiknum,“ sagði Ólafur. Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, sem halda úti hlaðvarpinu Steve Dagskrá, voru sammála því að um óréttmæta vítaspyrnu væri að ræða. „VAR er taparinn í þessu,“ sagði Andri Geir. „Til hvers er VAR ef þetta er ekki skoðað?“ bætti Vilhjálmur við. Einnig var rætt um að tveir boltar voru á vellinum þegar atvikið átti sér stað. Úr urðu svo miklar frekari umræður um atvikið. Umræðuna í heild sinni má sjá að neðan. England mætir Ítalíu í úrslitum EM á sunnudag klukkan 19:00 og verður leikurinn sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Klippa: Vítadómurinn - EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sport Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45
Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti