Fleiri skrifað undir lista til stuðnings þjóðhátíðarnefnd Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2021 00:10 Þjóðhátíðarnefnd sendi frá sér yfirlýsingu á mánudag þar sem tilkynnt var að Ingó myndi ekki annast brekkusönginn í ár eins og til stóð. VÍSIR/VILHELM Yfir 1.600 manns hafa skrifað undir áskorun þar sem þjóðhátíðarnefnd ÍBV er hvött til að endurskoða þá ákvörðun sína að afbóka Ingólf Þórarinsson á komandi Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Nefndin tilkynnti á mánudag að tónlistarmaðurinn, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð, myndi ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann myndi stýra þar brekkusöng. Nefndin vildi lítið gefa upp um hvað lægi að baki ákvörðun sinni en um síðustu helgi voru birtar frásagnir yfir tuttugu kvenna sem saka Ingólf um að hafa beitt sig kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi. Ingólfur hefur hafnað öllum ásökununum og hyggst leita réttar síns. Viðunandi niðurstaða Sama dag og Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyja.net og útflutningsstjóri, hóf söfnunina var önnur áskorun stofnuð til höfuðs þeim undirskriftalista. Hafa nú yfir 1.800 einstaklingar skrifað undir að skora á þjóðhátíðarnefnd að sleppa því að endurskoða ákvörðun sína. „Það er afar viðunandi niðurstaða og ósköp eðlileg viðbrögð,“ segir á síðu söfnunarinnar sem Guðmundur Jónsson er titlaður fyrir. „Það er eðlilegt að þjóðhátíðarnefnd ákveði hverjum skal bjóða að koma fram á Þjóðhátíð og nefndinni ber ekki að leyfa vafasömum mönnum að koma þar fram. Þó engin kæra liggi fyrir er EKKI brotið á mannréttindum Ingólfs að afbóka hann,“ segir þar enn fremur. Ingólfur afar ósáttur Tryggvi sagði hins vegar í samtali við Vísi á þriðjudag að mikilvægt væri að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd við að endurskoða ákvörðun sína. „Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar,“ sagði Tryggvi. Ingólfur hefur sjálfur sagt að þjóðhátíðarnefnd hafi haft samband við sig á sunnudag og tilkynnt ákvörðun sína. Hann sagðist vera afar ósáttur með niðurstöðuna og ætla að leita réttar síns. Mál Ingólfs Þórarinssonar Vestmannaeyjar MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00 Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Nefndin tilkynnti á mánudag að tónlistarmaðurinn, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð, myndi ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann myndi stýra þar brekkusöng. Nefndin vildi lítið gefa upp um hvað lægi að baki ákvörðun sinni en um síðustu helgi voru birtar frásagnir yfir tuttugu kvenna sem saka Ingólf um að hafa beitt sig kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi. Ingólfur hefur hafnað öllum ásökununum og hyggst leita réttar síns. Viðunandi niðurstaða Sama dag og Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyja.net og útflutningsstjóri, hóf söfnunina var önnur áskorun stofnuð til höfuðs þeim undirskriftalista. Hafa nú yfir 1.800 einstaklingar skrifað undir að skora á þjóðhátíðarnefnd að sleppa því að endurskoða ákvörðun sína. „Það er afar viðunandi niðurstaða og ósköp eðlileg viðbrögð,“ segir á síðu söfnunarinnar sem Guðmundur Jónsson er titlaður fyrir. „Það er eðlilegt að þjóðhátíðarnefnd ákveði hverjum skal bjóða að koma fram á Þjóðhátíð og nefndinni ber ekki að leyfa vafasömum mönnum að koma þar fram. Þó engin kæra liggi fyrir er EKKI brotið á mannréttindum Ingólfs að afbóka hann,“ segir þar enn fremur. Ingólfur afar ósáttur Tryggvi sagði hins vegar í samtali við Vísi á þriðjudag að mikilvægt væri að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd við að endurskoða ákvörðun sína. „Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar,“ sagði Tryggvi. Ingólfur hefur sjálfur sagt að þjóðhátíðarnefnd hafi haft samband við sig á sunnudag og tilkynnt ákvörðun sína. Hann sagðist vera afar ósáttur með niðurstöðuna og ætla að leita réttar síns.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Vestmannaeyjar MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00 Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25