Betra fyrir barnafólk Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. júlí 2021 12:32 Barnafólk með meðaltekjur hér á landi veit ekkert hvað ég er að tala um þegar ég nefni barnabætur sem búbót fyrir barnafólk. Þau hafa aldrei fengið útborgun frá ríkinu sem ætluð er til að jafna stöðu þeirra gagnvart hinum sem ekki eru með börn á framfæri. Og það er ekkert skrítið því samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar byrja barnabæturnar að skerðast við lágmarkslaun með þeim afleiðingum að einstaklingar sem eru með rúmar 600 þúsund krónur á mánuði fá ekkert. Auk þess eru bæturnar greiddar út fjórum sinnum á ári en ekki mánaðarlega og verða því ekki eðlilegur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins. Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá væru þær óskertar 31.208 kr á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.225 kr til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára yrði greiðslan 54.475 kr á mánuði hjá sambúðarfólki en 77.625 kr hjá einstæðum foreldrum. Ungt barnafólk sem er að hefja sinn feril á vinnumarkaði er gjarnan um leið að koma sér þaki yfir höfuðið. Kostnaðurinn við þarfir barnanna, fæði, klæði og tómstundir, bætist þar við. Og fyrir vikið verður álagið enn meira á fjölskyldurnar eða þá að barneignum er frestað. Norræn velferð Eitt af einkennum norræns velferðarkerfis er langtímafjárfesting í menntun, heilsugæslu og umönnun barna – framtíðarfjárfesting í fólki. Í norrænu velferðarríkjunum eru barnabætur hvergi tekjutengdar nema í Danmörku, en þar hefjast skerðingar við mjög háar tekjur. ,,Þetta er alltof dýrt“ segja íhaldsflokkarnir. Ef við tækjum það skref á næsta kjörtímabili að einstaklingar með 600 þúsund krónur á mánuði fái óskertar barnabætur þá þyrftum við að auka framlögin um 9 milljarða króna á ári. Ríkisstjórnin ákvað að lækka skatta á banka og breyta skattstofni fjármagnstekna sem kostaði álíka upphæð fyrir ríkissjóð. Þetta er allt spurning um forgangsröðun stjórnvalda. Við í Samfylkingunni röðum barnafólki framar. Ég hef sem þingmaður lagt fram óteljandi tillögur um betri kjör fyrir barnafólk. Flestar hafa verið felldar. Ég nýtti tækifærið þegar ég var fjármálaráðherra 2012 og sá til þess að barnabætur hækkuðu um 30% á milli ára. Fleiri ungar fjölskyldur fengu þá bætur en nú. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem tók við, vildu frekar lækka veiðigjöldin en hækka barnabætur að því sem gerist í norrænum velferðarríkjum. Núverandi ríkisstjórn fylgir sömu stefnu. Það þarf að gera betur fyrir barnafólk. En til þess þarf nýja ríkisstjórn eftir kosningar. Ríkisstjórn jafnaðarmanna. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Barnafólk með meðaltekjur hér á landi veit ekkert hvað ég er að tala um þegar ég nefni barnabætur sem búbót fyrir barnafólk. Þau hafa aldrei fengið útborgun frá ríkinu sem ætluð er til að jafna stöðu þeirra gagnvart hinum sem ekki eru með börn á framfæri. Og það er ekkert skrítið því samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar byrja barnabæturnar að skerðast við lágmarkslaun með þeim afleiðingum að einstaklingar sem eru með rúmar 600 þúsund krónur á mánuði fá ekkert. Auk þess eru bæturnar greiddar út fjórum sinnum á ári en ekki mánaðarlega og verða því ekki eðlilegur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins. Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá væru þær óskertar 31.208 kr á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.225 kr til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára yrði greiðslan 54.475 kr á mánuði hjá sambúðarfólki en 77.625 kr hjá einstæðum foreldrum. Ungt barnafólk sem er að hefja sinn feril á vinnumarkaði er gjarnan um leið að koma sér þaki yfir höfuðið. Kostnaðurinn við þarfir barnanna, fæði, klæði og tómstundir, bætist þar við. Og fyrir vikið verður álagið enn meira á fjölskyldurnar eða þá að barneignum er frestað. Norræn velferð Eitt af einkennum norræns velferðarkerfis er langtímafjárfesting í menntun, heilsugæslu og umönnun barna – framtíðarfjárfesting í fólki. Í norrænu velferðarríkjunum eru barnabætur hvergi tekjutengdar nema í Danmörku, en þar hefjast skerðingar við mjög háar tekjur. ,,Þetta er alltof dýrt“ segja íhaldsflokkarnir. Ef við tækjum það skref á næsta kjörtímabili að einstaklingar með 600 þúsund krónur á mánuði fái óskertar barnabætur þá þyrftum við að auka framlögin um 9 milljarða króna á ári. Ríkisstjórnin ákvað að lækka skatta á banka og breyta skattstofni fjármagnstekna sem kostaði álíka upphæð fyrir ríkissjóð. Þetta er allt spurning um forgangsröðun stjórnvalda. Við í Samfylkingunni röðum barnafólki framar. Ég hef sem þingmaður lagt fram óteljandi tillögur um betri kjör fyrir barnafólk. Flestar hafa verið felldar. Ég nýtti tækifærið þegar ég var fjármálaráðherra 2012 og sá til þess að barnabætur hækkuðu um 30% á milli ára. Fleiri ungar fjölskyldur fengu þá bætur en nú. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem tók við, vildu frekar lækka veiðigjöldin en hækka barnabætur að því sem gerist í norrænum velferðarríkjum. Núverandi ríkisstjórn fylgir sömu stefnu. Það þarf að gera betur fyrir barnafólk. En til þess þarf nýja ríkisstjórn eftir kosningar. Ríkisstjórn jafnaðarmanna. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun