Konungurinn Chiellini mætti með bikarinn heim til Rómar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 12:01 Konungurinn Giorgio Chiellini með bikarinn og við hlið hans er leikmaður mótsins, markvörðurinn Gianluigi Donnarumma. Riccardo De Luca/Getty Images Svo virðist sem ítalska landsliðið í fótbolta hafi stokkið upp í flugvél um leið og liðið var búið að fagna Evrópumeistaratitlinum sem það vann á Wembley í Lundúnum í gærkvöld. Liðið var nefnilega mætt til Rómarborgar á Ítalíu snemma í morgun. Að sjálfsögðu var bikarinn með í för. Skemmtilegt myndband má nú finna á veraldarvefnum þar sem sjá má leikmenn ítalska liðsins stíga út úr flugvélinni sem ferjaði þá frá Lundúnum til Rómarborgar. Þaðan fóru þeir upp í rútu sem skilaði þeim á hótel sem liðið hefur gist á. Reikna má með að fagnaðarlætin haldi þar áfram eitthvað fram eftir degi og mögulega viku. It s coming Rome!!! #Euro2020 pic.twitter.com/tZBZtwWQOX— Giorgio Chiellini (@chiellini) July 11, 2021 Virðist sem leikmenn Ítalíu hafi nánast flogið beint heim að fagnaðarlátunum loknum á Wembley en leikmennirnir voru enn í landsliðstreyjum sínum er þeir mættu á hótelið. Hinn 36 ára gamli Giorgio Chiellini vakti enn á ný athygli en hann steig út úr rútunni með kórónu á höfðinu. Chiellini hefur farið mikinn á mótinu, verið sem klettur í hjarta ítölsku varnarinnar og fagnað hverri tæklingu eins og hún sé hans síðasta. Giorgio Chiellini arriving in Rome... #EURO2020 pic.twitter.com/zDhgs78eho— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Skondnasta augnablik mótsins var svo fyrir vítaspyrnukeppni Ítalíu og Spánar í undanúrslitum keppninnar. Chiellini lyfti þá Jordi Alba - fyrirliða Spánar - upp og faðmaði hann innilega. Alba hafði lítinn húmor fyrir því. Ítalía fór aftur alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Englandi í gær og aftur hafði Ítalía betur. Hér að neðan má sjá myndband af því er leikmenn liðsins mættu aftur til Rómarborgar sem og Chiellini með kórónuna. Klippa: Heimkoma Ítala EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11. júlí 2021 21:55 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 „Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11. júlí 2021 23:10 „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira
Liðið var nefnilega mætt til Rómarborgar á Ítalíu snemma í morgun. Að sjálfsögðu var bikarinn með í för. Skemmtilegt myndband má nú finna á veraldarvefnum þar sem sjá má leikmenn ítalska liðsins stíga út úr flugvélinni sem ferjaði þá frá Lundúnum til Rómarborgar. Þaðan fóru þeir upp í rútu sem skilaði þeim á hótel sem liðið hefur gist á. Reikna má með að fagnaðarlætin haldi þar áfram eitthvað fram eftir degi og mögulega viku. It s coming Rome!!! #Euro2020 pic.twitter.com/tZBZtwWQOX— Giorgio Chiellini (@chiellini) July 11, 2021 Virðist sem leikmenn Ítalíu hafi nánast flogið beint heim að fagnaðarlátunum loknum á Wembley en leikmennirnir voru enn í landsliðstreyjum sínum er þeir mættu á hótelið. Hinn 36 ára gamli Giorgio Chiellini vakti enn á ný athygli en hann steig út úr rútunni með kórónu á höfðinu. Chiellini hefur farið mikinn á mótinu, verið sem klettur í hjarta ítölsku varnarinnar og fagnað hverri tæklingu eins og hún sé hans síðasta. Giorgio Chiellini arriving in Rome... #EURO2020 pic.twitter.com/zDhgs78eho— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Skondnasta augnablik mótsins var svo fyrir vítaspyrnukeppni Ítalíu og Spánar í undanúrslitum keppninnar. Chiellini lyfti þá Jordi Alba - fyrirliða Spánar - upp og faðmaði hann innilega. Alba hafði lítinn húmor fyrir því. Ítalía fór aftur alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Englandi í gær og aftur hafði Ítalía betur. Hér að neðan má sjá myndband af því er leikmenn liðsins mættu aftur til Rómarborgar sem og Chiellini með kórónuna. Klippa: Heimkoma Ítala EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11. júlí 2021 21:55 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 „Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11. júlí 2021 23:10 „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira
Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11. júlí 2021 21:55
Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30
„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11. júlí 2021 23:10
„Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45