Mourinho skilur ekki af hverju Saka tók síðustu spyrnuna: „Hvar voru Sterling, Stones og Shaw? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 10:01 Ensku leikmennirnir hughreysta Bukayo Saka eftir vítaklúður hans í úrslitaleik EM í gær. getty/Carl Recine José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, skilur ekki af hverju Bukayo Saka tók síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM en ekki einhver reynslumeiri leikmaður. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Hann varði einnig spyrnu Jadons Sancho og þá skaut Marcus Rashford í stöng. Mourinho fór yfir úrslitaleikinn á talkSPORT í morgun. Hann furðaði sig á því að Saka hafi verið látinn taka síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni. „Hvað röðina á vítaskyttunum varðar var erfitt að láta Saka taka síðustu spyrnuna. Ég held að það hafi verið of mikið fyrir drenginn að hafa alla ábyrgðina á herðunum á þessu augnabliki en ég veit ekki. Ég þarf að spyrja Gareth [Southgate, þjálfara Englands] því oft gerist það að leikmenn sem eiga að vera þar eru ekki þar; þeir hlaupast undan ábyrgð,“ sagði Mourinho. „En vegna þess að Gareth er heiðarlegur náungi og ver leikmennina sína myndi hann aldrei segja að leikmaður A eða B hefði ekki verið tilbúinn að taka spyrnu.“ Að hans mati hefði einhver að reynslumeiri leikmönnum enska liðsins átt að taka síðustu spyrnuna í vítakeppninni. „Hvar var Raheem Sterling í þessari stöðu? John Stones? Luke Shaw? Af hverju voru Kyle Walker og Jordan Henderson ekki enn inni á vellinum?“ sagði Mourinho en þeir Sancho og Rashford komu inn á fyrir Walker og Henderson undir lok framlengingarinnar til þess eins að taka spyrnu í vítakeppninni. Southgate segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englands sjálfur og það hafi meðal annars byggst á frammistöðu leikmanna á vítapunktinum í aðdraganda úrslitaleiksins. Mourinho segir að það gefi lítið að hafa skorað úr vítum á æfingum þegar út í alvöruna er komið. „Það var mjög erfitt fyrir Sancho og Rashford að taka víti eftir að hafa snert boltann einu sinni. Hvað Saka varðar var erfitt að hafa örlög þjóðarinnar á sínum herðum. Það var of mikið. Við getum talað um síðustu daga og hversu frábærir þeir voru að taka víti á æfingum en það er bara allt annað en að taka víti í leik. Það er ekkert hægt að undirbúa það almennilega með alvöru pressu. Þú finnur bara fyrir henni á því augnabliki. Aumingja Saka, ég finn til með honum,“ sagði Mourinho. Portúgalinn sagðist heldur ekki hafa skilið af hverju Southgate setti Sancho og Rashford inn á fyrir hornspyrnu Ítala á lokamínútu framlengingarinnar. „Það sem var jafnvel skrítnara frá sjónarhóli þjálfarans var að taka Walker og Henderson út af fyrir Rashord og Sancho fyrir hornspyrnuna,“ sagði Mourinho. „Þá misstirðu tvo menn sem eru sterkir í loftinu og settir tvo kalda leikmenn, sem eru í þokkabót ekki varnarmenn, inn á. England hefði getað tapað leiknum þarna. Ég skildi þetta ekki.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sport Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Hann varði einnig spyrnu Jadons Sancho og þá skaut Marcus Rashford í stöng. Mourinho fór yfir úrslitaleikinn á talkSPORT í morgun. Hann furðaði sig á því að Saka hafi verið látinn taka síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni. „Hvað röðina á vítaskyttunum varðar var erfitt að láta Saka taka síðustu spyrnuna. Ég held að það hafi verið of mikið fyrir drenginn að hafa alla ábyrgðina á herðunum á þessu augnabliki en ég veit ekki. Ég þarf að spyrja Gareth [Southgate, þjálfara Englands] því oft gerist það að leikmenn sem eiga að vera þar eru ekki þar; þeir hlaupast undan ábyrgð,“ sagði Mourinho. „En vegna þess að Gareth er heiðarlegur náungi og ver leikmennina sína myndi hann aldrei segja að leikmaður A eða B hefði ekki verið tilbúinn að taka spyrnu.“ Að hans mati hefði einhver að reynslumeiri leikmönnum enska liðsins átt að taka síðustu spyrnuna í vítakeppninni. „Hvar var Raheem Sterling í þessari stöðu? John Stones? Luke Shaw? Af hverju voru Kyle Walker og Jordan Henderson ekki enn inni á vellinum?“ sagði Mourinho en þeir Sancho og Rashford komu inn á fyrir Walker og Henderson undir lok framlengingarinnar til þess eins að taka spyrnu í vítakeppninni. Southgate segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englands sjálfur og það hafi meðal annars byggst á frammistöðu leikmanna á vítapunktinum í aðdraganda úrslitaleiksins. Mourinho segir að það gefi lítið að hafa skorað úr vítum á æfingum þegar út í alvöruna er komið. „Það var mjög erfitt fyrir Sancho og Rashford að taka víti eftir að hafa snert boltann einu sinni. Hvað Saka varðar var erfitt að hafa örlög þjóðarinnar á sínum herðum. Það var of mikið. Við getum talað um síðustu daga og hversu frábærir þeir voru að taka víti á æfingum en það er bara allt annað en að taka víti í leik. Það er ekkert hægt að undirbúa það almennilega með alvöru pressu. Þú finnur bara fyrir henni á því augnabliki. Aumingja Saka, ég finn til með honum,“ sagði Mourinho. Portúgalinn sagðist heldur ekki hafa skilið af hverju Southgate setti Sancho og Rashford inn á fyrir hornspyrnu Ítala á lokamínútu framlengingarinnar. „Það sem var jafnvel skrítnara frá sjónarhóli þjálfarans var að taka Walker og Henderson út af fyrir Rashord og Sancho fyrir hornspyrnuna,“ sagði Mourinho. „Þá misstirðu tvo menn sem eru sterkir í loftinu og settir tvo kalda leikmenn, sem eru í þokkabót ekki varnarmenn, inn á. England hefði getað tapað leiknum þarna. Ég skildi þetta ekki.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sport Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti