Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 08:31 Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov er ekki vel til vina. getty/Stephen McCarthy Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. Khabib settist í helgan stein í fyrra eftir farsælan feril í blönduðum bardagalistum. Hann sigraði Conor í titilbardaga 2018 en þeir hafa lengi eldað grátt silfur. Conor fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier í Las Vegas um helgina og var dæmdur ósigur. Hann hefur því tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Conor vildi þó ekki meina að sigur Poiriers væri löglegur og sendi honum væna pillu af sjúkrabeði í gær. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Conor. Khabib segir að Conor eigi ekki afturkvæmt á toppinn í blönduðum bardagalistum og hvetur MMA-samfélagið til að hætta að veita honum jafn mikla athygli og það hefur gert. „Peningar og frægð sýna hver þú ert í raun og veru. Við heyrum alltaf að þessir hlutir breyti fólki. Það er ekki rétt. Þegar þeir koma til þín sýnir það hver þú ert. Hvað hefur Conor gert? Hann kýldi gamlan kall á bar. Hann er skíthæll eins og Dustin sagði. Ég sá mörg tíst honum til stuðnings í gær. Hvernig áttu að styðja gaurinn? Ef MMA-samfélagið ætlar að halda áfram að styðja svona fólk fer íþróttin til fjandans,“ sagði Khabib. Hann telur að Conor muni aldrei aftur ná fyrri styrk sem bardagamaður. Írinn sé einfaldlega orðinn saddur. „Fyrir fótbrotið gat hann orðið samur en ekki eftir það. Hann mun aldrei sparka eins og hann gerði. Ég býst ekki við að hann komist aftur á toppinn. Hann er á góðum aldri en það sem gerðist fyrir hausinn á honum og fæturna; gaurinn er útbrunninn,“ sagði Khabib. MMA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Khabib settist í helgan stein í fyrra eftir farsælan feril í blönduðum bardagalistum. Hann sigraði Conor í titilbardaga 2018 en þeir hafa lengi eldað grátt silfur. Conor fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier í Las Vegas um helgina og var dæmdur ósigur. Hann hefur því tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Conor vildi þó ekki meina að sigur Poiriers væri löglegur og sendi honum væna pillu af sjúkrabeði í gær. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Conor. Khabib segir að Conor eigi ekki afturkvæmt á toppinn í blönduðum bardagalistum og hvetur MMA-samfélagið til að hætta að veita honum jafn mikla athygli og það hefur gert. „Peningar og frægð sýna hver þú ert í raun og veru. Við heyrum alltaf að þessir hlutir breyti fólki. Það er ekki rétt. Þegar þeir koma til þín sýnir það hver þú ert. Hvað hefur Conor gert? Hann kýldi gamlan kall á bar. Hann er skíthæll eins og Dustin sagði. Ég sá mörg tíst honum til stuðnings í gær. Hvernig áttu að styðja gaurinn? Ef MMA-samfélagið ætlar að halda áfram að styðja svona fólk fer íþróttin til fjandans,“ sagði Khabib. Hann telur að Conor muni aldrei aftur ná fyrri styrk sem bardagamaður. Írinn sé einfaldlega orðinn saddur. „Fyrir fótbrotið gat hann orðið samur en ekki eftir það. Hann mun aldrei sparka eins og hann gerði. Ég býst ekki við að hann komist aftur á toppinn. Hann er á góðum aldri en það sem gerðist fyrir hausinn á honum og fæturna; gaurinn er útbrunninn,“ sagði Khabib.
MMA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira