Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 09:01 Rio Ferdinand fannst Gareth Southgate vera of seinn að skipta inn á í úrslitaleik EM. getty/Robbie Jay Barratt Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum í fyrradag. Englendingar komust yfir strax á 2. mínútu með marki Lukes Shaw og léku vel í fyrri hálfleik. Í þeim seinni misstu þeir tökin á leiknum og Leonardo Bonucci jafnaði fyrir Ítali. Úrslitin réðust á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Ítalía hafði betur, 3-2. Ferdinand segir að Southgate hafi verið of lengi að skipta inn á í úrslitaleiknum og Roberto Mancini, þjálfari ítalska liðsins, hafi einfaldlega skákað og mátað hann. „Mancini notaði hálfleikinn betur en Southgate. Þeir náðu heljartaki á leiknum og við vorum fastir inni á eigin vallarhelmingi,“ sagði Ferdinand. Hann vildi sjá ferska leikmenn koma inn á þegar Ítalir voru með yfirhöndina, til að reyna að breyta gangi mála. „Við höfum hrósað þjálfaranum í hástert fyrir breytingarnar sem hann gerði á mótinu, bæði á liðsskipan og leikkerfi, en í þessum leik klikkaði hann á því sviði. Þegar þeir skoruðu voru þeir með vindinn í bakið. Þá fannst mér, og það er auðvelt að vera vitur eftir á, hann eiga að skipta [Jack] Grealish, [Jadon] Sancho eða [Marcus] Rashford inn á,“ sagði Ferdinand. „Allt mótið höfum við talað um að okkar mesti styrkleiki sé breiddin í hópnum, að liðið veikist ekki við skiptingar og varamennirnir komi með eitthvað nýtt að borðinu en þeim var ekki leyft að gera það í stærsta leiknum. Þeir gerðu það í öllum öðrum leikjum en í stærsta leiknum virtist Southgate frjósa og hugsa: förum með þetta í vítakeppni og vonum það besta.“ Southgate hefur komið enska liðinu í undanúrslit á tveimur stórmótum í röð sem hefur aldrei áður gerst í sögu þess. Englendingar bíða hins vegar enn eftir sínum fyrsta sigri á stórmóti síðan 1966. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Mikið gagnrýndur en vill stýra enska liðinu í Katar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki í sínum plönum að hætta með enska landsliðið þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitaleik Evrópumótsins. 13. júlí 2021 07:01 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum í fyrradag. Englendingar komust yfir strax á 2. mínútu með marki Lukes Shaw og léku vel í fyrri hálfleik. Í þeim seinni misstu þeir tökin á leiknum og Leonardo Bonucci jafnaði fyrir Ítali. Úrslitin réðust á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Ítalía hafði betur, 3-2. Ferdinand segir að Southgate hafi verið of lengi að skipta inn á í úrslitaleiknum og Roberto Mancini, þjálfari ítalska liðsins, hafi einfaldlega skákað og mátað hann. „Mancini notaði hálfleikinn betur en Southgate. Þeir náðu heljartaki á leiknum og við vorum fastir inni á eigin vallarhelmingi,“ sagði Ferdinand. Hann vildi sjá ferska leikmenn koma inn á þegar Ítalir voru með yfirhöndina, til að reyna að breyta gangi mála. „Við höfum hrósað þjálfaranum í hástert fyrir breytingarnar sem hann gerði á mótinu, bæði á liðsskipan og leikkerfi, en í þessum leik klikkaði hann á því sviði. Þegar þeir skoruðu voru þeir með vindinn í bakið. Þá fannst mér, og það er auðvelt að vera vitur eftir á, hann eiga að skipta [Jack] Grealish, [Jadon] Sancho eða [Marcus] Rashford inn á,“ sagði Ferdinand. „Allt mótið höfum við talað um að okkar mesti styrkleiki sé breiddin í hópnum, að liðið veikist ekki við skiptingar og varamennirnir komi með eitthvað nýtt að borðinu en þeim var ekki leyft að gera það í stærsta leiknum. Þeir gerðu það í öllum öðrum leikjum en í stærsta leiknum virtist Southgate frjósa og hugsa: förum með þetta í vítakeppni og vonum það besta.“ Southgate hefur komið enska liðinu í undanúrslit á tveimur stórmótum í röð sem hefur aldrei áður gerst í sögu þess. Englendingar bíða hins vegar enn eftir sínum fyrsta sigri á stórmóti síðan 1966. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Mikið gagnrýndur en vill stýra enska liðinu í Katar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki í sínum plönum að hætta með enska landsliðið þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitaleik Evrópumótsins. 13. júlí 2021 07:01 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02
Mikið gagnrýndur en vill stýra enska liðinu í Katar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki í sínum plönum að hætta með enska landsliðið þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitaleik Evrópumótsins. 13. júlí 2021 07:01