Skortir mat og lyf og verðbólga komin í 500 prósent Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 13:34 Frá mótmælum í Havana á sunudaginn. AP/Eliana Aponte Fjöldi mótmælenda á Kúbu eru sagðir hafa verið handteknir í kjölfar umfangsmikilla mótmæla gegn ríkisstjórn landsins á sunnudaginn. Myndbönd hafa sýnt öryggissveitir handtaka og berja mótmælendur sem kallað hafa eftir umbótum í eyríkinu. Mótmælin eru líklegast sú fjölmennustu á Kúbu í áratugi en samkomur sem þessar eru alfarið ólöglegar. Mótmælin hafa að mestu snúið að slæmri stöðu hagkerfis Kúbu, rafmagnsleysi og viðbrögðum kommúnistastjórnar landsins við faraldri nýju kórónuveirunnar. Skortur er á matvælum og lyfjum og hefur verðlag hækkað töluvert, samkvæmt frétt BBC. New York Times segir sjúkrahús og apótek eiga jafnvel engar birgðir af verkja- og sýklalyfjum. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, hefur kallað mótmælendur málaliða og sakað þá um að vera handbendi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Forsetinn, sá fyrsti í rúm sextíu ár sem tilheyrir ekki Castro-fjölskyldunni, var stóryrtur í ummælum á forsíðu Granma, dagblaðs Kommúnistaflokks Kúbu, í gær. „Þeir munu þurfa að ganga yfir lík okkar ef þeir vilja takast á við byltinguna. Við erum tilbúnir til að gera allt og við munum berjast á götunum,“ var haft eftir Díaz-Canel. Hann viðurkenndi þó að Kúba ætti í verulegum vandræðum og bað þegna sína um að sýna þolinmæði. Fregnir hafa borist af því að símafyrirtæki ríkisins hafi lokað á internetið víða á Kúbu og er búið að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlum eins og WhatsApp, Facebook, Instagram og Telegram. Þá hefur BBC eftir viðmælendum sínum í Havana að fjölmargir lögregluþjónar gangi um götur borgarinnar. Kúba Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Mótmælin eru líklegast sú fjölmennustu á Kúbu í áratugi en samkomur sem þessar eru alfarið ólöglegar. Mótmælin hafa að mestu snúið að slæmri stöðu hagkerfis Kúbu, rafmagnsleysi og viðbrögðum kommúnistastjórnar landsins við faraldri nýju kórónuveirunnar. Skortur er á matvælum og lyfjum og hefur verðlag hækkað töluvert, samkvæmt frétt BBC. New York Times segir sjúkrahús og apótek eiga jafnvel engar birgðir af verkja- og sýklalyfjum. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, hefur kallað mótmælendur málaliða og sakað þá um að vera handbendi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Forsetinn, sá fyrsti í rúm sextíu ár sem tilheyrir ekki Castro-fjölskyldunni, var stóryrtur í ummælum á forsíðu Granma, dagblaðs Kommúnistaflokks Kúbu, í gær. „Þeir munu þurfa að ganga yfir lík okkar ef þeir vilja takast á við byltinguna. Við erum tilbúnir til að gera allt og við munum berjast á götunum,“ var haft eftir Díaz-Canel. Hann viðurkenndi þó að Kúba ætti í verulegum vandræðum og bað þegna sína um að sýna þolinmæði. Fregnir hafa borist af því að símafyrirtæki ríkisins hafi lokað á internetið víða á Kúbu og er búið að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlum eins og WhatsApp, Facebook, Instagram og Telegram. Þá hefur BBC eftir viðmælendum sínum í Havana að fjölmargir lögregluþjónar gangi um götur borgarinnar.
Kúba Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira