Þættirnir verða fyrsta verkefni Meghan, sem ratar á sjónvarpsskjáinn, frá því að hún sagði skilið við sjónvarpsþættina Suits. Þættirnir eru fjölskylduefni og fylgja tólf ára gamalli stúlku sem fer á vit ævintýranna og fetar í fótspor áhrifamikilla kvenna í heimssögunni.
Hjónin skrifuðu undir nokkurra ára samning við Netflix í fyrra og mun framleiðslufyrirtækið þeirra Archwell þróa og framleiða sjónvarpsþætti, heimildamyndir og barnaefni fyrir streymisveituna. Ásamt Meghan koma Amanda Ryna, David Furnish, Carolyn Soper, Liz Garbus og Dan Cogan að framleiðslu þáttanna.