Erlendir ferðamenn hasla sér völl á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 10:46 Mikil veðurblíða hefur leikið við Akureyringa undanfarnar vikur. Sömu sögu má segja í dag. Vísir/Vilhelm Fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri þetta sumarið hefur aukist gífurlega miðað við síðasta sumar. Þetta segir bæði tjaldvörður á Akureyri og starfandi forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri. Stríður straumur fólks hefur verið í bæinn undanfarnar tvær vikur að sögn tjaldvarðar á tjaldsvæðinu Hamri á Akureyri. Hann segir veðurblíðuna sem leikið hefur um bæinn hafa verið til þess að tjaldsvæðið hafi verið nær alveg fullt undanfarnar tvær vikur. „Þetta er búið að vera svona í tvær vikur. Frekar fullt en alltaf eitthvað pláss ef það. Það er búið að vera svo gott veður og fólk eltir sólina,“ segir Ingunn Sigurðardóttir, tjaldvörður á Hömrum. Hún segir megn fólksins á svæðinu Íslendinga en einhverjir útlendingar séu þó snúnir aftur. „Þetta eru eiginlega allt Íslendingar, það eru kannski 5 prósent gesta sem eru útlendingar,“ segir Ingunn. Eftir einn góðan rigningardag á Akureyri í miðri þessari viku fór sólin að láta sjá sig aftur og skín hún nú skært yfir bænum. Undirrituð er sjálf stödd á Akureyri og stríður bílastraumur var á leiðinni úr Reykjavík og alla leið norður. Það vakti eftirtekt hjá blaðamanni hve margir ferðalangar voru með tjaldvagna og önnur vagnhýsi í eftirdragi og segir Ingunn það ríma ansi vel við ástandið á tjaldsvæðinu. „Ég held að það hafi allir keypt sér hjólhýsi í fyrra. Mikill meirihluti fólksins á tjaldsvæðinu er í hjólhýsum eða tjaldvögnum,“ segir Ingunn. Að sögn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur lítið verið um að vera í umferðinni þrátt fyrir þétta bílalest í bæinn. „Umferðin hefur gengið vel fyrir sig. Nóttin var róleg, fyrir utan slysið í Mývatnssveit sem er í okkar umdæmi. Það er stíft umferðareftirlit á þjóðvegunum og miðað við okkar dagbók var ekki mikið um hraðakstur. Umferðin fór bara vel fram,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki mikið hægt að segja til um hvort aðsóknin í umdæmið verði áfram svo góð. „Þetta fer bara allt eftir veðrinu, hvort fólk elti veðrið endalaust.“ Um leið og sólin skín rignir inn viðskiptavinum Sömu sögu má segja úr sundlauginni hér í bænum. Starfandi forstöðumaður sundlaugarinnar segir að um leið og sólin fór að skína í morgun hafi fólk flykkst í laugina. „Það má eiginlega segja að um leið og sólin fór að skína í morgun þá rigndi inn viðskiptavinum. Það er ekki alveg orðið þétt en það er löng röð í afgreiðslunni og margir á leiðinni í sund,“ segir Valdimar Pálsson, forstöðumaður sundlaugarinnar. „Ég er búinn að taka saman aðsóknina í þessum mánuði og við erum búin að fá einn rigningardag og meira að segja var hann ekki lélegur í fjölda komu viðskiptavina. Og maður tekur eftir mikilli aukningu frá því í fyrra,“ segir Valdimar. „Innlendi túristinn kom í fyrra, nú erum við með innlenda og erlenda. Aukningin er að erlendir ferðamenn eru farnir að láta sjá sig. Íslendingarnir hafa vinningin eins og staðan er núna,“ segir hann. Hann segir megnið af viðskiptavinunum fjölskyldufólk. „Algengasti viðskiptavinurinn er hjón með tvö börn. Það er samasemmerki: sól=full sundlaug, rigning=hálffull sundlaug. Sólin er eiginlega samasemmerki á að mikið sé að gera í vinnunni í dag.“ Akureyri Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Stríður straumur fólks hefur verið í bæinn undanfarnar tvær vikur að sögn tjaldvarðar á tjaldsvæðinu Hamri á Akureyri. Hann segir veðurblíðuna sem leikið hefur um bæinn hafa verið til þess að tjaldsvæðið hafi verið nær alveg fullt undanfarnar tvær vikur. „Þetta er búið að vera svona í tvær vikur. Frekar fullt en alltaf eitthvað pláss ef það. Það er búið að vera svo gott veður og fólk eltir sólina,“ segir Ingunn Sigurðardóttir, tjaldvörður á Hömrum. Hún segir megn fólksins á svæðinu Íslendinga en einhverjir útlendingar séu þó snúnir aftur. „Þetta eru eiginlega allt Íslendingar, það eru kannski 5 prósent gesta sem eru útlendingar,“ segir Ingunn. Eftir einn góðan rigningardag á Akureyri í miðri þessari viku fór sólin að láta sjá sig aftur og skín hún nú skært yfir bænum. Undirrituð er sjálf stödd á Akureyri og stríður bílastraumur var á leiðinni úr Reykjavík og alla leið norður. Það vakti eftirtekt hjá blaðamanni hve margir ferðalangar voru með tjaldvagna og önnur vagnhýsi í eftirdragi og segir Ingunn það ríma ansi vel við ástandið á tjaldsvæðinu. „Ég held að það hafi allir keypt sér hjólhýsi í fyrra. Mikill meirihluti fólksins á tjaldsvæðinu er í hjólhýsum eða tjaldvögnum,“ segir Ingunn. Að sögn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur lítið verið um að vera í umferðinni þrátt fyrir þétta bílalest í bæinn. „Umferðin hefur gengið vel fyrir sig. Nóttin var róleg, fyrir utan slysið í Mývatnssveit sem er í okkar umdæmi. Það er stíft umferðareftirlit á þjóðvegunum og miðað við okkar dagbók var ekki mikið um hraðakstur. Umferðin fór bara vel fram,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki mikið hægt að segja til um hvort aðsóknin í umdæmið verði áfram svo góð. „Þetta fer bara allt eftir veðrinu, hvort fólk elti veðrið endalaust.“ Um leið og sólin skín rignir inn viðskiptavinum Sömu sögu má segja úr sundlauginni hér í bænum. Starfandi forstöðumaður sundlaugarinnar segir að um leið og sólin fór að skína í morgun hafi fólk flykkst í laugina. „Það má eiginlega segja að um leið og sólin fór að skína í morgun þá rigndi inn viðskiptavinum. Það er ekki alveg orðið þétt en það er löng röð í afgreiðslunni og margir á leiðinni í sund,“ segir Valdimar Pálsson, forstöðumaður sundlaugarinnar. „Ég er búinn að taka saman aðsóknina í þessum mánuði og við erum búin að fá einn rigningardag og meira að segja var hann ekki lélegur í fjölda komu viðskiptavina. Og maður tekur eftir mikilli aukningu frá því í fyrra,“ segir Valdimar. „Innlendi túristinn kom í fyrra, nú erum við með innlenda og erlenda. Aukningin er að erlendir ferðamenn eru farnir að láta sjá sig. Íslendingarnir hafa vinningin eins og staðan er núna,“ segir hann. Hann segir megnið af viðskiptavinunum fjölskyldufólk. „Algengasti viðskiptavinurinn er hjón með tvö börn. Það er samasemmerki: sól=full sundlaug, rigning=hálffull sundlaug. Sólin er eiginlega samasemmerki á að mikið sé að gera í vinnunni í dag.“
Akureyri Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira