Britney ætlar ekki að spila á tónleikum á meðan faðir hennar stjórnar ferlinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2021 10:11 Britney hefur ekki komið fram á sviði síðan 2018 og ætlar ekki að gera það fyrr en faðir hennar missir forræði yfir henni. Getty/Gareth Cattermole Söngkonan Britney Spears segist ekki ætla að spila aftur á tónleikum á meðan faðir hennar stjórnar ferli hennar. Faðir hennar, Jamie Spears, hefur farið með forræði yfir söngkonunni frá árinu 2008 og hefur Britney lýst því að hún hafi engin völd yfir eigin lífi. Þetta segir Britney í tilfinningaþrunginni Instagram-færslu og breska ríkisútvarpið greinir frá. „Þetta forræðismál hefur drepið drauma mína,“ skrifaði stjarnan í langri Instagram-færslu. „Allt sem ég hef núna er von.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Greint var frá því fyrr í vikunni að Britney vilji kæra föður sinn fyrir að hafa misbeitt valdi sínu yfir henni. Hann, ásamt fleirum, fékk forræði yfir henni árið 2008 eftir að Britney hafði glímt við andleg veikindi og hún talin glíma við vímuefnavanda. „Ég ætla ekki að koma fram á sviði á næstunni á meðan pabbi minn stjórnar því hverju ég klæðist, hvað ég segi eða hvað ég hugsa,“ skrifar Britney. Hún hefur ekki stigið á svið síðan 2018. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég vil miklu frekar deila myndböndum af mér heima í stofu en á sviði í Vegas. Ég ætla ekki að stífmála mig og reyna reyna reyna á sviði aftur og geta ekki verið samkvæm sjálfri mér vegna endurgerða af lögunum mínum í fleiri ár.“ Þá segist hún ekki hrifin af nýlegum heimildarmyndum um líf hennar og segir hún „niðurlægjandi augnablik úr fortíðinni“ hafa verið meginefni myndanna. „Ég er löngu komin yfir þetta.“ Stjarnan hefur ítrekað gagnrýnt heimildarmyndir um líf hennar, þar á meðal Framing Britney Spears sem hefur verið tilnefnd til tveggja Emmy verðlauna. Myndin, auk #FreeBritney hreyfingarinnar hefur vakið gríðarlega mikla athygli á sjálfræðisbaráttu stjörnunnar og hefur stór hluti almennings gengið í lið með henni vegna frásagna um eðli forræðisins yfir henni. Frásögn hennar fyrir dómi í síðasta mánuði vakti gríðarlega athygli en þar lýsti hún því að hún hafi verið þvinguð til að taka geðlyf, sem hún þurfi ekki á að halda, hún hafi verið neydd til að setja upp hormónalykkjuna, sem er getnaðarvörn sem komið er fyrir í legi, þrátt fyrir að hún vilji fleiri börn og hún hafi verið neydd til að koma fram á tónleikum. Á miðvikudag fékk hún leyfi frá dómstólum til að ráða eigin lögmann í málið en frá upphafi þess hefur hún haft lögmann sem skipaður var af dómstólum. Í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn nauðsynlegum gögnum til að fella forræðið yfir henni úr gildi, þrátt fyrir vilja hennar til þess, og sagði hann af sér í kjölfarið. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears opnar sig Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja. 16. júlí 2021 23:18 Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23 Britney fær að velja sér lögmann Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum úrskurðaði í nótt að poppstjörnunni Britney Spears sé heimilt að ráða sér lögmann. 15. júlí 2021 07:21 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Þetta segir Britney í tilfinningaþrunginni Instagram-færslu og breska ríkisútvarpið greinir frá. „Þetta forræðismál hefur drepið drauma mína,“ skrifaði stjarnan í langri Instagram-færslu. „Allt sem ég hef núna er von.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Greint var frá því fyrr í vikunni að Britney vilji kæra föður sinn fyrir að hafa misbeitt valdi sínu yfir henni. Hann, ásamt fleirum, fékk forræði yfir henni árið 2008 eftir að Britney hafði glímt við andleg veikindi og hún talin glíma við vímuefnavanda. „Ég ætla ekki að koma fram á sviði á næstunni á meðan pabbi minn stjórnar því hverju ég klæðist, hvað ég segi eða hvað ég hugsa,“ skrifar Britney. Hún hefur ekki stigið á svið síðan 2018. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég vil miklu frekar deila myndböndum af mér heima í stofu en á sviði í Vegas. Ég ætla ekki að stífmála mig og reyna reyna reyna á sviði aftur og geta ekki verið samkvæm sjálfri mér vegna endurgerða af lögunum mínum í fleiri ár.“ Þá segist hún ekki hrifin af nýlegum heimildarmyndum um líf hennar og segir hún „niðurlægjandi augnablik úr fortíðinni“ hafa verið meginefni myndanna. „Ég er löngu komin yfir þetta.“ Stjarnan hefur ítrekað gagnrýnt heimildarmyndir um líf hennar, þar á meðal Framing Britney Spears sem hefur verið tilnefnd til tveggja Emmy verðlauna. Myndin, auk #FreeBritney hreyfingarinnar hefur vakið gríðarlega mikla athygli á sjálfræðisbaráttu stjörnunnar og hefur stór hluti almennings gengið í lið með henni vegna frásagna um eðli forræðisins yfir henni. Frásögn hennar fyrir dómi í síðasta mánuði vakti gríðarlega athygli en þar lýsti hún því að hún hafi verið þvinguð til að taka geðlyf, sem hún þurfi ekki á að halda, hún hafi verið neydd til að setja upp hormónalykkjuna, sem er getnaðarvörn sem komið er fyrir í legi, þrátt fyrir að hún vilji fleiri börn og hún hafi verið neydd til að koma fram á tónleikum. Á miðvikudag fékk hún leyfi frá dómstólum til að ráða eigin lögmann í málið en frá upphafi þess hefur hún haft lögmann sem skipaður var af dómstólum. Í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn nauðsynlegum gögnum til að fella forræðið yfir henni úr gildi, þrátt fyrir vilja hennar til þess, og sagði hann af sér í kjölfarið.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears opnar sig Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja. 16. júlí 2021 23:18 Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23 Britney fær að velja sér lögmann Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum úrskurðaði í nótt að poppstjörnunni Britney Spears sé heimilt að ráða sér lögmann. 15. júlí 2021 07:21 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears opnar sig Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja. 16. júlí 2021 23:18
Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23
Britney fær að velja sér lögmann Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum úrskurðaði í nótt að poppstjörnunni Britney Spears sé heimilt að ráða sér lögmann. 15. júlí 2021 07:21
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp