Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 18. júlí 2021 14:40 Boris Johnson ætlaði að sleppa sóttkví, þrátt fyrir að hafa verið útsettur fyrir smiti, og fara í dagleg Covid-próf í staðin. Hann hefur nú hætt við það. Leon Neal/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. Javid greindist smitaður af veirunni í gærmorgun og fór strax í einangrun. Hann hafði farið í einkennasýnatöku eftir að hafa fundið fyrir slappleika og hvatti alla sem fundið hafa fyrir einkennum til að fara í sýnatöku. Fréttastofa Sky greinir frá. Strax kom í ljós að Johnson og Sunak hafi verið útsettir fyrir smiti en fyrst var ætlunin að þeir færu ekki í sóttkví heldur færu í Covid-19 próf daglega í staðinn. Í kjölfar þessa voru þeir harðlega gagnrýndir og nú hefur það verið tilkynnt að þeir muni eftir allt saman fara í sóttkví. Þetta þýðir að forsætisráðherrann sjálfur verður í sóttkví þegar miklar afléttingar á takmörkunum taka í gildi á mánudag, en dagurinn hefur fengið viðurnefnið Frelsisdagurinn eða „freedom day.“ Flestum takmörkunum á Englandi verður aflétt þá. Keir Starmer, leiðtogi verkamannaflokksins, sagði í dag að þessi U-beygja stjórnarinnar sé til marks um að mikil ringulreið ríki innan ríkisstjórnarinnar. Johnson og Sunak hafi enn og aftur verið gripnir við það að halda að reglurnar gildi ekki um þá. „Almenningur hefur gert svo margt til að fylgja þessum reglum. Á tímum sem þessum, þar sem við verðum að viðhalda trúnni á að sóttkví virki munu foreldrar, vinnandi fólk og fyrirtæki velta því fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi á Downingstræti,“ sagði Starmer í dag. „Hegðun forsætisráðherrans skapar ringulreið, kemur illa út fyrir ríkisstjórnina og hefur hræðilegar afleiðingar fyrir breskan almenning.“ Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Javid greindist smitaður af veirunni í gærmorgun og fór strax í einangrun. Hann hafði farið í einkennasýnatöku eftir að hafa fundið fyrir slappleika og hvatti alla sem fundið hafa fyrir einkennum til að fara í sýnatöku. Fréttastofa Sky greinir frá. Strax kom í ljós að Johnson og Sunak hafi verið útsettir fyrir smiti en fyrst var ætlunin að þeir færu ekki í sóttkví heldur færu í Covid-19 próf daglega í staðinn. Í kjölfar þessa voru þeir harðlega gagnrýndir og nú hefur það verið tilkynnt að þeir muni eftir allt saman fara í sóttkví. Þetta þýðir að forsætisráðherrann sjálfur verður í sóttkví þegar miklar afléttingar á takmörkunum taka í gildi á mánudag, en dagurinn hefur fengið viðurnefnið Frelsisdagurinn eða „freedom day.“ Flestum takmörkunum á Englandi verður aflétt þá. Keir Starmer, leiðtogi verkamannaflokksins, sagði í dag að þessi U-beygja stjórnarinnar sé til marks um að mikil ringulreið ríki innan ríkisstjórnarinnar. Johnson og Sunak hafi enn og aftur verið gripnir við það að halda að reglurnar gildi ekki um þá. „Almenningur hefur gert svo margt til að fylgja þessum reglum. Á tímum sem þessum, þar sem við verðum að viðhalda trúnni á að sóttkví virki munu foreldrar, vinnandi fólk og fyrirtæki velta því fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi á Downingstræti,“ sagði Starmer í dag. „Hegðun forsætisráðherrans skapar ringulreið, kemur illa út fyrir ríkisstjórnina og hefur hræðilegar afleiðingar fyrir breskan almenning.“
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira