Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. 63 voru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu í vikunni. Ökumaðurinn sem ók hraðast var sá sem getið var hér á undan en að auki var erlendur ferðamaður stöðvaður á 154 kílómetra hraða 13. júlí. Þriðji ökumaðurinn ók á 147 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi við Rauðalæk 14. júlí.
Þá voru þrettán umferðaróhöpp eða slys tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, þar af fimm í sveitarfélaginu Hornafirði. Þann 18. júlí féll ökumaður af hjóli sínu á vegakafla austan Péturseyjar þar sem unnið er að vegagerð. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Grunur er um að hann sé fótbrotinn.
Sama dag fóru viðbragðsaðilar í Skaftárdal þar sem maður slasaðist þegar fjórhjól sem hann ók valt. Hann fluttur til aðhlynningar á sjúkrastofnun en upplýsingar um meiðsl hans liggja ekki fyrir.