Búinn að fá sig fullsaddan af stælunum í Conor: „Þetta var dýrsleg hegðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2021 14:16 Conor McGregor er ekki allra en á dygga stuðningsmenn. getty/Louis Grasse Stælarnir í Conor McGregor fyrir bardagann gegn Dustin Poirier fóru í taugarnar á mörgum, meðal annars þjálfaranum Firas Zahabi sem skilur ekki hvernig fólk getur enn stutt við bakið á Íranum. Conor fótbrotnaði í fyrstu lotu í bardaganum gegn Poirier og þeim síðarnefnda var dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Zahabi, sem þjálfar Georges St-Pierre og fleiri þekkta bardagakappa, segir að Conor hafi farið langt yfir strikið fyrir bardagann, meðal annars á blaðamannafundi þeirra Poiriers, og er búinn að fá sig fullsaddan af Íranum. „Ef Conor á einhvern sannan og traustan vin í heiminum þarf sá að ræða við hann undir fjögur augu og segja honum að hann hagi sér eins og heimskingi,“ sagði Zahabi. „Þú lætur sjálfan þig líta illa út. Hann er að niðurlægja okkur, fjölskyldu sína og vini. Þetta er bara vandræðalegt fyrir sannan bardagakappa að haga sér svona. Ef þetta væri einhver annar væru allir að tala um að henda honum burt úr UFC. En vegna þess að þetta er Conor McGregor er ekki hægt að segja það.“ Zahabi skilur ekki af hverju Conor nýtur enn jafn mikilla vinsælda og hann gerir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að vera aðdáandi hans. Ég ber virðingu fyrir honum sem bardagamanni og hæfileikum hans en hvernig hann hegðaði sér á blaðamannafundinum var hræðilegt,“ sagði Zahabi. „Sama hvað hefur gengið á getiði ekki hótað að drepa hvorn annan eða hóta börnum hvors annars og fleiri. Þetta var bara dýrsleg hegðun. Og það sem hann sagði um eiginkonu Poiriers, það var ógeðslegt. Hann er svo reiður og afbrýðisamur út í Poirier. Hann gerði allt til mógða hann og taka augnablikið af honum. Poirier sigraði hann, er betri bardagamaður en hann og verður minnst þannig.“ Búast má við því að Conor verði frá keppni í allt að ár vegna fótbrotsins. Írinn hefur tapað tveimur bardögum í röð og þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. MMA Tengdar fréttir Segir að Conor ætti að reka Kavanagh Michael Bisping leggur til að Conor McGregor skipti um þjálfara eftir tapið fyrir Dustin Poirier í UFC 264 um helgina. 15. júlí 2021 13:31 Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. 13. júlí 2021 08:31 Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. 12. júlí 2021 13:00 Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11. júlí 2021 11:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Í beinni: FH - Fram | Byrja blóðugt einvígi Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sjá meira
Conor fótbrotnaði í fyrstu lotu í bardaganum gegn Poirier og þeim síðarnefnda var dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Zahabi, sem þjálfar Georges St-Pierre og fleiri þekkta bardagakappa, segir að Conor hafi farið langt yfir strikið fyrir bardagann, meðal annars á blaðamannafundi þeirra Poiriers, og er búinn að fá sig fullsaddan af Íranum. „Ef Conor á einhvern sannan og traustan vin í heiminum þarf sá að ræða við hann undir fjögur augu og segja honum að hann hagi sér eins og heimskingi,“ sagði Zahabi. „Þú lætur sjálfan þig líta illa út. Hann er að niðurlægja okkur, fjölskyldu sína og vini. Þetta er bara vandræðalegt fyrir sannan bardagakappa að haga sér svona. Ef þetta væri einhver annar væru allir að tala um að henda honum burt úr UFC. En vegna þess að þetta er Conor McGregor er ekki hægt að segja það.“ Zahabi skilur ekki af hverju Conor nýtur enn jafn mikilla vinsælda og hann gerir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að vera aðdáandi hans. Ég ber virðingu fyrir honum sem bardagamanni og hæfileikum hans en hvernig hann hegðaði sér á blaðamannafundinum var hræðilegt,“ sagði Zahabi. „Sama hvað hefur gengið á getiði ekki hótað að drepa hvorn annan eða hóta börnum hvors annars og fleiri. Þetta var bara dýrsleg hegðun. Og það sem hann sagði um eiginkonu Poiriers, það var ógeðslegt. Hann er svo reiður og afbrýðisamur út í Poirier. Hann gerði allt til mógða hann og taka augnablikið af honum. Poirier sigraði hann, er betri bardagamaður en hann og verður minnst þannig.“ Búast má við því að Conor verði frá keppni í allt að ár vegna fótbrotsins. Írinn hefur tapað tveimur bardögum í röð og þremur af síðustu fjórum bardögum sínum.
MMA Tengdar fréttir Segir að Conor ætti að reka Kavanagh Michael Bisping leggur til að Conor McGregor skipti um þjálfara eftir tapið fyrir Dustin Poirier í UFC 264 um helgina. 15. júlí 2021 13:31 Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. 13. júlí 2021 08:31 Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. 12. júlí 2021 13:00 Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11. júlí 2021 11:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Í beinni: FH - Fram | Byrja blóðugt einvígi Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sjá meira
Segir að Conor ætti að reka Kavanagh Michael Bisping leggur til að Conor McGregor skipti um þjálfara eftir tapið fyrir Dustin Poirier í UFC 264 um helgina. 15. júlí 2021 13:31
Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. 13. júlí 2021 08:31
Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. 12. júlí 2021 13:00
Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11. júlí 2021 11:00