Söguleg frammistaða Giannis sem var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 08:00 Giannis Antetokounmpo var hreint út sagt stórkostlegur í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Jonathan Daniel/Getty Images Giannis Antetokounmpo skoraði 50 stig er Milwaukee Bucks tryggði sér meistaratitilinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Giannis var valinn verðmætasti leikmaður einvígisins að leik loknum. Frammistöður hans í einvígi Bucks og Phoenix Suns hafa verið með þeim bestu í sögunni. Tölfræðin talar sínu máli. Eftir að hafa lent 0-2 undir í úrslitaeinvíginu þá fullkomnu Bucks endurkomuna í nótt og unnu seríuna 4-2. Félagið er því orðið meistari í aðeins annað sinn í sögu þess en 50 ár eru frá síðasta meistaratitli. Hinn 26 ára gamli Giannis lagði grunninn að sigrinum í nótt sem og einvíginu með frábærum frammistöðum. Engin þó betri en í nótt þar sem hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og hindraði fimm skot. Þá skoraði hann úr 17 af 19 vítaskotum sínum. Gríska undrið skoraði að meðaltali 35,2 stig í einvíginu gegn Suns ásamt því að taka 13,2 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Hann er aðeins annar leikmaður í sögu deildarinnar til að skora yfir 35 stig að meðaltali í úrslitum ásamt því að taka yfir 10 fráköst og gefa yfir 5 stoðsendingar. Hinn leikmaðurinn er LeBron James en hann náði því með Cleveland Cavaliers árið 2015. Giannis Antetokounmpo averaged 35.2 PPG, 13.2 RPG and 5.0 APG in the Finals.He is the second player in NBA history to average 35+ points, 10+ rebounds and 5+ assists in a Finals series, joining LeBron James (35.8 PPG, 13.3 RPG, 8.8 APG) in 2015. pic.twitter.com/dCwzAQt4yW— NBA.com/Stats (@nbastats) July 21, 2021 Ef það var ekki nóg þá eru Giannis og Shaquille O’Neal einu tveir leikmennirnir sem hafa skorað yfir 40 stig og tekið 10 fráköst eða meira í þremur leikjum í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Shaq náði því með Los Angeles Lakers árið 2000. Giannis Antetokounmpo is the 2nd player in NBA history to record 3 games of 40+ points and 10+ rebounds in the an NBA Finals series, joining Shaquille O Neal in 2000. pic.twitter.com/qafWVbCBu0— NBA History (@NBAHistory) July 21, 2021 Það sem gerir þessa tölfræði enn magnaðri er að fyrir einvígið var alls óvíst hvort Giannis gæti tekið þátt í því þar sem hann var tæpur eftir að meiðast á hné gegn Atlanta Hawks í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikurinn í nótt var hinn fullkomni endir á svo gott sem fullkomnu tímabili fyrir Giannis sem varð einnig aðeins þriðji leikmaður í sögu deildarinnar til að valinn verðmætasti leikmaður deildarkeppninnar, verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins og varnarmaður ársins. Giannis Antetokounmpo joins Michael Jordan and Hakeem Olajuwon as the only players NBA history to win a regular season MVP Award, a Finals MVP Award and a Defensive Player of the Year Award. pic.twitter.com/Ks1Uhf9EA8— NBA History (@NBAHistory) July 21, 2021 Michael Jordan og Hakeem Olajuwon náðu einnig þeim áfanga á ferli sínum. Hér að neðan má svo sjá ótrúlega frammistöðu Giannis í síðari hálfleik leiksins í nótt þar sem hann var einfaldlega óstöðvandi. Það skipti engu máli þó Suns hefðu verið yfir í hálfleik, hann skoraði 33 af 50 stigum sínum í síðari hálfleik og tryggði Bucks fyrsta titilinn í hálfa öld. Gríska undrið kom, sá og sigraði. Giannis EXPLODES for 33 of his 50 points in the 2nd half of Game 6, fueling the @Bucks Taco Bell Comeback en route to their first NBA Championship in 50 years!50 PTS14 REB5 BLK17-19 FTM pic.twitter.com/qDbk0nHWeb— NBA (@NBA) July 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Sjá meira
Frammistöður hans í einvígi Bucks og Phoenix Suns hafa verið með þeim bestu í sögunni. Tölfræðin talar sínu máli. Eftir að hafa lent 0-2 undir í úrslitaeinvíginu þá fullkomnu Bucks endurkomuna í nótt og unnu seríuna 4-2. Félagið er því orðið meistari í aðeins annað sinn í sögu þess en 50 ár eru frá síðasta meistaratitli. Hinn 26 ára gamli Giannis lagði grunninn að sigrinum í nótt sem og einvíginu með frábærum frammistöðum. Engin þó betri en í nótt þar sem hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og hindraði fimm skot. Þá skoraði hann úr 17 af 19 vítaskotum sínum. Gríska undrið skoraði að meðaltali 35,2 stig í einvíginu gegn Suns ásamt því að taka 13,2 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Hann er aðeins annar leikmaður í sögu deildarinnar til að skora yfir 35 stig að meðaltali í úrslitum ásamt því að taka yfir 10 fráköst og gefa yfir 5 stoðsendingar. Hinn leikmaðurinn er LeBron James en hann náði því með Cleveland Cavaliers árið 2015. Giannis Antetokounmpo averaged 35.2 PPG, 13.2 RPG and 5.0 APG in the Finals.He is the second player in NBA history to average 35+ points, 10+ rebounds and 5+ assists in a Finals series, joining LeBron James (35.8 PPG, 13.3 RPG, 8.8 APG) in 2015. pic.twitter.com/dCwzAQt4yW— NBA.com/Stats (@nbastats) July 21, 2021 Ef það var ekki nóg þá eru Giannis og Shaquille O’Neal einu tveir leikmennirnir sem hafa skorað yfir 40 stig og tekið 10 fráköst eða meira í þremur leikjum í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Shaq náði því með Los Angeles Lakers árið 2000. Giannis Antetokounmpo is the 2nd player in NBA history to record 3 games of 40+ points and 10+ rebounds in the an NBA Finals series, joining Shaquille O Neal in 2000. pic.twitter.com/qafWVbCBu0— NBA History (@NBAHistory) July 21, 2021 Það sem gerir þessa tölfræði enn magnaðri er að fyrir einvígið var alls óvíst hvort Giannis gæti tekið þátt í því þar sem hann var tæpur eftir að meiðast á hné gegn Atlanta Hawks í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikurinn í nótt var hinn fullkomni endir á svo gott sem fullkomnu tímabili fyrir Giannis sem varð einnig aðeins þriðji leikmaður í sögu deildarinnar til að valinn verðmætasti leikmaður deildarkeppninnar, verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins og varnarmaður ársins. Giannis Antetokounmpo joins Michael Jordan and Hakeem Olajuwon as the only players NBA history to win a regular season MVP Award, a Finals MVP Award and a Defensive Player of the Year Award. pic.twitter.com/Ks1Uhf9EA8— NBA History (@NBAHistory) July 21, 2021 Michael Jordan og Hakeem Olajuwon náðu einnig þeim áfanga á ferli sínum. Hér að neðan má svo sjá ótrúlega frammistöðu Giannis í síðari hálfleik leiksins í nótt þar sem hann var einfaldlega óstöðvandi. Það skipti engu máli þó Suns hefðu verið yfir í hálfleik, hann skoraði 33 af 50 stigum sínum í síðari hálfleik og tryggði Bucks fyrsta titilinn í hálfa öld. Gríska undrið kom, sá og sigraði. Giannis EXPLODES for 33 of his 50 points in the 2nd half of Game 6, fueling the @Bucks Taco Bell Comeback en route to their first NBA Championship in 50 years!50 PTS14 REB5 BLK17-19 FTM pic.twitter.com/qDbk0nHWeb— NBA (@NBA) July 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti