Jóhann Helgi var á meðal markaskorara þegar Þór vann Gróttu 4-2 á föstudagskvöld en ekki var síðri ástæða til fagnaðarláta degi síðar þar sem hann gekk í það heilaga ásamt unnustu sinni Elínu Dóru Birgisdóttur á Grund í Eyjafirði í gær.
Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður á RÚV, deildi mynd af Jóhanni við athöfnina í gær þar sem hann sést í vel pússuðum skjannahvítum skrúfutakkaskóm.
Jóhann Helgi reimaði á sig skrúfutakkana í hádeginu i gær. Setti eitt á móti Gróttu og setti svo þrennu í Akureyrarkirkju i dag pic.twitter.com/gGIGZZZFK9
— Óðinn Svan Óðinsson (@OdinnSvan) July 24, 2021
Þórsarar hafa verið á fínu skriði í Lengjudeildinni að undanförnu og ekki tapað í síðustu sjö leikjum sínum. Áhugavert verður að sjá hvort Jóhann reimi hvítu skónna á sig á vellinum í sumar, eða hvort þeir séu einungis nýttir til hátíðarbrigða.