Veiran úti um allt samfélag, allt land og í öllum aldurshópum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 12:25 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að í þessari fjórðu bylgju faraldurins smiti hver og einn fleiri út frá sér en áður. Smit sé nú komið um allt land og finnst í öllum aldurshópum. 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Smitaðir í nánast öllum póstnúmerum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. „Við höfum áður séð hópsýkingar, ekki kannski svona stórar, sem við höfum náð utan um með sóttkvínni en nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar úti í samfélaginu og úti um allt land og við höfum ekki áður séð það með þessu hætti í faraldrinum þannig það eitt og sér er auðvitað hluti af þessum áhyggjum sem við höfum í þessu.“ Rætt var við Víði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Víðir segir smitrakningu ganga misjafnlega. „Síðan eru bara endalaust að detta upp einn og einn sem veit ekkert hvar hann hefur smitast eða gengið illa að rekja saman.“ Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. „Okkur sýnist það bara á þessum gögnum sem við erum að vinna með að það sem vísindamenn hafa verið að segja að þetta afbrigði veirunnar sé meira smitandi. Við erum klárlega að sjá það í þessum hópum. Okkur finnst fleiri að smita í hópunum en við höfum séð í bylgjunum áður þannig það styður við þessar kenningar um þessa miklu smitgetu á þessari útgáfu.“ Er þá hver og einn að smita fleiri en áður? „Já okkur sýnist það.“ Finnur fyrir samstöðu í samfélaginu Hann segist finna fyrir meiri samstöðu í samfélaginu nú en fyrir nokkrum dögum. „Það voru mjög skiptar skoðanir á því hvort það ætti að grípa til aðgerða og menn hafa komist að þessari niðurstöðu. Mér finnst fólk almennt vera sátt með það eins og hægt er og ætla auðvitað bara að taka þátt í þessu og sjá hvað tíminn leiðir í ljós næstu vikurnar og treysta á það að á sama tími verði unnið að framtíðarhugsun í þessu.“ Þá minnir hann á einstaklingsbundnar sýkingavarnir. „Við verðum að setja undir okkur hausinn. Þetta er enn ein brekkan. Þetta er eins og að labba upp á fjall. Manni finnst maður alltaf vera að sjá toppinn og svo þegar maður kemur upp næstu brekku þá er bara önnur fram undan og það er akkúrat það sem við erum að gera núna. En við ætlum ekkert að hætta við. Við ætlum að halda áfram og vinna í þessu. Núna er törn sem við þurfum að takast á við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24. júlí 2021 20:00 Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Sjá meira
Smitaðir í nánast öllum póstnúmerum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. „Við höfum áður séð hópsýkingar, ekki kannski svona stórar, sem við höfum náð utan um með sóttkvínni en nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar úti í samfélaginu og úti um allt land og við höfum ekki áður séð það með þessu hætti í faraldrinum þannig það eitt og sér er auðvitað hluti af þessum áhyggjum sem við höfum í þessu.“ Rætt var við Víði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Víðir segir smitrakningu ganga misjafnlega. „Síðan eru bara endalaust að detta upp einn og einn sem veit ekkert hvar hann hefur smitast eða gengið illa að rekja saman.“ Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. „Okkur sýnist það bara á þessum gögnum sem við erum að vinna með að það sem vísindamenn hafa verið að segja að þetta afbrigði veirunnar sé meira smitandi. Við erum klárlega að sjá það í þessum hópum. Okkur finnst fleiri að smita í hópunum en við höfum séð í bylgjunum áður þannig það styður við þessar kenningar um þessa miklu smitgetu á þessari útgáfu.“ Er þá hver og einn að smita fleiri en áður? „Já okkur sýnist það.“ Finnur fyrir samstöðu í samfélaginu Hann segist finna fyrir meiri samstöðu í samfélaginu nú en fyrir nokkrum dögum. „Það voru mjög skiptar skoðanir á því hvort það ætti að grípa til aðgerða og menn hafa komist að þessari niðurstöðu. Mér finnst fólk almennt vera sátt með það eins og hægt er og ætla auðvitað bara að taka þátt í þessu og sjá hvað tíminn leiðir í ljós næstu vikurnar og treysta á það að á sama tími verði unnið að framtíðarhugsun í þessu.“ Þá minnir hann á einstaklingsbundnar sýkingavarnir. „Við verðum að setja undir okkur hausinn. Þetta er enn ein brekkan. Þetta er eins og að labba upp á fjall. Manni finnst maður alltaf vera að sjá toppinn og svo þegar maður kemur upp næstu brekku þá er bara önnur fram undan og það er akkúrat það sem við erum að gera núna. En við ætlum ekkert að hætta við. Við ætlum að halda áfram og vinna í þessu. Núna er törn sem við þurfum að takast á við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24. júlí 2021 20:00 Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Sjá meira
Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24. júlí 2021 20:00
Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30