Segir mun meiri vörn felast í tveggja metra fjarlægðarreglunni en eins metra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 18:31 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er kominn aftur til starfa eftir smá frí. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mun meiri vörn felast í tveggja metra fjarlægðarreglunni en eins metra. Hann hefur áhyggjur af því hve illa gengur að hemja smitin sem nú séu komin út um allt land og finnast í öllum aldurshópum. 88 greindust smitaðir innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. Illa gengur að ná utan um smitin. „Nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar í samfélaginu og um allt land og við höfum ekki séð það áður með þessum hætti í faraldrinum þannig það eitt og séð er hluti af þessum áhyggjum sem við höfum.“ Smit í öllum aldurshópum Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. Sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Að hámarki tvö hundruð mega koma saman, eins metra fjarlægðarregla er í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægð. Sóttvarnalæknir lagði til tveggja metra fjarlægðarreglu í sumum tilvikum í minnisblaði sem hann sendi heilbrigðisráðherra en ríkisstjórnin ákvað að fjarlægð yrði bundin við einn metra. Víðir segir að tölfræði sýni mun á hömlun smita þegar fjarlægðartakmörk eru bundin við tvo metra en einn. Meiri vörn í tveimur metrum Nú hefur bæði verið eins metra og tveggja metra regla í gildi hér á landi. Er munur á þessum reglum með tilliti til árangurs og hömlunar smita? „Já tölfræði sem menn voru að taka saman í fyrrsa sumar þegar við vorum með eins metra regluna að þá töldu menn sjá mun á því að smitum hefði fjölgað við það og svo dregið úr þeim við tveggja metra regluna.“ „Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á þessu og það er töluvert meiri vörn í tveimur metrum en einum. Man ekki tölfræðina á milli en þetta hefur verið rannsakað og það er töluvert meiri vörn með þessum auka metra.“ Sárvantar starfsfólk Yfir 130 manns eru í einangrun í farsóttarhúsum Rauða krossins. Staðan þar er mjög þung að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns, en farsóttarhúsin tvö eru orðin full og unnið að því að opna það þriðja í kvöld. Það strandar þó meðal annars á því að það sárvantar starfsfólk. Gylfi segir að smitaðir séu í biðstöðu heima hjá sér á meðan unnið er úr málum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
88 greindust smitaðir innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. Illa gengur að ná utan um smitin. „Nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar í samfélaginu og um allt land og við höfum ekki séð það áður með þessum hætti í faraldrinum þannig það eitt og séð er hluti af þessum áhyggjum sem við höfum.“ Smit í öllum aldurshópum Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. Sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Að hámarki tvö hundruð mega koma saman, eins metra fjarlægðarregla er í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægð. Sóttvarnalæknir lagði til tveggja metra fjarlægðarreglu í sumum tilvikum í minnisblaði sem hann sendi heilbrigðisráðherra en ríkisstjórnin ákvað að fjarlægð yrði bundin við einn metra. Víðir segir að tölfræði sýni mun á hömlun smita þegar fjarlægðartakmörk eru bundin við tvo metra en einn. Meiri vörn í tveimur metrum Nú hefur bæði verið eins metra og tveggja metra regla í gildi hér á landi. Er munur á þessum reglum með tilliti til árangurs og hömlunar smita? „Já tölfræði sem menn voru að taka saman í fyrrsa sumar þegar við vorum með eins metra regluna að þá töldu menn sjá mun á því að smitum hefði fjölgað við það og svo dregið úr þeim við tveggja metra regluna.“ „Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á þessu og það er töluvert meiri vörn í tveimur metrum en einum. Man ekki tölfræðina á milli en þetta hefur verið rannsakað og það er töluvert meiri vörn með þessum auka metra.“ Sárvantar starfsfólk Yfir 130 manns eru í einangrun í farsóttarhúsum Rauða krossins. Staðan þar er mjög þung að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns, en farsóttarhúsin tvö eru orðin full og unnið að því að opna það þriðja í kvöld. Það strandar þó meðal annars á því að það sárvantar starfsfólk. Gylfi segir að smitaðir séu í biðstöðu heima hjá sér á meðan unnið er úr málum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira