Fimm dögum fyrir greiningu hafði fólkið verið sett í sóttkví í kjölfar smitrakningar, og þurftu því engir að fara í sóttkví eftir að fólkið greindist og engin þörf á smitrakningu, þar sem fyrir liggur hvernig smitið barst inn í íbúðakjarnann.
Báðir íbúarnir sem nú hafa greinst með smit eru bólusettir og segir Súsanna að þeir finni fyrir litlum einkennum að svo stöddu. Vel sé fylgst með ástandi þeirra, bæði á Hlíf og frá Covid-19 göngudeildinni á Landspítalanum.
Enginn annar íbúi á Hlíf er í sóttkví.