Naomi Osaka óvænt úr leik í tenniskeppni kvenna á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 07:31 Naomi Osaka komst ekki í átta manna úrslitin á Ólympíuleikunum. AP/Seth Wenig Naomi Osaka, ein af andlitum Ólympíuleikanna í Tókýó og sú sem kveikti Ólympíueldinn á setningarhátíðinni, er óvænt úr leik í tenniskeppni leikanna. Osaka vann tvo fyrstu leiki sína á leikunum en féll úr keppni í nótt eftir tap á móti hinni tékknesku Marketu Vondrousova í tveimur settum, 6-1 og 6-4. Breaking News: Naomi Osaka is out of the #Tokyo2020 Olympics.The Japanese tennis superstar lost the third round of the women s singles tennis tournament to Marketa Vondrousova of the Czech Republic. https://t.co/Y2CUloN3h4— The New York Times (@nytimes) July 27, 2021 Osaka var númer tvö á styrkleikalista leikanna en hún er fædd í Japan en ólst upp í Bandaríkjunum. Vondrousova kom aftur á móti inn í mótið í sæti númer 42 á styrkleikalistanum. Osaka var að koma til baka eftir að hafa tekið sér tveggja mánaða frí til að huga að andlegri heilsu sinni. Hún hefur unnið fjóra risatitla á ferlinum eða einn á hverju ári frá og með sigri sínum á Opna bandaríska mótinu 2018. Wow.#42 Marketa Vondrousova shocks #2 Naomi Osaka 6-1, 6-4 in 67 minutes to reach the QFs in #Tokyo2020.Awaits Badosa or Podoroska in a now very open section of the draw.[getty] pic.twitter.com/uxrvGr8Nfi— José Morgado (@josemorgado) July 27, 2021 Osaka byrjaði þetta ár með því að vinna opna ástralska mótið en hætti svo keppni í 2. umferð opna franska meistaramótsins og sleppti svo Wimbledon mótinu. Þrjár efstu á styrkleikalista mótsins hafa nú dottið úr keppni. Sú efsta, Ashleigh Barty, datt út í fyrstu umferð, og sú þriðja, Aryna Sabalenka, datt út í annarri umferð. Hin 22 ára gamla Vondrousova er sú fyrsta til að tryggja sér sæti í átta manna úrslitunum. Hún hefur ekki unnið risatitil en komst í úrslitaleikinn á opna franska meistaramótinu árið 2019. Tennis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira
Osaka vann tvo fyrstu leiki sína á leikunum en féll úr keppni í nótt eftir tap á móti hinni tékknesku Marketu Vondrousova í tveimur settum, 6-1 og 6-4. Breaking News: Naomi Osaka is out of the #Tokyo2020 Olympics.The Japanese tennis superstar lost the third round of the women s singles tennis tournament to Marketa Vondrousova of the Czech Republic. https://t.co/Y2CUloN3h4— The New York Times (@nytimes) July 27, 2021 Osaka var númer tvö á styrkleikalista leikanna en hún er fædd í Japan en ólst upp í Bandaríkjunum. Vondrousova kom aftur á móti inn í mótið í sæti númer 42 á styrkleikalistanum. Osaka var að koma til baka eftir að hafa tekið sér tveggja mánaða frí til að huga að andlegri heilsu sinni. Hún hefur unnið fjóra risatitla á ferlinum eða einn á hverju ári frá og með sigri sínum á Opna bandaríska mótinu 2018. Wow.#42 Marketa Vondrousova shocks #2 Naomi Osaka 6-1, 6-4 in 67 minutes to reach the QFs in #Tokyo2020.Awaits Badosa or Podoroska in a now very open section of the draw.[getty] pic.twitter.com/uxrvGr8Nfi— José Morgado (@josemorgado) July 27, 2021 Osaka byrjaði þetta ár með því að vinna opna ástralska mótið en hætti svo keppni í 2. umferð opna franska meistaramótsins og sleppti svo Wimbledon mótinu. Þrjár efstu á styrkleikalista mótsins hafa nú dottið úr keppni. Sú efsta, Ashleigh Barty, datt út í fyrstu umferð, og sú þriðja, Aryna Sabalenka, datt út í annarri umferð. Hin 22 ára gamla Vondrousova er sú fyrsta til að tryggja sér sæti í átta manna úrslitunum. Hún hefur ekki unnið risatitil en komst í úrslitaleikinn á opna franska meistaramótinu árið 2019.
Tennis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða