KR-liðið gerði um leið næsta leik enn áhugaverðari en þar mæta þeir toppliði Vals og gætu þar minnkað forskot Íslandsmeistaranna í tvö stig með sigri.
Þetta var í fyrsta sinn í deildinni í sumar þar sem Vesturbæjarliðið skorar fjögur mörk en KR liðið er að komast í gang og hefur nú náð í tíu stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum.
Fjórir leikmenn KR liðsins komust á blað í gær en mörk liðsins skoruðu þeir Atli Sigurjónsson, Óskar Örn Hauksson, Kristján Flóki Finnbogason og Ægir Jarl Jónasson.
Mark Atla var einstaklega fallegt en það má sjá öll mörkin fjögur í myndbandinu hér fyrir neðan.