Ófrískar konur kallaðar í bólusetningu vegna ástandsins Snorri Másson skrifar 27. júlí 2021 09:53 Bólusetningarnar fara að þessu sinni ekki fram í Laugardalshöll, heldur á Suðurlandsbraut 34, þar sem skimanir hafa staðið yfir undanfarið. Vísir/Sigurjón Ófrískum konum verður boðin bólusetning við Covid-19 á fimmtudaginn. Framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni segir að ástand faraldursins kalli á þessa ráðstöfun og hvetur konur til að þiggja bólusetninguna. Ófrískar konur sem komnar eru lengra en 12 vikur á leið geta mætt á Suðurlandsbraut 34 á fimmtudaginn og þegið bólusetningu við veirunni. Verður þeim boðið bóluefni Pfizer. Raðað er inn á daginn eftir fæðingarmánuðum kvennanna. Konur fæddar í janúar og febrúar geta mætt á milli 9 og 10, í mars og apríl á milli 10 og 11, og þannig koll af kolli. Þetta verður skýrt nánar á vef Heilsugæslunnar í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta hafi verið ákveðið eftir því sem stjórnvöld gerðu sér grein fyrir að smituðum fjölgaði svona ört. „Það er eins og alltaf að maður metur áhættu af einhverju inngripi, hér bólusetningu, á móti gagnseminni. Nú þegar svona mikið smit er í samfélaginu eru bara aðrar forsendur heldur en fyrr á árinu þegar það var mjög lítið smit í samfélaginu. Þetta er í samræmi við það sem Evrópuþjóðir eru að gera. Þetta er unnið af okkar færustu sérfræðingum, kvensjúkdómalæknum og sóttvarnalækni,“ segir Sigríður. Víða í Evrópu hefur ófrískum konum þegar verið boðin bólusetning, en hér á landi var það framan af varúðarráðstöfun að sleppa þessu inngripi í heilsu ófrískra kvenna, eins og gert er með fjölda annarra læknisráða. Nú hvetur heilsugæslan konurnar til að þiggja bólusetninguna. „Eftir tólf vikna meðgöngu þá gerum við það. Það er bara þannig ástand í samfélaginu að það er full ástæða til. Þetta var meira almenn varúðarráðstöfun sem almennt gildir um lyfjagjöf á meðgöngu en núna er ástæða til að endurskoða það,“ segir Sigríður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Ófrískar konur sem komnar eru lengra en 12 vikur á leið geta mætt á Suðurlandsbraut 34 á fimmtudaginn og þegið bólusetningu við veirunni. Verður þeim boðið bóluefni Pfizer. Raðað er inn á daginn eftir fæðingarmánuðum kvennanna. Konur fæddar í janúar og febrúar geta mætt á milli 9 og 10, í mars og apríl á milli 10 og 11, og þannig koll af kolli. Þetta verður skýrt nánar á vef Heilsugæslunnar í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta hafi verið ákveðið eftir því sem stjórnvöld gerðu sér grein fyrir að smituðum fjölgaði svona ört. „Það er eins og alltaf að maður metur áhættu af einhverju inngripi, hér bólusetningu, á móti gagnseminni. Nú þegar svona mikið smit er í samfélaginu eru bara aðrar forsendur heldur en fyrr á árinu þegar það var mjög lítið smit í samfélaginu. Þetta er í samræmi við það sem Evrópuþjóðir eru að gera. Þetta er unnið af okkar færustu sérfræðingum, kvensjúkdómalæknum og sóttvarnalækni,“ segir Sigríður. Víða í Evrópu hefur ófrískum konum þegar verið boðin bólusetning, en hér á landi var það framan af varúðarráðstöfun að sleppa þessu inngripi í heilsu ófrískra kvenna, eins og gert er með fjölda annarra læknisráða. Nú hvetur heilsugæslan konurnar til að þiggja bólusetninguna. „Eftir tólf vikna meðgöngu þá gerum við það. Það er bara þannig ástand í samfélaginu að það er full ástæða til. Þetta var meira almenn varúðarráðstöfun sem almennt gildir um lyfjagjöf á meðgöngu en núna er ástæða til að endurskoða það,“ segir Sigríður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00