Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júlí 2021 11:12 Bólusetningar með þriðja skammti hefjast á sunnudaginn í Ísrael. getty/Amir Levy Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. Þeir sem fá þriðja skammtinn verða að vera orðnir sextíu ára gamlir og hafa fengið aðra sprautu bóluefnisins fyrir að minnsta kosti fimm mánuðum síðan. Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, tilkynnti þessi áform í gær. Isaac Herzog, forseti Ísrael, sem er akkúrat sextíu ára gamall, verður fyrstur til að fá þriðja skammtinn en hann verður sprautaður með honum í dag. Isaac Herzog er forseti Ísraels. Hann fær fyrstur manna þriðja skammt af Pfizer-bóluefninu. Veitir góða vörn gegn veikindum en minni gegn smiti Það er enn ekki ljóst hvort elstu aldurshóparnir þurfi þennan þriðja skammt bóluefnisins til að fá sem besta vörn gegn veirunni. Nægar rannsóknir liggja ekki fyrir á því að svo stöddu að mati margra og er deilt um þetta atriði í fræðasamfélaginu, að því er segir í frétt The New York Times. Það er þó vitað að bóluefnið nær minnstri virkni meðal elstu aldurshópanna. Flestar rannsóknir benda samt til að virkni Pfizer-bóluefnisins sé nokkuð mikil og að vörn sem hljótist af því endist í góðan tíma. Því eiga menn erfitt með að átta sig á nýjustu gögnum frá Ísrael, sem sýna svo mikla útbreiðslu delta-afbrigðisins meðal bólusettra. Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael segja að ljóst sé að Pfizer-bóluefnið veiti enn rúmlega 90 prósent vörn gegn alvarlegum veikindum. Allt bendi þó til þess að efnið veiti sífellt minni vörn gegn smiti eftir því sem líður frá bólusetningunni. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Þeir sem fá þriðja skammtinn verða að vera orðnir sextíu ára gamlir og hafa fengið aðra sprautu bóluefnisins fyrir að minnsta kosti fimm mánuðum síðan. Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, tilkynnti þessi áform í gær. Isaac Herzog, forseti Ísrael, sem er akkúrat sextíu ára gamall, verður fyrstur til að fá þriðja skammtinn en hann verður sprautaður með honum í dag. Isaac Herzog er forseti Ísraels. Hann fær fyrstur manna þriðja skammt af Pfizer-bóluefninu. Veitir góða vörn gegn veikindum en minni gegn smiti Það er enn ekki ljóst hvort elstu aldurshóparnir þurfi þennan þriðja skammt bóluefnisins til að fá sem besta vörn gegn veirunni. Nægar rannsóknir liggja ekki fyrir á því að svo stöddu að mati margra og er deilt um þetta atriði í fræðasamfélaginu, að því er segir í frétt The New York Times. Það er þó vitað að bóluefnið nær minnstri virkni meðal elstu aldurshópanna. Flestar rannsóknir benda samt til að virkni Pfizer-bóluefnisins sé nokkuð mikil og að vörn sem hljótist af því endist í góðan tíma. Því eiga menn erfitt með að átta sig á nýjustu gögnum frá Ísrael, sem sýna svo mikla útbreiðslu delta-afbrigðisins meðal bólusettra. Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael segja að ljóst sé að Pfizer-bóluefnið veiti enn rúmlega 90 prósent vörn gegn alvarlegum veikindum. Allt bendi þó til þess að efnið veiti sífellt minni vörn gegn smiti eftir því sem líður frá bólusetningunni.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45