Endurreisum Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins! Tómas Ellert Tómasson skrifar 1. ágúst 2021 07:01 Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins (Rb) stofnuð 1965, var formlega tekin af lífi þann 1. júlí síðastliðinn. Til verksins var fenginn ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Félagsmálaráðuneytið undir stjórn barnamálaráðherra sá um jarðsetninguna. Rb eins og stofnunin var kölluð í daglegu tali átti sér nokkuð langa og merkilega sögu. Hún varð til í kjölfar setningu laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, nr. 64/1965. Samkvæmt þeim lögum var kveðið á um að verkefni Rb ættu að vera: „kynning á niðurstöðum rannsókna og veiting upplýsinga um byggingafræðileg efni“. Auk þess voru á verkefnaskrá Rb, húsnæðis- og byggingamál, vegagerð, steypurannsóknir, jarðvegsathuganir, útgáfa og kennsla. Frá upphafi lagði stofnunin mikla áherslu á útgáfu sérfræðirita og leiðbeiningablaða fyrir byggingariðnaðinn. Þau rit byggðu oftar en ekki á niðurstöðum langtímaverkefna sem unnin voru á vegum stofnunarinnar eða í samstarfi við aðrar ríkisstofnanir eins og Vegagerðina. Steinsteypu-rannsóknirnar sem dæmi og þróun á gerð steinsteypu sem stofnunin vann að á líftíma sínum eru hvorki meira né minna en heimsfrægar á sviði byggingarverkfræðinnar. Í sérfræðiritunum var einnig ítarlega fjallað um ýmis málefni byggingariðnaðarins auk þess sem stofnunin gaf út verklýsingar og byggingavísitölur í samstarfi við Hagstofuna. Útgáfu sérfræðiritanna lauk að mestu árið 2007 er dauðastríð Rb hófst, með innlimun stofnunarinnar í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Dauðastríðinu er nú lokið. Upprisu og endurreisnar Rb er krafist. Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Nýsköpun Byggingariðnaður Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins (Rb) stofnuð 1965, var formlega tekin af lífi þann 1. júlí síðastliðinn. Til verksins var fenginn ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Félagsmálaráðuneytið undir stjórn barnamálaráðherra sá um jarðsetninguna. Rb eins og stofnunin var kölluð í daglegu tali átti sér nokkuð langa og merkilega sögu. Hún varð til í kjölfar setningu laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, nr. 64/1965. Samkvæmt þeim lögum var kveðið á um að verkefni Rb ættu að vera: „kynning á niðurstöðum rannsókna og veiting upplýsinga um byggingafræðileg efni“. Auk þess voru á verkefnaskrá Rb, húsnæðis- og byggingamál, vegagerð, steypurannsóknir, jarðvegsathuganir, útgáfa og kennsla. Frá upphafi lagði stofnunin mikla áherslu á útgáfu sérfræðirita og leiðbeiningablaða fyrir byggingariðnaðinn. Þau rit byggðu oftar en ekki á niðurstöðum langtímaverkefna sem unnin voru á vegum stofnunarinnar eða í samstarfi við aðrar ríkisstofnanir eins og Vegagerðina. Steinsteypu-rannsóknirnar sem dæmi og þróun á gerð steinsteypu sem stofnunin vann að á líftíma sínum eru hvorki meira né minna en heimsfrægar á sviði byggingarverkfræðinnar. Í sérfræðiritunum var einnig ítarlega fjallað um ýmis málefni byggingariðnaðarins auk þess sem stofnunin gaf út verklýsingar og byggingavísitölur í samstarfi við Hagstofuna. Útgáfu sérfræðiritanna lauk að mestu árið 2007 er dauðastríð Rb hófst, með innlimun stofnunarinnar í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Dauðastríðinu er nú lokið. Upprisu og endurreisnar Rb er krafist. Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar