Eina mark leiksins var skorað á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar portúgalski miðjumaðurinn Xeka skoraði.
Skærustu stjörnur PSG, Neymar og Kylian Mbappe, voru fjarri góðu gamni í kvöld en franska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi.
Lille lift the Trophee des Champions for the first time in club history pic.twitter.com/WKQmxX119k
— B/R Football (@brfootball) August 1, 2021
PSG varð Frakklandsmeistari þrjú ár í röð áður en Lille vann deildina óvænt á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir það mætir Lille til leiks í ár með nýjan þjálfara þar sem Christophe Galtier sagði starfi sínu lausu skömmu eftir að hafa stýrt liðinu til franska meistaratitilsins í vor.