Átta hundruð nýjar íbúðir byggðar í Vogunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2021 13:08 Um 1300 manns búa í Vogunum í dag en þar hefur verið mikið byggt síðustu ár og verður mikið byggt næstu ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil uppbygging á sér nú stað í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjunum því þar eru að hefjast framkvæmdir við byggingu á átta hundruð nýjum íbúðum. Íbúar sveitarfélagsins í dag eru um þrettán hundruð. Sveitarfélagið Vogar er eitt af þeim sveitarfélögum þar sem mikið er að gerast í fjölbreyttum framkvæmdum samhliða auknum íbúafjölda. Stærsta verkefnið núna er formlega hafið en það er bygging nýs íbúðahverfi á svokölluð Grænuborgarsvæði í samvinnu við einkaaðila. Þar á að byggja 800 nýjar íbúðir á næstu 10 árum. Ásgeir Eiríksson er bæjarstjóri í Vogunum. „Þetta er mikil framkvæmd í ekki stærra sveitarfélagi. Það er ágætt að setja þetta í samhengi við fjölda íbúða, sem eru hér fyrir í sveitarfélaginu, þær eru tæplega 500, svona 470 og það að fá 800 íbúðir í viðbót á 10 árum er ríflega tvöföldun“, segir Ásgeir. Hvernig viðtökur eru þið að fá við þessu nýja hverfi? „Mér sýnist þær vera mjög góðar. Fólk er að átta sig á því að við erum það vel staðsett hér, gagnvart bæði höfuðborgarsvæðinu og alþjóðaflugvellinum, svona mitt á milli, jafn langt í báðar áttir og það eru margir, sem sjá sér hag í því.“ Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er bjartsýnn á framtíð sveitarfélagsins og byggingu nýja hverfisins í Vogunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgeir segir nýja byggingarlandið mjög fallegt, það halli út á sjó með stórkostlegu útsýni út á Faxaflóa, norður á Snæfellsnes og á björtum og fallegum dögum sjáist Snæfellsjökul. En hvaða fólk heldur Ásgeir að muni flytja í nýja Grænuborgarhverfið? „Það er ekki gott að segja, það er auðvitað held ég bara þverskurður af samfélaginu, sem skoðar þennan valkost hjá okkur. Sveitarfélagið sjálft er nýbúið að standa að uppbyggingu á svokölluðu miðbæjarsvæði þar sem sveitarfélagið réðst í gatnagerð og úthlutaði lóðum. Það er langt komið það hverfi og þar sjáum við einmitt mjög mikinn fjölbreytileika í samsetningu íbúana.“ Þannig að þú ert bara bjartsýnn og kátur? „Já, ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og Vogarnir og sveitarfélagið allt á mikla og bjarta framtíð fyrir sér þannig að ég sé ekki annað en að við séum í góðum málum,“ segir Ásgeir. Nú þegar eru fyrstu húsin risin í nýja Grænuborgarhverfinu þar sem 800 íbúðir verða byggð á næstu 10 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vogar Húsnæðismál Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Sveitarfélagið Vogar er eitt af þeim sveitarfélögum þar sem mikið er að gerast í fjölbreyttum framkvæmdum samhliða auknum íbúafjölda. Stærsta verkefnið núna er formlega hafið en það er bygging nýs íbúðahverfi á svokölluð Grænuborgarsvæði í samvinnu við einkaaðila. Þar á að byggja 800 nýjar íbúðir á næstu 10 árum. Ásgeir Eiríksson er bæjarstjóri í Vogunum. „Þetta er mikil framkvæmd í ekki stærra sveitarfélagi. Það er ágætt að setja þetta í samhengi við fjölda íbúða, sem eru hér fyrir í sveitarfélaginu, þær eru tæplega 500, svona 470 og það að fá 800 íbúðir í viðbót á 10 árum er ríflega tvöföldun“, segir Ásgeir. Hvernig viðtökur eru þið að fá við þessu nýja hverfi? „Mér sýnist þær vera mjög góðar. Fólk er að átta sig á því að við erum það vel staðsett hér, gagnvart bæði höfuðborgarsvæðinu og alþjóðaflugvellinum, svona mitt á milli, jafn langt í báðar áttir og það eru margir, sem sjá sér hag í því.“ Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er bjartsýnn á framtíð sveitarfélagsins og byggingu nýja hverfisins í Vogunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgeir segir nýja byggingarlandið mjög fallegt, það halli út á sjó með stórkostlegu útsýni út á Faxaflóa, norður á Snæfellsnes og á björtum og fallegum dögum sjáist Snæfellsjökul. En hvaða fólk heldur Ásgeir að muni flytja í nýja Grænuborgarhverfið? „Það er ekki gott að segja, það er auðvitað held ég bara þverskurður af samfélaginu, sem skoðar þennan valkost hjá okkur. Sveitarfélagið sjálft er nýbúið að standa að uppbyggingu á svokölluðu miðbæjarsvæði þar sem sveitarfélagið réðst í gatnagerð og úthlutaði lóðum. Það er langt komið það hverfi og þar sjáum við einmitt mjög mikinn fjölbreytileika í samsetningu íbúana.“ Þannig að þú ert bara bjartsýnn og kátur? „Já, ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og Vogarnir og sveitarfélagið allt á mikla og bjarta framtíð fyrir sér þannig að ég sé ekki annað en að við séum í góðum málum,“ segir Ásgeir. Nú þegar eru fyrstu húsin risin í nýja Grænuborgarhverfinu þar sem 800 íbúðir verða byggð á næstu 10 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vogar Húsnæðismál Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira