Hafa kallað inn fólk úr sumarfríum til að bregðast við fjölgun Covid-tengdra sjúkraflutninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 11:55 Slökkviliðið fór í fimmtíu Covid-tengda sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Búist er við að ekkert lát verði á þeim í vikunni eftir því sem fleiri smitast af veirunni. Vísir/Vilhelm Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í fimmtíu Covid-tengda sjúkraflutninga á síðasta sólarhring. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir fjölda flutninganna í takt við fjölgun smita en fólk hefur verið kallað inn úr sumarfríum til að bregðast við auknu álagi vegna veirunnar. Slökkviliðið fór alls í 138 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Af þeim voru fimmtíu tengdir Covid-19. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að það hafi sett strik í reikninginn að hópsmit hafi komið upp. „Það telur inn að það voru hópsmit sem komu inn á borðið hjá okkur sem þurfti að sinna,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir að flutningarnir felist bæði í því að flytja smitaða á farsóttarhús og smitaða af farsóttarhúsum og í eftirlit á Birkiborg. Það séu meginverkefnin hjá slökkviliðinu. Fjöldi flutninga komi hins vegar ekkert á óvart. Minnst 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru þar af 36 utan sóttkvíar. Fimmtán liggja inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19. Mæðir á starfsfólkinu Kemur þessi fjöldi covid-tengdra flutninga ykkur á óvart? „Nei, við vitum það orðið hvað það þýðir fyrir okkur, þannig að við erum búin að vera að reyna að undirbúa okkur fyrir vikuna. Við eigum von á því að þetta eigi eftir að halda áfram svona. Það verði áframhaldandi fjölgun á smitum í vikunni,“ segir Guðmundur. Mikið álag hafi verið á sjúkraflutningamönnum og þurft hafi að kalla inn fólk úr sumarfríum. „Það mæðir meira á okkar starfsfólki og við erum í miðjum sumarleyfum þannig að það eru færri hendur á dekki. Þannig að það þurfa allir að hlaupa hraðar hjá okkur,“ segir hann. „Við erum búin að bregðast við með því að kalla inn fólk úr fríum og erum með fleiri bíla hjá okkur til að mæta þessu.“ Vel gekk að slökkva eldinn Sjúkraflutningar voru ekki einir á dagskrá hjá slökkviliðinu síðasta sólarhring en slökkvibílar voru kallaðir út sex sinnum. Þar má helst nefna að eldur kom upp í risíbúð í Hafnarfirði en greiðlega tókst að slökkva eldinn. Einn var heima þegar eldurinn kom upp og náði hann að koma sér sjálfur út. Ekki liggur fyrir út frá hverju eldurinn kviknaði. „Við sendum inn reykkafara. Það var töluverður reykur í íbúðinni þegar þeir koma á staðinn. En það gekk vel að slökkva,“ segir Guðmundur. Tuttugu mínútum eftir að slökkvilið mætti á staðinn var það komið með góð tök á eldinum. Einhverjar skemmdir urðu á íbúðinni vegna reyksins. „Það þurfti bæði að reykræsta stigaganginn og íbúðina sjálfa.“ Slökkvilið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Slökkviliðið fór alls í 138 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Af þeim voru fimmtíu tengdir Covid-19. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að það hafi sett strik í reikninginn að hópsmit hafi komið upp. „Það telur inn að það voru hópsmit sem komu inn á borðið hjá okkur sem þurfti að sinna,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir að flutningarnir felist bæði í því að flytja smitaða á farsóttarhús og smitaða af farsóttarhúsum og í eftirlit á Birkiborg. Það séu meginverkefnin hjá slökkviliðinu. Fjöldi flutninga komi hins vegar ekkert á óvart. Minnst 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru þar af 36 utan sóttkvíar. Fimmtán liggja inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19. Mæðir á starfsfólkinu Kemur þessi fjöldi covid-tengdra flutninga ykkur á óvart? „Nei, við vitum það orðið hvað það þýðir fyrir okkur, þannig að við erum búin að vera að reyna að undirbúa okkur fyrir vikuna. Við eigum von á því að þetta eigi eftir að halda áfram svona. Það verði áframhaldandi fjölgun á smitum í vikunni,“ segir Guðmundur. Mikið álag hafi verið á sjúkraflutningamönnum og þurft hafi að kalla inn fólk úr sumarfríum. „Það mæðir meira á okkar starfsfólki og við erum í miðjum sumarleyfum þannig að það eru færri hendur á dekki. Þannig að það þurfa allir að hlaupa hraðar hjá okkur,“ segir hann. „Við erum búin að bregðast við með því að kalla inn fólk úr fríum og erum með fleiri bíla hjá okkur til að mæta þessu.“ Vel gekk að slökkva eldinn Sjúkraflutningar voru ekki einir á dagskrá hjá slökkviliðinu síðasta sólarhring en slökkvibílar voru kallaðir út sex sinnum. Þar má helst nefna að eldur kom upp í risíbúð í Hafnarfirði en greiðlega tókst að slökkva eldinn. Einn var heima þegar eldurinn kom upp og náði hann að koma sér sjálfur út. Ekki liggur fyrir út frá hverju eldurinn kviknaði. „Við sendum inn reykkafara. Það var töluverður reykur í íbúðinni þegar þeir koma á staðinn. En það gekk vel að slökkva,“ segir Guðmundur. Tuttugu mínútum eftir að slökkvilið mætti á staðinn var það komið með góð tök á eldinum. Einhverjar skemmdir urðu á íbúðinni vegna reyksins. „Það þurfti bæði að reykræsta stigaganginn og íbúðina sjálfa.“
Slökkvilið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira