Að rýna í tölur – vegna fréttar RÚV 2. ágúst Kristjana Ásbjörnsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 08:01 Í dag birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins um ný gögn frá bandarísku sóttvarnastofnuninni CDC þar sem sýnt fram á gagnsemi bólusetninga í baráttunni við Covid þar í landi. Það er mikilvægt að miðla ekki eingöngu neikvæðum fréttum af framvindu faraldursins, og ánægjulegt að Ríkisútvarpið greini frá góðum árangri baráttunnar annars staðar. Hins vegar er ekki vandað nógu vel til verka við vinnslu fréttarinnar, sem er unnin upp úr frétt CNN. Meðferð talna er verulega ábótavant, svo mjög að sannleikurinn skolast til. Strax í fyrstu setningu fréttarinnar segir „Meðal bólusettra Bandaríkjamanna, sem sýkst hafa af kórónuveirunni, hafa 99,999% hvorki þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda né látist úr veirunni.“ [feitletrun höfundar]. Þetta væri ansi merkileg tala ef sönn væri. Hið rétta er að þetta er hlutfall alls bólusetts Bandaríkjafólks, alls óháð því hvort það hefur sýkst eða ekki. Innskotið „sem sýkst hafa af kórónuveirunni“ gjörbreytir merkingu setningarinnar. Í næstu málsgrein segir „Bandaríska sóttvarnastofnunin hafði, þann 26. júlí, skráð hátt í 6.600 alvarleg veikindi af völdum COVID-19-sýkingar þar í landi. Þeirra á meðal voru 6.239 sjúkrahúsinnlagnir og 1.263 andlát.“ Þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem muna að í Bandaríkjunum hafa rúmlega 610 þúsund látist af völdum Covid. Enda kemur á daginn að um er að ræða fjölda alvarlegra veikra sem hafa verið skráð á meðal bólusettra í Bandaríkjunum síðan bólusetningar hófust – 6.600 alls. Þá segir í fréttinni „Með því að rýna í ofangreinda tölfræði og deila fjölda alvarlegra tilfella með fjölda bólusettra í Bandaríkjunum komst sóttvarnastofnun að eftirfarandi: aðeins 0,004% fullbólusettra fengu alvarleg einkenni og þurftu á sjúkrahúsinnlögn að halda. Þá var 0,001% þeirra sem létust af völdum kórónuveirunnar bólusett eða 99,999% óbólusett.“ Fyrri hluta málsgreinarinnar má lesa þannig, eins og satt er, að hingað til hafa aðeins 0,004% fullbólusettra í Bandaríkjunum veikst svo illa af covid að þau hafa þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda. En seinni hlutinn, þar sem fullyrt er að 0,001% dauðsfalla hafi verið á meðal bólusettra, er rangur. Til þess að þessi fullyrðing stæðist – 0,001% er 1 af hverjum 100.000 – þá mættu aðeins sex til sjö af þeim 610 þúsund í Bandaríkjunum sem hafa látist af völdum veirunnar til þessa hafa verið fullbólusettir einstaklingar. Hið rétta er að hingað til hefur 0,001% fullbólusettra í BNA látist af völdum Covid, á meðan 99,999% hafa ekki gert það. Góðar tölur, en ansi langt frá því sem haldið er fram í fréttinni. Í umfjöllun CNN, sem vísað er í á RÚV.is, er greint frá því að meira en 90% smita og 95% alvarlegra veikinda og dauðsfalla í öllum fylkjum Bandaríkjanna í dag eru á meðal óbólusettra einstaklinga, og raunar er hlutfallið víðast hvar nær 98%. Þar sem aðeins um helmingur bandarísku þjóðarinnar hefur þegið bólusetningu sýna þessar tölur fram á ótvíræða gagnsemi bóluefnanna. Ef 95% sjúkrahúsinnlagna eru á meðal óbólusettra jafngildir það tuttugufalt hærri tíðni á meðal óbólusettra en bólusettra, en fimmtíufalt hærri tíðni ef það eru 98%. Þegar litið er til þess að bólusetningarhlutfallið er hæst meðal fólks sem er í áhættuhóp vegna aldurs og undirliggjandi sjúkdóma er ávinningurinn enn augljósari. Einstaklingar sem hafa kosið að láta bólusetja sig voru að meðaltali í meiri hættu en þeir sem kusu að sleppa því, en nú er því þveröfugt farið, þrátt fyrir öra útbreiðslu Delta-afbrigðisins í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að halda á lofti góðum fréttum í baráttunni við covid. En í upplýsingaóreiðunni sem fylgir faraldrinum þarf að vanda til verka, ekki síður þegar fréttirnar eru góðar. Höfundur er lektor í faraldsfræði við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins um ný gögn frá bandarísku sóttvarnastofnuninni CDC þar sem sýnt fram á gagnsemi bólusetninga í baráttunni við Covid þar í landi. Það er mikilvægt að miðla ekki eingöngu neikvæðum fréttum af framvindu faraldursins, og ánægjulegt að Ríkisútvarpið greini frá góðum árangri baráttunnar annars staðar. Hins vegar er ekki vandað nógu vel til verka við vinnslu fréttarinnar, sem er unnin upp úr frétt CNN. Meðferð talna er verulega ábótavant, svo mjög að sannleikurinn skolast til. Strax í fyrstu setningu fréttarinnar segir „Meðal bólusettra Bandaríkjamanna, sem sýkst hafa af kórónuveirunni, hafa 99,999% hvorki þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda né látist úr veirunni.“ [feitletrun höfundar]. Þetta væri ansi merkileg tala ef sönn væri. Hið rétta er að þetta er hlutfall alls bólusetts Bandaríkjafólks, alls óháð því hvort það hefur sýkst eða ekki. Innskotið „sem sýkst hafa af kórónuveirunni“ gjörbreytir merkingu setningarinnar. Í næstu málsgrein segir „Bandaríska sóttvarnastofnunin hafði, þann 26. júlí, skráð hátt í 6.600 alvarleg veikindi af völdum COVID-19-sýkingar þar í landi. Þeirra á meðal voru 6.239 sjúkrahúsinnlagnir og 1.263 andlát.“ Þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem muna að í Bandaríkjunum hafa rúmlega 610 þúsund látist af völdum Covid. Enda kemur á daginn að um er að ræða fjölda alvarlegra veikra sem hafa verið skráð á meðal bólusettra í Bandaríkjunum síðan bólusetningar hófust – 6.600 alls. Þá segir í fréttinni „Með því að rýna í ofangreinda tölfræði og deila fjölda alvarlegra tilfella með fjölda bólusettra í Bandaríkjunum komst sóttvarnastofnun að eftirfarandi: aðeins 0,004% fullbólusettra fengu alvarleg einkenni og þurftu á sjúkrahúsinnlögn að halda. Þá var 0,001% þeirra sem létust af völdum kórónuveirunnar bólusett eða 99,999% óbólusett.“ Fyrri hluta málsgreinarinnar má lesa þannig, eins og satt er, að hingað til hafa aðeins 0,004% fullbólusettra í Bandaríkjunum veikst svo illa af covid að þau hafa þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda. En seinni hlutinn, þar sem fullyrt er að 0,001% dauðsfalla hafi verið á meðal bólusettra, er rangur. Til þess að þessi fullyrðing stæðist – 0,001% er 1 af hverjum 100.000 – þá mættu aðeins sex til sjö af þeim 610 þúsund í Bandaríkjunum sem hafa látist af völdum veirunnar til þessa hafa verið fullbólusettir einstaklingar. Hið rétta er að hingað til hefur 0,001% fullbólusettra í BNA látist af völdum Covid, á meðan 99,999% hafa ekki gert það. Góðar tölur, en ansi langt frá því sem haldið er fram í fréttinni. Í umfjöllun CNN, sem vísað er í á RÚV.is, er greint frá því að meira en 90% smita og 95% alvarlegra veikinda og dauðsfalla í öllum fylkjum Bandaríkjanna í dag eru á meðal óbólusettra einstaklinga, og raunar er hlutfallið víðast hvar nær 98%. Þar sem aðeins um helmingur bandarísku þjóðarinnar hefur þegið bólusetningu sýna þessar tölur fram á ótvíræða gagnsemi bóluefnanna. Ef 95% sjúkrahúsinnlagna eru á meðal óbólusettra jafngildir það tuttugufalt hærri tíðni á meðal óbólusettra en bólusettra, en fimmtíufalt hærri tíðni ef það eru 98%. Þegar litið er til þess að bólusetningarhlutfallið er hæst meðal fólks sem er í áhættuhóp vegna aldurs og undirliggjandi sjúkdóma er ávinningurinn enn augljósari. Einstaklingar sem hafa kosið að láta bólusetja sig voru að meðaltali í meiri hættu en þeir sem kusu að sleppa því, en nú er því þveröfugt farið, þrátt fyrir öra útbreiðslu Delta-afbrigðisins í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að halda á lofti góðum fréttum í baráttunni við covid. En í upplýsingaóreiðunni sem fylgir faraldrinum þarf að vanda til verka, ekki síður þegar fréttirnar eru góðar. Höfundur er lektor í faraldsfræði við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun