Nýjar reglur í Skotlandi þýða að Blikar geta spilað fyrir fullum velli Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2021 19:01 Blikar unnu góðan 2-1 sigur á Austria Vín í síðustu viku og mæta Aberdeen frá Skotlandi í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Vísir/Hulda Margrét Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tilkynnti í dag um breytingar á reglum vegna kórónuveirufaraldursins í Skotlandi. Dregið verður úr fjöldatakmörkunum á íþróttaviðburðum að því gefnu að ákveðin skilyrði séu uppfyllt. Reglurnar taka gildi fyrir leik Breiðabliks við Aberdeen ytra í næstu viku. Tvö þúsund áhorfendur hafa verið leyfðir á íþróttaviðburðum í Skotlandi síðustu vikur en skipuleggjendur hafa getað sótt um undanþágu til að taka á móti stærri fjölda. Samkvæmt tilkynningu Sturgeon í dag mun breyting verða þar á frá mánudeginum 9. ágúst næst komandi. Samhliða því sem grímuskylda verður lögð niður ásamt fjarlægðarreglum, verður sá lágmarksfjöldi hækkaður í fimm þúsund. Áfram geta ábyrgðarmenn íþróttaviðburða, svo sem skosk félagslið í fótbolta, sótt um að hleypa fleirum að og allt að því fylla velli landsins. Sturgeon segir að slíkar umsóknir um leyfi fyrir fleirum sé öryggisráðstöfun. „Meðan við vinnum okkur hægt og bítandi í átt endurkomu stórra viðburða munum við, til skamms tíma, halda okkur við vinnulagið þar sem skipuleggjendur viðburða utandyra með yfir 5000 manns og innandyra með yfir 2000 manns þurfa að sækja um leyfi,“ „Þetta gerir okkur og sveitarfélögum kleift að vera þess fullviss að ákveðin skref séu tekin til að draga úr áhættu þegar kemur að stórum viðburðum,“ hefur Sky Sports eftir Sturgeon. Rúmlega 6300 manns sáu fyrsta leik Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni um helgina þar sem þeir unnu 2-0 sigur á Dundee á heimavelli sínum Pittodrie. Breiðablik sækir Aberdeen heim í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn í næstu viku, eftir að nýjar reglur taka gildi, og má því búast við töluvert fleirum á Pittodrie, sem tekur rúmlega 20 þúsund manns í sæti. Fyrri leikur liðanna er á fimmtudagskvöld á Laugardalsvelli, þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA á þessu stigi keppninnar. Ekki má fylla stúkuna þar vegna 200 manna samkomutakmarkana hér á landi. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á fimmtudaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Tvö þúsund áhorfendur hafa verið leyfðir á íþróttaviðburðum í Skotlandi síðustu vikur en skipuleggjendur hafa getað sótt um undanþágu til að taka á móti stærri fjölda. Samkvæmt tilkynningu Sturgeon í dag mun breyting verða þar á frá mánudeginum 9. ágúst næst komandi. Samhliða því sem grímuskylda verður lögð niður ásamt fjarlægðarreglum, verður sá lágmarksfjöldi hækkaður í fimm þúsund. Áfram geta ábyrgðarmenn íþróttaviðburða, svo sem skosk félagslið í fótbolta, sótt um að hleypa fleirum að og allt að því fylla velli landsins. Sturgeon segir að slíkar umsóknir um leyfi fyrir fleirum sé öryggisráðstöfun. „Meðan við vinnum okkur hægt og bítandi í átt endurkomu stórra viðburða munum við, til skamms tíma, halda okkur við vinnulagið þar sem skipuleggjendur viðburða utandyra með yfir 5000 manns og innandyra með yfir 2000 manns þurfa að sækja um leyfi,“ „Þetta gerir okkur og sveitarfélögum kleift að vera þess fullviss að ákveðin skref séu tekin til að draga úr áhættu þegar kemur að stórum viðburðum,“ hefur Sky Sports eftir Sturgeon. Rúmlega 6300 manns sáu fyrsta leik Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni um helgina þar sem þeir unnu 2-0 sigur á Dundee á heimavelli sínum Pittodrie. Breiðablik sækir Aberdeen heim í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn í næstu viku, eftir að nýjar reglur taka gildi, og má því búast við töluvert fleirum á Pittodrie, sem tekur rúmlega 20 þúsund manns í sæti. Fyrri leikur liðanna er á fimmtudagskvöld á Laugardalsvelli, þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA á þessu stigi keppninnar. Ekki má fylla stúkuna þar vegna 200 manna samkomutakmarkana hér á landi. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á fimmtudaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira