Hinsegin eldri borgarar mættir á svæðið með stolti! Viðar Eggertsson skrifar 3. ágúst 2021 21:28 Nú þegar við höldum hátíðlega Hinsegin daga með fjölskrúðugri dagskrá, litasprengjum og gleði er vert að minnast þeirra sem ruddu brautina. Þetta var fólk sem hafði mátt sæta ofsóknum og lítillækkun samfélagsins alla sína tilveru. Það þurfti mikið hugrekki, áræðni og sannfæringarkraft fyrir mannréttindum hinsegin fólks til að stíga fram úr felum og neita að sætta sig við útskúfun og forsmánun. En þau höfðu baráttuþrek og sannfæringu um að við værum öll jöfn og samfélagið væri fyrir okkur öll. Þetta er fólkið mitt. Þetta er mín kynslóð. Ég man svo langt aftur þegar Hörður Torfason kallaði saman á sellufund lítinn hóp manna sem læddust inn í litla íbúð í háhýsi í austurbænum í skammdegisdrunganum til að ræða stöðu sína og hugsanlega stofnun baráttuhóps. Margir í hópnum höfðu orðið illilega fyrir barðinu á fordómum og hatri. Orðið fyrir barsmíðum, mismunun á vinnumarkaði og sumir hreinlega misst bæði atvinnu og húsnæði fyrir það eitt að vera hinsegin. Þetta var veturinn 1977-1978. Það var tekist á um hversu árennilegt það væri að storka opinberlega svo fordómafullu samfélagi með að bindast samtökum um mannréttindi hinsegin fólks. Harðasti kjarninn í þessum litla hópi stofnaði síðan Samtökin 78. Full sannfæringar um að ástin fer aldrei í manngreinarálit og ástin sigrar allt. Síðan hef ég gegnum tíðina oft komið að starfi Samtakanna 78 á einn eða annan hátt, bæði í blíðu jafnt sem stríðu. Þessi lífsreynsla hefur mótað mig. Jafnréttisbarátta er hverjum og einum mikilvæg. Þá fyrst verður hún lífsnauðsynleg þegar hann verður sjálfur fyrir misrétti. Það hefur fyllt mig endurnýjaðri orku og gleði að sjá hversu mikið hefur áunnist í þessari mannréttindabaráttu og ekki síst hversu margir hafa fundið lífshamingju sína vegna baráttu fólksins í Samtökunum 78. Þetta er líka hreyfingin sem hefur skapað skemmtilegustu og litríkustu fjölskylduhátíð ársins. Hátíð sem hefur til skamms tíma sprengt hvert þátttökumetið eftir annað ár eftir ár. Það hefur verið gæfa samtakanna að stöðugt hafa nýjar hendur komið og lagst á árarnar, þegar aðrar lúnari hafa þurft á hvíld að halda. En það er þó eðli baráttufólks að það dregur sig aldrei alveg í hlé. Því það veit að baráttunni er aldrei endanlega lokið. Mannréttindi eru aldrei sjálfsögð í augum alltof margra og við þurfum stöðugt að vera viðbúin nýjum hatursáróðri. Nýjum þvingunum. Vaktinni er aldrei lokið. Því er vel við hæfi að yfirskrift Hinsegin daga í ár er „Hinsegin á öllum aldri“ til að vekja athygli á hversu mikil aldursbreidd og reynsla er á bak við þennan stóra hóp sem stoltur ber í dag uppi merki sýnileika, mannréttinda og ekki síst jafnréttis. Brautryðjendurnir sem stofnuðu á sínum tíma Samtökin 78 eru flest orðin eftirlaunafólk í dag. Nú mæta þau enn nýjum áskorunum. Að máta sig við tilveruheim eldri borgarans eins og samfélagið hefur mótað hann. Á þeirra þá að bíða gömlu dansarnir með harmoniku og tilbreytingalítið, smáborgaralegt ævikvöld? Ég held ekki. Þetta er fólkið sem kann að breyta hlutunum. Nú verður rokk og ról. Þetta er sko fólkið sem mun skora klisjurnar á hólm. Sjáið bara til. Hinsegin eldri borgarar eru mættir á svæðið. Nú verður gaman að eldast! Gleðilega Hinsegin daga! Höfundur er hinsegin eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Hinsegin Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Viðar Eggertsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú þegar við höldum hátíðlega Hinsegin daga með fjölskrúðugri dagskrá, litasprengjum og gleði er vert að minnast þeirra sem ruddu brautina. Þetta var fólk sem hafði mátt sæta ofsóknum og lítillækkun samfélagsins alla sína tilveru. Það þurfti mikið hugrekki, áræðni og sannfæringarkraft fyrir mannréttindum hinsegin fólks til að stíga fram úr felum og neita að sætta sig við útskúfun og forsmánun. En þau höfðu baráttuþrek og sannfæringu um að við værum öll jöfn og samfélagið væri fyrir okkur öll. Þetta er fólkið mitt. Þetta er mín kynslóð. Ég man svo langt aftur þegar Hörður Torfason kallaði saman á sellufund lítinn hóp manna sem læddust inn í litla íbúð í háhýsi í austurbænum í skammdegisdrunganum til að ræða stöðu sína og hugsanlega stofnun baráttuhóps. Margir í hópnum höfðu orðið illilega fyrir barðinu á fordómum og hatri. Orðið fyrir barsmíðum, mismunun á vinnumarkaði og sumir hreinlega misst bæði atvinnu og húsnæði fyrir það eitt að vera hinsegin. Þetta var veturinn 1977-1978. Það var tekist á um hversu árennilegt það væri að storka opinberlega svo fordómafullu samfélagi með að bindast samtökum um mannréttindi hinsegin fólks. Harðasti kjarninn í þessum litla hópi stofnaði síðan Samtökin 78. Full sannfæringar um að ástin fer aldrei í manngreinarálit og ástin sigrar allt. Síðan hef ég gegnum tíðina oft komið að starfi Samtakanna 78 á einn eða annan hátt, bæði í blíðu jafnt sem stríðu. Þessi lífsreynsla hefur mótað mig. Jafnréttisbarátta er hverjum og einum mikilvæg. Þá fyrst verður hún lífsnauðsynleg þegar hann verður sjálfur fyrir misrétti. Það hefur fyllt mig endurnýjaðri orku og gleði að sjá hversu mikið hefur áunnist í þessari mannréttindabaráttu og ekki síst hversu margir hafa fundið lífshamingju sína vegna baráttu fólksins í Samtökunum 78. Þetta er líka hreyfingin sem hefur skapað skemmtilegustu og litríkustu fjölskylduhátíð ársins. Hátíð sem hefur til skamms tíma sprengt hvert þátttökumetið eftir annað ár eftir ár. Það hefur verið gæfa samtakanna að stöðugt hafa nýjar hendur komið og lagst á árarnar, þegar aðrar lúnari hafa þurft á hvíld að halda. En það er þó eðli baráttufólks að það dregur sig aldrei alveg í hlé. Því það veit að baráttunni er aldrei endanlega lokið. Mannréttindi eru aldrei sjálfsögð í augum alltof margra og við þurfum stöðugt að vera viðbúin nýjum hatursáróðri. Nýjum þvingunum. Vaktinni er aldrei lokið. Því er vel við hæfi að yfirskrift Hinsegin daga í ár er „Hinsegin á öllum aldri“ til að vekja athygli á hversu mikil aldursbreidd og reynsla er á bak við þennan stóra hóp sem stoltur ber í dag uppi merki sýnileika, mannréttinda og ekki síst jafnréttis. Brautryðjendurnir sem stofnuðu á sínum tíma Samtökin 78 eru flest orðin eftirlaunafólk í dag. Nú mæta þau enn nýjum áskorunum. Að máta sig við tilveruheim eldri borgarans eins og samfélagið hefur mótað hann. Á þeirra þá að bíða gömlu dansarnir með harmoniku og tilbreytingalítið, smáborgaralegt ævikvöld? Ég held ekki. Þetta er fólkið sem kann að breyta hlutunum. Nú verður rokk og ról. Þetta er sko fólkið sem mun skora klisjurnar á hólm. Sjáið bara til. Hinsegin eldri borgarar eru mættir á svæðið. Nú verður gaman að eldast! Gleðilega Hinsegin daga! Höfundur er hinsegin eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun