Boða til Covid-fundar með fulltrúum listafólks og íþróttahreyfingar Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2021 23:21 Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samsett Stjórnvöld hafa boðað til fundar á morgun með fulltrúum úr listageiranum og íþróttahreyfingunni til að ræða áhrif kórónuveirufaraldursins. Meðal þeirra sem hafa fengið fundarboð eru fulltrúar Bandalags íslenskra listamanna, fyrirtækja í sviðslistum, Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, Íþrótta- og Ólympíusambandsins og Landssambands ungmennafélaga. Aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra staðfestir í samtali við fréttastofu að ráðherranefnd um samræmingu mála sem varða fleiri en eitt ráðuneyti fundi með fjölmörgum aðilum þessa dagana í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Þeirra á meðal séu fulltrúar úr menningageiranum. Forsætisráðherra er meðal þeirra sem á sæti í nefndinni ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri staðfestir að hann verði viðstaddur fundinn og sömuleiðis Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, sem tekur vel í framtakið. Mikil óvissa í kortunum „Ég svona vona að við fáum eitthvað meira frá stjórnvöldum en við getum veitt þeim. Við fáum allavega tækifæri til að koma því á framfæri hvernig við metum stöðuna og getum vonandi haft áhrif á ákvörðunartökuna í framhaldinu,“ segir Erling sem fékk fundarboðið um miðjan dag í dag. Farsóttin veldur nú enn og aftur gríðarmikilli óvissu innan listageirans. Annað árið í röð kom uppsveifla smitaðra í veg fyrir að verslunarmannahelgin færi með eðlilegum hætti en sú helgi er ein sú mikilvægasta á árinu fyrir tónlistarmenn og sirkusfólk. „Svo horfum við upp á það að við vitum ekki hvernig við ræsum veturinn á öllum okkar viðburðastöðum sem stóla á margmenni,“ segir Erling. Stór verkefni á vegum Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands séu til að mynda búin að vera í biðstöðu í eitt og hálft ár. „Stór hluti þeirra listamanna sem starfa í þessu umhverfi eru lausráðnir. Framan af vetri í fyrra gerðu leikhúsin ágætlega í því að reyna að halda því fólki á samningum og skaffa því verkefni. Það er hins vegar alveg ljóst að á meðan þessi stóru leikhús á borð við Borgarleikhúsið eru kannski að byggja 60 prósent af rekstri sínum á sjálfsaflafé þá getur það ekki haldið úti lausráðnu fólki á launum að eilífu,“ bætir Erling við. Íslenskir listamenn þurft að taka á sig meira högg en víða annars staðar „Það sem maður hefur áhyggjur af núna er, ef það teygist á þessu, að það fari mögulega að molna úr innviðunum sem okkur tókst þó að halda ágætlega fram að þessu. Að mikið af okkar listafólki fari að selja tækin sín, losa stúdíóin og leggja niður fyrirtækin.“ Listastarfsemi hérlendis sé í meira mæli rekin af listamönnunum sjálfum en víða annars staðar í Evrópu. Þar hafi viðburðahaldarar og milliliðir með meiri fjárhagslega burði oft tekið á sig stærri hluta af tapinu sem hlýst af faraldrinum. „Það er styttri fjarlægð frá listamanninum til framleiðandans hér á Íslandi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Erling. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Meðal þeirra sem hafa fengið fundarboð eru fulltrúar Bandalags íslenskra listamanna, fyrirtækja í sviðslistum, Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, Íþrótta- og Ólympíusambandsins og Landssambands ungmennafélaga. Aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra staðfestir í samtali við fréttastofu að ráðherranefnd um samræmingu mála sem varða fleiri en eitt ráðuneyti fundi með fjölmörgum aðilum þessa dagana í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Þeirra á meðal séu fulltrúar úr menningageiranum. Forsætisráðherra er meðal þeirra sem á sæti í nefndinni ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri staðfestir að hann verði viðstaddur fundinn og sömuleiðis Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, sem tekur vel í framtakið. Mikil óvissa í kortunum „Ég svona vona að við fáum eitthvað meira frá stjórnvöldum en við getum veitt þeim. Við fáum allavega tækifæri til að koma því á framfæri hvernig við metum stöðuna og getum vonandi haft áhrif á ákvörðunartökuna í framhaldinu,“ segir Erling sem fékk fundarboðið um miðjan dag í dag. Farsóttin veldur nú enn og aftur gríðarmikilli óvissu innan listageirans. Annað árið í röð kom uppsveifla smitaðra í veg fyrir að verslunarmannahelgin færi með eðlilegum hætti en sú helgi er ein sú mikilvægasta á árinu fyrir tónlistarmenn og sirkusfólk. „Svo horfum við upp á það að við vitum ekki hvernig við ræsum veturinn á öllum okkar viðburðastöðum sem stóla á margmenni,“ segir Erling. Stór verkefni á vegum Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands séu til að mynda búin að vera í biðstöðu í eitt og hálft ár. „Stór hluti þeirra listamanna sem starfa í þessu umhverfi eru lausráðnir. Framan af vetri í fyrra gerðu leikhúsin ágætlega í því að reyna að halda því fólki á samningum og skaffa því verkefni. Það er hins vegar alveg ljóst að á meðan þessi stóru leikhús á borð við Borgarleikhúsið eru kannski að byggja 60 prósent af rekstri sínum á sjálfsaflafé þá getur það ekki haldið úti lausráðnu fólki á launum að eilífu,“ bætir Erling við. Íslenskir listamenn þurft að taka á sig meira högg en víða annars staðar „Það sem maður hefur áhyggjur af núna er, ef það teygist á þessu, að það fari mögulega að molna úr innviðunum sem okkur tókst þó að halda ágætlega fram að þessu. Að mikið af okkar listafólki fari að selja tækin sín, losa stúdíóin og leggja niður fyrirtækin.“ Listastarfsemi hérlendis sé í meira mæli rekin af listamönnunum sjálfum en víða annars staðar í Evrópu. Þar hafi viðburðahaldarar og milliliðir með meiri fjárhagslega burði oft tekið á sig stærri hluta af tapinu sem hlýst af faraldrinum. „Það er styttri fjarlægð frá listamanninum til framleiðandans hér á Íslandi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Erling.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira