Katrín Tanja vonaðist eftir meiru en gaf loforð strax eftir heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir á ferðinni á heimsleikunum um helgina. Instagram/@katrintanja Ísland átti enn á ný fulltrúa á verðlaunapalli heimsleikanna í CrossFit en þó ekki þá sömu og í fyrra. Anníe Mist Þórisdóttir tók sæti vinkonu sinnar Katrínar Tönju Davíðsdóttur. Gleðin var mikil hjá Anníe en Katrín náði ekki markmiðum sínum. Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir var á verðlaunapalli á heimsleikunum fyrir ári síðan en hún varð að sætta sig við tíunda sætið um helgina. Katrín Tanja var að keppa á heimsleikunum í níunda skiptið í ár og það þarf að fara átta ár aftur í tímann til að finna heimsleika þar sem hún var ekki meðal fimm efstu þegar hún var í hópi keppenda. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja missti af leikunum árið 2014 en frá árunum 2015 til 2020 þá var hún alltaf meðal fimm efstu þar af fjórum sinnum á verðlaunapallinum. Katrín gerði upp leikana stuttlega eftir keppnina og gaf þá loforð um að mæta aftur að ári. Hún er ekkert að fara að hætta en hún verður 29 ára á næsta ári og á því nóg eftir. „Ég elska að keppa. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í þessum heimi,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir í pistli á Instagram síðu sinni. Hún hætti heldur aldrei að keppa og sýndi það á lokadeginum þegar hún varð i áttunda sæti eða ofar í öllum greinunum. „Þrátt fyrir að ég hafi gert mér vonir um að enda ofar um helgina þá er ég mjög stolt af þeirri vinnu sem ég lagði í þetta tímabil. Ég gaf allt mitt um þessa helgi,“ skrifaði Katrín. Þetta var hennar lægsta sæti á heimsleikunum síðan að hún endaði í 24. sæti árið 2013. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Þegar þú ert að reyna að verða sú besta í heimi þá getur því fylgt bæði möguleikinn á stórsigri sem og sorg. Við sem íþróttamenn verðum að viðurkenna það að við værum ekki til nema fyrir hvert annað. Það mun aldrei þó koma í veg fyrir að við reynum,“ skrifaði Katrín. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að stíga út á gólf með öllum þessum ótrúlegu konum í okkar íþrótt. Við leggjum allar mikla vinnu á okkur og fyrir vikið þá hækkum við ránna yfir það sem er mögulegt. Núna er bara að nota næsta ár til að verða betri,“ skrifaði Katrín og það er enginn uppgjafartónn í okkar konu. „og ég mun sjá ykkur aftur á næsta ári í Madison. Þakkir til allra fyrir stuðninginn um helgina. Það eru þið sem gerið heimsleikanna að mest töfrandi tíma ársins,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir var á verðlaunapalli á heimsleikunum fyrir ári síðan en hún varð að sætta sig við tíunda sætið um helgina. Katrín Tanja var að keppa á heimsleikunum í níunda skiptið í ár og það þarf að fara átta ár aftur í tímann til að finna heimsleika þar sem hún var ekki meðal fimm efstu þegar hún var í hópi keppenda. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja missti af leikunum árið 2014 en frá árunum 2015 til 2020 þá var hún alltaf meðal fimm efstu þar af fjórum sinnum á verðlaunapallinum. Katrín gerði upp leikana stuttlega eftir keppnina og gaf þá loforð um að mæta aftur að ári. Hún er ekkert að fara að hætta en hún verður 29 ára á næsta ári og á því nóg eftir. „Ég elska að keppa. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í þessum heimi,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir í pistli á Instagram síðu sinni. Hún hætti heldur aldrei að keppa og sýndi það á lokadeginum þegar hún varð i áttunda sæti eða ofar í öllum greinunum. „Þrátt fyrir að ég hafi gert mér vonir um að enda ofar um helgina þá er ég mjög stolt af þeirri vinnu sem ég lagði í þetta tímabil. Ég gaf allt mitt um þessa helgi,“ skrifaði Katrín. Þetta var hennar lægsta sæti á heimsleikunum síðan að hún endaði í 24. sæti árið 2013. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Þegar þú ert að reyna að verða sú besta í heimi þá getur því fylgt bæði möguleikinn á stórsigri sem og sorg. Við sem íþróttamenn verðum að viðurkenna það að við værum ekki til nema fyrir hvert annað. Það mun aldrei þó koma í veg fyrir að við reynum,“ skrifaði Katrín. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að stíga út á gólf með öllum þessum ótrúlegu konum í okkar íþrótt. Við leggjum allar mikla vinnu á okkur og fyrir vikið þá hækkum við ránna yfir það sem er mögulegt. Núna er bara að nota næsta ár til að verða betri,“ skrifaði Katrín og það er enginn uppgjafartónn í okkar konu. „og ég mun sjá ykkur aftur á næsta ári í Madison. Þakkir til allra fyrir stuðninginn um helgina. Það eru þið sem gerið heimsleikanna að mest töfrandi tíma ársins,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira