Löng bið á bráðamóttöku og þung staða á Landspítala Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2021 16:28 Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Landspítali vekur athygli á því að mikið álag er núna á spítalanum, sérstaklega á bráðamóttöku spítalans í Fossvogi. Fólk sem leitar á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda má því gera ráð fyrir langri bið eftir þjónustu. Þetta segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Á bráðamóttökunni er sjúklingum núna forgangsraðað eftir bráðleika og ef kostur er vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavakt utan opnunartíma heilsugæslu. Á tímum heimsfaraldurs COVID-19 er sérstaklega mikilvægt er að almenningur taki tillit til ofangreindra aðstæðna á bráðamóttöku, ef mögulegt er. Forstjórinn biðlar til starfsfólks í sumarorlofi Fjórða bylgja faraldurs Covid-19 er í mikilli uppsveiflu í samfélaginu og enn virðist hátindinum ekki náð. Þetta á sér stað á sama tíma og sumarleyfi starfsfólks Landspítala standa yfir. Andspænis þessari ógn þarf nú víðtækt viðbragð á Landspítala þar sem spítalinn starfar á hættustigi og mönnun mjög víða er tæp. Af því tilefni hefur forstjóri Landspítala meðal annars biðlað til starfsfólks í sumarorlofi um að huga þegar í stað að því að stytta orlof, ef nokkur kostur er. Landspítali hefur nú starfað í eitt og hálft ár á ýmsum óvissu- og hættustigum og þurft að krefjast mikils framlags af starfsfólki, sem hefur á löngum köflum starfað undir gríðarlegu álagi við erfiðar og fordæmalausar aðstæður. Til marks um ástandið hefur fólki í eftirliti á Covid-göngudeildinni fjölgað jafnt og þétt að undanförnu og sömuleiðis inniliggjandi sjúklingum á spítalanum. Á sama tíma er fjöldi starfsfólks í einangrun og sóttkví, sem auðveldar ekki mönnun. Spítalinn vísar á heilsugæslustöðvar Í tilkynningu frá landspítalanum er bent á Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut er með opna móttöku alla virka daga frá klukkan 17 til 23:30 og um helgar frá klukkan 9 til 23:30. Þá er minnt á að hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í símum 1770 og 1700 og sinna þar faglegri símaráðgjöf og vegvísun í heilbrigðiskerfinu fyrir allt landið. Sérfræðingar hjá 1770 meta þörf fyrir þjónustu og koma hlutum í farveg. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Á bráðamóttökunni er sjúklingum núna forgangsraðað eftir bráðleika og ef kostur er vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavakt utan opnunartíma heilsugæslu. Á tímum heimsfaraldurs COVID-19 er sérstaklega mikilvægt er að almenningur taki tillit til ofangreindra aðstæðna á bráðamóttöku, ef mögulegt er. Forstjórinn biðlar til starfsfólks í sumarorlofi Fjórða bylgja faraldurs Covid-19 er í mikilli uppsveiflu í samfélaginu og enn virðist hátindinum ekki náð. Þetta á sér stað á sama tíma og sumarleyfi starfsfólks Landspítala standa yfir. Andspænis þessari ógn þarf nú víðtækt viðbragð á Landspítala þar sem spítalinn starfar á hættustigi og mönnun mjög víða er tæp. Af því tilefni hefur forstjóri Landspítala meðal annars biðlað til starfsfólks í sumarorlofi um að huga þegar í stað að því að stytta orlof, ef nokkur kostur er. Landspítali hefur nú starfað í eitt og hálft ár á ýmsum óvissu- og hættustigum og þurft að krefjast mikils framlags af starfsfólki, sem hefur á löngum köflum starfað undir gríðarlegu álagi við erfiðar og fordæmalausar aðstæður. Til marks um ástandið hefur fólki í eftirliti á Covid-göngudeildinni fjölgað jafnt og þétt að undanförnu og sömuleiðis inniliggjandi sjúklingum á spítalanum. Á sama tíma er fjöldi starfsfólks í einangrun og sóttkví, sem auðveldar ekki mönnun. Spítalinn vísar á heilsugæslustöðvar Í tilkynningu frá landspítalanum er bent á Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut er með opna móttöku alla virka daga frá klukkan 17 til 23:30 og um helgar frá klukkan 9 til 23:30. Þá er minnt á að hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í símum 1770 og 1700 og sinna þar faglegri símaráðgjöf og vegvísun í heilbrigðiskerfinu fyrir allt landið. Sérfræðingar hjá 1770 meta þörf fyrir þjónustu og koma hlutum í farveg.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49
Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31
Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06