Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2021 12:56 Sigurgeir Sigmundsson er yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. Mikill erill hefur verið á Keflavíkurflugvelli að undanförnu, einkum og sér í lagi í tengslum við komufarþega. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglu, segir að oft á sólarhring myndist hreinlega örtröð í flugstöðinni. Á þessum sólarhring sé til dæmis gert ráð fyrir fimmtíu og þremur komuvélum á flugvellinum. Miðað við 150 manns í hverri vél, sem er ekki full nýting, séu það um átta þúsund komufarþegar til landsins á 24 klukkustundum. „Mörgum finnst þetta ganga hægt. Í raun gengur afgreiðslan hratt en farþegafjöldinn er það mikill að þetta tekur langan tíma, þó að afgreiðslan sé skilvirk og allt fullmannað, til dæmis í skoðun vottorða,“ segir Sigurgeir. Meðal verkefna sem þurfi að sinna sé eftirfylgni með forskráningu farþega, skoðun bólusetningarvottorða, auk sýnatöku og eftirfylgni með sóttkví hjá óbólusettum komufarþegum. Óbólusettir sé þó í miklum minnihluta meðal farþega. Rauði liturinn breyti litlu Ísland er nú orðið rautt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu, sem gæti haft áhrif á ferðalög fólks héðan til annarra landa. Breytingin hafi þó takmörkuð áhrif á starfið í flugstöðinni. „Einu áhrifin hjá okkur gætu verið þau að farþegum gæti fækkað frá einhverjum löndum. Reglur varðandi svokölluð rauð lönd eru svo mismunandi og síbreytilegar milli landa, þannig að það á eftir að koma í ljós hver áhrifin verða. En bein áhrif á okkar starf eru engin.“ Vegna ráðstafana á landamærunum tekur lengri tíma en ella að fara í gegnum flugstöðina. Sigurgeir segir að ef landamæraaðgerðir eru hugsaðar til lengri tíma þurfi að gera úrbætur. Hann telur húsnæði flugstöðvarinnar ekki bjóða upp á að starfið geti orðið skilvirkara en það er nú þegar. „Ef þetta verður viðvarandi verkefni þá held ég að þurfi að huga að húsnæðismálum og síðan mönnun.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Mikill erill hefur verið á Keflavíkurflugvelli að undanförnu, einkum og sér í lagi í tengslum við komufarþega. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglu, segir að oft á sólarhring myndist hreinlega örtröð í flugstöðinni. Á þessum sólarhring sé til dæmis gert ráð fyrir fimmtíu og þremur komuvélum á flugvellinum. Miðað við 150 manns í hverri vél, sem er ekki full nýting, séu það um átta þúsund komufarþegar til landsins á 24 klukkustundum. „Mörgum finnst þetta ganga hægt. Í raun gengur afgreiðslan hratt en farþegafjöldinn er það mikill að þetta tekur langan tíma, þó að afgreiðslan sé skilvirk og allt fullmannað, til dæmis í skoðun vottorða,“ segir Sigurgeir. Meðal verkefna sem þurfi að sinna sé eftirfylgni með forskráningu farþega, skoðun bólusetningarvottorða, auk sýnatöku og eftirfylgni með sóttkví hjá óbólusettum komufarþegum. Óbólusettir sé þó í miklum minnihluta meðal farþega. Rauði liturinn breyti litlu Ísland er nú orðið rautt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu, sem gæti haft áhrif á ferðalög fólks héðan til annarra landa. Breytingin hafi þó takmörkuð áhrif á starfið í flugstöðinni. „Einu áhrifin hjá okkur gætu verið þau að farþegum gæti fækkað frá einhverjum löndum. Reglur varðandi svokölluð rauð lönd eru svo mismunandi og síbreytilegar milli landa, þannig að það á eftir að koma í ljós hver áhrifin verða. En bein áhrif á okkar starf eru engin.“ Vegna ráðstafana á landamærunum tekur lengri tíma en ella að fara í gegnum flugstöðina. Sigurgeir segir að ef landamæraaðgerðir eru hugsaðar til lengri tíma þurfi að gera úrbætur. Hann telur húsnæði flugstöðvarinnar ekki bjóða upp á að starfið geti orðið skilvirkara en það er nú þegar. „Ef þetta verður viðvarandi verkefni þá held ég að þurfi að huga að húsnæðismálum og síðan mönnun.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira