Frakkar hefndu fyrir tapið 2016 og eru Ólympíumeistarar í þriðja sinn Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 13:37 Frakkar eru Ólympíumeistarar í þriðja sinn eftir seiglusigur á Dönum. Maja Hitij/Getty Images Frakkland vann 25-23 sigur á Danmörku í úrslitum í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Frakkar hefna þar með fyrir tap fyrir Dönum í úrslitum á leikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan. Leikur liðanna var jafn í upphafi og staðan var 4-4 snemma leiks. Þá náðu Frakkar yfirhöndinni með tveimur mörkum í röð, 6-4, og komust svo þremur mörkum yfir, 9-6. Frakkar komust mest fjórum mörkum yfir, 12-8. Sá munur hélst til loka fyrri hálfleiks, en á lokasekúndu hálfleiksins skoraði Mahé til að veita Frökkum 14-10 forystu í hléi. Frakkar komust svo sex mörkum yfir snemma í síðari hálfleiknum, fyrst 16-10, og svo 18-12. Fjölda tapaðra bolta kostaði Dani þar. Danir bitu hins vegar frá sér og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Niklas Landin komst í gang í markinu og Mikkel Hansen fór mikinn í sókninni. Þrjú mörk Hansens í röð minnkuðu muninn í 22-19, en Hansen hafði þá skorað níu af 19 mörkum Dana. Frakkar fengu þá tvær klaufalegar tveggja mínútna brottvísanir í röð og voru tveimur færri í tæpa mínútu. Danir gengu á lagið og minnkuðu muninn enn frekar í 22-21 þegar tíu mínútur lifðu leiks. Frakkar tóku þá leikhlé og við tóku fimm mínútur án dansks marks. Frakkar komust í 23-21 og þá klúðraði Hansen víti þar sem hann hafði tækifæri til að minnka muninn aftur í eitt mark. Matthias Gydsel tókst þó að minna í 23-22 í næstu sókn og eins marks munur þegar fjórar mínútur voru eftir. Guillaume Gille becomes the only 3rd person in the history, who has won the Olympics both as a player and a head coach:- Vladimir Maksimov (player 1976, coach 2000)- Branislav Pokrajac (player 1972, coach 1984)- Guillaume Gille (player 2008+2012, coach 2021) #handball pic.twitter.com/Ntd8MGszCj— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar endurnýjuðu tveggja marka forskot sitt skömmu síðar og Dönum tókst illa að brjóta vörn þeirra á bak aftur. Nicolai Jacobsen tók lekhlé í stöðunni 24-22 þegar tvær mínútur voru eftir og Danir skoruðu í kjölfarið. Þeir kláruðu vörnina gegn Frökkum og höfðu tækifæri til að jafna í næstu sókn þar sem þeir spiluðu sjö gegn sex. Þar töpuðu Danir hins vegar boltanum. Ludovic Fabregas stal honum og kastaði boltanum í autt markið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. 25-23 sigur Frakka var því staðreynd. .@NKARABATIC becomes the 1st ever to win the triple Handball Grand Slam !- 3 European Championships - 4 World Championships - 3 Champions Leagues - 3 Olympics He is also 3 times IHF World Player of the Year .Flagbearer of France in Paris 2024?! pic.twitter.com/vLwHYQoBRQ— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar eru því Ólympíumeistarar í handbolta karla í þriðja sinn. Áður unnu þeir í Peking 2008, eftir sigur á Íslandi í úrslitum, og í Lundúnum 2012. Þeir hlutu silfur á síðustu leikum 2016, eftir tap fyrir Dönum, sem þá voru undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frakkland Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Leikur liðanna var jafn í upphafi og staðan var 4-4 snemma leiks. Þá náðu Frakkar yfirhöndinni með tveimur mörkum í röð, 6-4, og komust svo þremur mörkum yfir, 9-6. Frakkar komust mest fjórum mörkum yfir, 12-8. Sá munur hélst til loka fyrri hálfleiks, en á lokasekúndu hálfleiksins skoraði Mahé til að veita Frökkum 14-10 forystu í hléi. Frakkar komust svo sex mörkum yfir snemma í síðari hálfleiknum, fyrst 16-10, og svo 18-12. Fjölda tapaðra bolta kostaði Dani þar. Danir bitu hins vegar frá sér og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Niklas Landin komst í gang í markinu og Mikkel Hansen fór mikinn í sókninni. Þrjú mörk Hansens í röð minnkuðu muninn í 22-19, en Hansen hafði þá skorað níu af 19 mörkum Dana. Frakkar fengu þá tvær klaufalegar tveggja mínútna brottvísanir í röð og voru tveimur færri í tæpa mínútu. Danir gengu á lagið og minnkuðu muninn enn frekar í 22-21 þegar tíu mínútur lifðu leiks. Frakkar tóku þá leikhlé og við tóku fimm mínútur án dansks marks. Frakkar komust í 23-21 og þá klúðraði Hansen víti þar sem hann hafði tækifæri til að minnka muninn aftur í eitt mark. Matthias Gydsel tókst þó að minna í 23-22 í næstu sókn og eins marks munur þegar fjórar mínútur voru eftir. Guillaume Gille becomes the only 3rd person in the history, who has won the Olympics both as a player and a head coach:- Vladimir Maksimov (player 1976, coach 2000)- Branislav Pokrajac (player 1972, coach 1984)- Guillaume Gille (player 2008+2012, coach 2021) #handball pic.twitter.com/Ntd8MGszCj— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar endurnýjuðu tveggja marka forskot sitt skömmu síðar og Dönum tókst illa að brjóta vörn þeirra á bak aftur. Nicolai Jacobsen tók lekhlé í stöðunni 24-22 þegar tvær mínútur voru eftir og Danir skoruðu í kjölfarið. Þeir kláruðu vörnina gegn Frökkum og höfðu tækifæri til að jafna í næstu sókn þar sem þeir spiluðu sjö gegn sex. Þar töpuðu Danir hins vegar boltanum. Ludovic Fabregas stal honum og kastaði boltanum í autt markið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. 25-23 sigur Frakka var því staðreynd. .@NKARABATIC becomes the 1st ever to win the triple Handball Grand Slam !- 3 European Championships - 4 World Championships - 3 Champions Leagues - 3 Olympics He is also 3 times IHF World Player of the Year .Flagbearer of France in Paris 2024?! pic.twitter.com/vLwHYQoBRQ— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar eru því Ólympíumeistarar í handbolta karla í þriðja sinn. Áður unnu þeir í Peking 2008, eftir sigur á Íslandi í úrslitum, og í Lundúnum 2012. Þeir hlutu silfur á síðustu leikum 2016, eftir tap fyrir Dönum, sem þá voru undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frakkland Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira