Unnu sinn fyrsta leik síðan í júní Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 14:56 Ingibjörg og stöllur hennar þurfa góða seinni umferð til að verja titilinn. Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn fyrir Vålerenga sem komst aftur á sigurbraut með 3-0 sigri á Kolbton í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. umferð deildarinnar hófst í dag og þar með seinni helmingur tíu liða deildarinnar í Noregi. Eftir sigur í fyrstu sex leikjum tímabilsins mistókst Vålerenga að vinna síðustu þrjá leiki sína, sem allir voru gegn liðunum sem eru ásamt þeim í toppbaráttunni. Vålerenga er ríkjandi meistari eftir að Ingibjörg og stöllur hennar unnu fyrsta Noregstitilinn í sögu liðsins í fyrra. Töp gegn toppliðunum Rosenborg og Sandviken og jafntefli við Lilleström þýddu hins vegar að liðið þurfti að komast aftur á sigurbraut í dag. Hlé hefur verið á deildinni vegna Ólympíuleikanna en Vålerenga vann síðast leik gegn Stabæk 30. júní síðastliðinn. Kolbotn var mótherji dagsins en liðið var fyrir leikinn í sjöunda sæti deildarinnar með níu stig, tíu stigum á eftir Vålerenga sem var í þriðja sæti. Erfiðlega gekk framan af fyrir heimakonur að brjóta ísinn en Katie Stengel kom Vålerenga 1-0 yfir á 40. Mínútu og annað mark frá Janni Thomsen fylgdi þremur mínútum síðar. Synne Jansen innsiglaði svo 3-0 sigur liðsins snemma í síðari hálfleik. Vålerenga er þá með 22 stig í 3. sætinu, jafnt Lilleström að stigum sem vann 4-3 útisigur á Arna-Björnar. Sandviken er í efsta sæti með 29 stig eftir dramatískan 2-1 sigur á Lyn. Rosenborg vann 5-2 útisigur á Stabæk og er með 28 stig í öðru sæti. Norski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira
Eftir sigur í fyrstu sex leikjum tímabilsins mistókst Vålerenga að vinna síðustu þrjá leiki sína, sem allir voru gegn liðunum sem eru ásamt þeim í toppbaráttunni. Vålerenga er ríkjandi meistari eftir að Ingibjörg og stöllur hennar unnu fyrsta Noregstitilinn í sögu liðsins í fyrra. Töp gegn toppliðunum Rosenborg og Sandviken og jafntefli við Lilleström þýddu hins vegar að liðið þurfti að komast aftur á sigurbraut í dag. Hlé hefur verið á deildinni vegna Ólympíuleikanna en Vålerenga vann síðast leik gegn Stabæk 30. júní síðastliðinn. Kolbotn var mótherji dagsins en liðið var fyrir leikinn í sjöunda sæti deildarinnar með níu stig, tíu stigum á eftir Vålerenga sem var í þriðja sæti. Erfiðlega gekk framan af fyrir heimakonur að brjóta ísinn en Katie Stengel kom Vålerenga 1-0 yfir á 40. Mínútu og annað mark frá Janni Thomsen fylgdi þremur mínútum síðar. Synne Jansen innsiglaði svo 3-0 sigur liðsins snemma í síðari hálfleik. Vålerenga er þá með 22 stig í 3. sætinu, jafnt Lilleström að stigum sem vann 4-3 útisigur á Arna-Björnar. Sandviken er í efsta sæti með 29 stig eftir dramatískan 2-1 sigur á Lyn. Rosenborg vann 5-2 útisigur á Stabæk og er með 28 stig í öðru sæti.
Norski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira