Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2021 13:38 Legsteinasafnið verður með öllu horfið þann 30. ágúst. Facebook/Páll á Húsafelli Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. Sæmundur rekur gistiheimilið Gamla bæ á Húsafelli 1, sunnan Húsafellskirkju, en Páll býr að Húsafelli 2 sem er norðan kirkjunnar. Páll á einnig landið Bæjargil sem er sunnan við kirkjuna. Páll greinir frá því að niðurrifið sé hafið í færslu á Facebooksíðu sinni. Hann segir að ákvörðun héraðsdóms hafi valdið honum mikilli sorg og kvíða. Hann segir húsið hafa verið reist í samstarfi með Biskupsstofu og að fengir hafi verið einir færustu arkitektar þjóðarinnar til hönnunar safnsins, þeir Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon. Páll segir húsið hafi fallið einstaklega vel inn í landslagið og að sér finnist það vera listaverk í sjálfu sér. Páll segir að eftir uppkvaðningu dómsins hafi sér verið gefnir þrjátíu dagar til að rífa og fjarlægja öll ummerki um legsteinahúsið, sem er í hans huga ekki einungis hús heldur stórkostlegt listaverk sem sómi er að og mikil staðarprýði. Sæmundur hafi gefið honum þá von um að hægt væri að leysa málið með samkomulagi. Því miður sé nú ljóst að kröfur Sæmundar, til að felldar verði niður dagsektir að upphæð 40.000 krónur á dag, séu með öllu óaðgengilegar fyrir sig og sé honum því nauðugur einn kostur að rífa húsið. Borgarbyggð Menning Kirkjugarðar Söfn Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Sæmundur rekur gistiheimilið Gamla bæ á Húsafelli 1, sunnan Húsafellskirkju, en Páll býr að Húsafelli 2 sem er norðan kirkjunnar. Páll á einnig landið Bæjargil sem er sunnan við kirkjuna. Páll greinir frá því að niðurrifið sé hafið í færslu á Facebooksíðu sinni. Hann segir að ákvörðun héraðsdóms hafi valdið honum mikilli sorg og kvíða. Hann segir húsið hafa verið reist í samstarfi með Biskupsstofu og að fengir hafi verið einir færustu arkitektar þjóðarinnar til hönnunar safnsins, þeir Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon. Páll segir húsið hafi fallið einstaklega vel inn í landslagið og að sér finnist það vera listaverk í sjálfu sér. Páll segir að eftir uppkvaðningu dómsins hafi sér verið gefnir þrjátíu dagar til að rífa og fjarlægja öll ummerki um legsteinahúsið, sem er í hans huga ekki einungis hús heldur stórkostlegt listaverk sem sómi er að og mikil staðarprýði. Sæmundur hafi gefið honum þá von um að hægt væri að leysa málið með samkomulagi. Því miður sé nú ljóst að kröfur Sæmundar, til að felldar verði niður dagsektir að upphæð 40.000 krónur á dag, séu með öllu óaðgengilegar fyrir sig og sé honum því nauðugur einn kostur að rífa húsið.
Borgarbyggð Menning Kirkjugarðar Söfn Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira