„Ég sprakk í fyrri hálfleik“ Atli Arason skrifar 8. ágúst 2021 22:06 Ragnar Sigurðsson yfirgaf Rukh Lviv og er kominn heim í Fylki. mynd/fcrukh.com Ragnar Sigurðsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í 15 ár. Ragnar hefur ekki spilað mikinn fótbolta undanfarið síðan hann yfirgaf herbúðir Rukh Lviv í Úkraínu og það vantar aðeins upp á leikformið hjá þessum reynslumikla miðverði. „Ég sprakk í fyrri hálfleik eftir 20-30 mínútur,“ sagði Ragnar og hló áður en hann bætti við, „ég vissi að ég myndi komast yfir það. Ég vissi ekki hvernig ég myndi vera eftir hálfleikinn en það var vitað að ég myndi ekki klára 90 mínútur. Þegar ég fann að ég var að vera meira ‘liability‘ heldur en að gera eitthvað gagn þá bað ég um skiptingu,“ svaraði Ragnar aðspurður út í standið á líkamanum. Keflvíkingar eru eflaust sáttari en Fylkismenn við stigið í kvöld. Fylkir fékk þó nokkur hættuleg færi til að klára leikinn í kvöld en inn vildi boltinn ekki. „Mér fannst þetta hörku leikur. Ágætis hraði og eitthvað um færi. Mér fannst við eiga fleiri færi í þessum leik og áttum að klára hann. Keflavík spilaði samt mjög vel á köflum, þeir eru með nokkra tekníska leikmenn þannig að jafnteflið er kannski allt í lagi en mér fannst við samt eiga þetta meira skilið.“ „Þetta er bara annar leikurinn síðan ég kom. Við erum ekki alveg að ná að klára færin okkar nógu vel. Svona eins og í síðasta leik þar sem maður fann að þetta er ekki að fara að detta fyrir okkur. Við vorum samt beittari í dag og mér hélt að markið væri að fara að detta en þetta er eitthvað svona augnablik sem við erum í. Það er allavega jákvætt að við erum að sækja vel og hratt og skapa okkur færi, við getum alltaf byggt á því.“ Ragnar er ánægður með heimkomuna og er ánægður hvernig fyrstu dagarnir hans í Árbænum hafa þróast. „Það eru skemmtilegir strákar í liðinu og fínar æfingar. Það hefur verið auðvelt að detta inn í þetta og ég þekki Fylkis svæðið mjög vel. Þetta er búið að vera mjög gott,“ sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður Fylkis, að lokum. Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Ragnar hefur ekki spilað mikinn fótbolta undanfarið síðan hann yfirgaf herbúðir Rukh Lviv í Úkraínu og það vantar aðeins upp á leikformið hjá þessum reynslumikla miðverði. „Ég sprakk í fyrri hálfleik eftir 20-30 mínútur,“ sagði Ragnar og hló áður en hann bætti við, „ég vissi að ég myndi komast yfir það. Ég vissi ekki hvernig ég myndi vera eftir hálfleikinn en það var vitað að ég myndi ekki klára 90 mínútur. Þegar ég fann að ég var að vera meira ‘liability‘ heldur en að gera eitthvað gagn þá bað ég um skiptingu,“ svaraði Ragnar aðspurður út í standið á líkamanum. Keflvíkingar eru eflaust sáttari en Fylkismenn við stigið í kvöld. Fylkir fékk þó nokkur hættuleg færi til að klára leikinn í kvöld en inn vildi boltinn ekki. „Mér fannst þetta hörku leikur. Ágætis hraði og eitthvað um færi. Mér fannst við eiga fleiri færi í þessum leik og áttum að klára hann. Keflavík spilaði samt mjög vel á köflum, þeir eru með nokkra tekníska leikmenn þannig að jafnteflið er kannski allt í lagi en mér fannst við samt eiga þetta meira skilið.“ „Þetta er bara annar leikurinn síðan ég kom. Við erum ekki alveg að ná að klára færin okkar nógu vel. Svona eins og í síðasta leik þar sem maður fann að þetta er ekki að fara að detta fyrir okkur. Við vorum samt beittari í dag og mér hélt að markið væri að fara að detta en þetta er eitthvað svona augnablik sem við erum í. Það er allavega jákvætt að við erum að sækja vel og hratt og skapa okkur færi, við getum alltaf byggt á því.“ Ragnar er ánægður með heimkomuna og er ánægður hvernig fyrstu dagarnir hans í Árbænum hafa þróast. „Það eru skemmtilegir strákar í liðinu og fínar æfingar. Það hefur verið auðvelt að detta inn í þetta og ég þekki Fylkis svæðið mjög vel. Þetta er búið að vera mjög gott,“ sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður Fylkis, að lokum.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira