Lagði CrossFit skóna á hilluna eftir að hafa misst bronsið til Anníe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2021 08:00 Kristin Holte náði ekki að enda CrossFit ferilinn á verðlaunapalli á heimsleikunum. Instagram/@holtekristin Norska CrossFit konan Kristin Holte hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir langan CrossFit feril. Holte fór mikinn á heimsleikunum á dögunum og var lengi vel inn á verðlaunapallinum. Hún varð hins vegar að sætta sig við fjórða sætið. Holte ætlaði sér örugglega á pall á síðustu heimsleikunum og það að missa bronsið til Anníe Mistar var örugglega svekkjandi en alls ekki ástæðan fyrir því að hún er hætt. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Holte er orðin 35 ára gömul og var að keppa á sínum áttundu heimsleikum. Hennar besti árangur var árið 2019 þegar hún fékk silfur. Holte var með 85 stiga forskot á Anníe Mist Þórisdóttur eftir ellefu fyrstu greinarnar á heimsleikunum í ár, 814 stig á móti 729. Anníe Mist var búin að jafna hana fyrir lokagreinina þar sem hún tryggði sér bronsverðlaunin með því að ná þriðja besta árangrinum. Holte tilkynnti það á samfélagsmiðlum eftir heimsleikana að hún væri hætt að keppa í CrossFit. Síðasti dansinn, eins og hún orðaði það, var á dögunum. Holte hafði helgað CrossFit íþróttinni líf sitt undanfarin átta ár. „Fjórða hraustasta kona jarðar. Ég er stolt. Ég er þakklát. Ég er ánægð en ég er líka niðurbrotin,“ skrifaði Kristin Holte og vísaði þar eflaust í það að hafa misst bronsverðlaunin í lokin til Anníe Mistar. Anníe Mist sendi henni kveðju í skilaboðum við færsluna: „Ein af aðdáunarverðustu íþróttakonum sem ég þekki. Ég elskaði að keppa við hlið þér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist er ekki sú eina sem sendi henni kveðju heldur gerðu það allar helstu CrossFit konur heimsins og það er ljóst á öllu að Holte naut mikillar virðingar í hreyfingunni. Ein af þeim var Sara Sigmundsdóttir. „Ég mun sakna þess svo mikið að keppa við þig. Þú ert ein af bestu íþróttakonum og bestu manneskjum sem ég hef hitt,“ skrifaði Sara. Það má sjá kveðjufærslu Holte og öll skilaboðin frá CrossFit konunum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kristin Holte (@holtekristin) CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Holte fór mikinn á heimsleikunum á dögunum og var lengi vel inn á verðlaunapallinum. Hún varð hins vegar að sætta sig við fjórða sætið. Holte ætlaði sér örugglega á pall á síðustu heimsleikunum og það að missa bronsið til Anníe Mistar var örugglega svekkjandi en alls ekki ástæðan fyrir því að hún er hætt. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Holte er orðin 35 ára gömul og var að keppa á sínum áttundu heimsleikum. Hennar besti árangur var árið 2019 þegar hún fékk silfur. Holte var með 85 stiga forskot á Anníe Mist Þórisdóttur eftir ellefu fyrstu greinarnar á heimsleikunum í ár, 814 stig á móti 729. Anníe Mist var búin að jafna hana fyrir lokagreinina þar sem hún tryggði sér bronsverðlaunin með því að ná þriðja besta árangrinum. Holte tilkynnti það á samfélagsmiðlum eftir heimsleikana að hún væri hætt að keppa í CrossFit. Síðasti dansinn, eins og hún orðaði það, var á dögunum. Holte hafði helgað CrossFit íþróttinni líf sitt undanfarin átta ár. „Fjórða hraustasta kona jarðar. Ég er stolt. Ég er þakklát. Ég er ánægð en ég er líka niðurbrotin,“ skrifaði Kristin Holte og vísaði þar eflaust í það að hafa misst bronsverðlaunin í lokin til Anníe Mistar. Anníe Mist sendi henni kveðju í skilaboðum við færsluna: „Ein af aðdáunarverðustu íþróttakonum sem ég þekki. Ég elskaði að keppa við hlið þér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist er ekki sú eina sem sendi henni kveðju heldur gerðu það allar helstu CrossFit konur heimsins og það er ljóst á öllu að Holte naut mikillar virðingar í hreyfingunni. Ein af þeim var Sara Sigmundsdóttir. „Ég mun sakna þess svo mikið að keppa við þig. Þú ert ein af bestu íþróttakonum og bestu manneskjum sem ég hef hitt,“ skrifaði Sara. Það má sjá kveðjufærslu Holte og öll skilaboðin frá CrossFit konunum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kristin Holte (@holtekristin)
CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira