Katrín Tanja: Tíu ár síðan ég byrjaði í CrossFit vegna þín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2021 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar orðið heimsmeistarar tvisvar sinnum og eiga öll verðlaun frá heimsleikunum, gull, silfur og brons. Instagram/@anniethorisdottir Katrín Tanja Davíðsdóttir sendi þriðju hraustustu CrossFit konu heim fallega kveðju í gær og hélt upp á tímamót í leiðinni. Þeir sem fylgjast með CrossFit íþróttinni vita það að stórstjörnurnar Katrín Tanja og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur. Fyrir áratug þekktust þær ekki neitt en þá hafði önnur gríðarlega áhrif á hina. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist var eini keppandinn á heimsleikunum í ár sem hefur verið að keppa á leikunum á þremur síðustu áratugum. Anníe Mist var fyrst með á heimsleikunum árið 2009 og það var frábær árangur hennar þar sem umfram allt annað vakti athygli á CrossFit íþróttinni heima á Íslandi. Ein af þeim sem heillaðist af Anníe og frammistöðu hennar á heimsleikunum var umrædd Katrín Tanja. Það var líka fyrir tíu árum sem hún ákvað að verða CrossFit kona eins og Anníe Mist. „Ég byrjaði í þessari íþrótt fyrir nákvæmlega tíu árum síðan af því að ég sá fréttir af henni vinna heimsleikana í CrossFit. Ég var gjörsamlega heilluð af henni, hvernig hún keppti og ég vildi gera það sem hún gerði,“ byrjaði Katrín Tanja pistil sinn. Anníe Mist var fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla í CrossFit og Katrín Tanja varð síðan önnur til að ná þeim frábæra árangri. Báðar hafa þær unnið gull, silfur og brons á heimsleikunum. „Förum fram um tíu ár og hér er ég enn alveg heilluð af henni, full aðdáunar og gæti ekki verið stoltari af henni,“ skrifaði Katrín Tanja. Anníe Mist kom til baka og vann bronsverðlaun á heimsleikunum á dögunum innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. „Það er þessi stelpa: Anníe Mist Þórisdóttir. Þið sjáið hana skína bjartast á heimsleikunum. Þið sjáið samt ekki allar áskoranirnar sem hún þurfti að glíma við í aðdraganda heimsleikanna. Þessi stelpa ræður við allt. Meiri keppniskonu þekki ég ekki. Hún er óbugandi og tekur á öllu mótmæli með þvílíkum þokka og glæsibrag og með brosi á vör. Óóhhh Anníe.. þú getur svo sannarlega allt,“ skrifaði Katrín. „Þú gerir mig betri og þú gleður hjarta mitt. Ég held að hin tæra gleði þín á leikunum hafi glatt hjörtu allra sem þar voru,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Þeir sem fylgjast með CrossFit íþróttinni vita það að stórstjörnurnar Katrín Tanja og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur. Fyrir áratug þekktust þær ekki neitt en þá hafði önnur gríðarlega áhrif á hina. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist var eini keppandinn á heimsleikunum í ár sem hefur verið að keppa á leikunum á þremur síðustu áratugum. Anníe Mist var fyrst með á heimsleikunum árið 2009 og það var frábær árangur hennar þar sem umfram allt annað vakti athygli á CrossFit íþróttinni heima á Íslandi. Ein af þeim sem heillaðist af Anníe og frammistöðu hennar á heimsleikunum var umrædd Katrín Tanja. Það var líka fyrir tíu árum sem hún ákvað að verða CrossFit kona eins og Anníe Mist. „Ég byrjaði í þessari íþrótt fyrir nákvæmlega tíu árum síðan af því að ég sá fréttir af henni vinna heimsleikana í CrossFit. Ég var gjörsamlega heilluð af henni, hvernig hún keppti og ég vildi gera það sem hún gerði,“ byrjaði Katrín Tanja pistil sinn. Anníe Mist var fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla í CrossFit og Katrín Tanja varð síðan önnur til að ná þeim frábæra árangri. Báðar hafa þær unnið gull, silfur og brons á heimsleikunum. „Förum fram um tíu ár og hér er ég enn alveg heilluð af henni, full aðdáunar og gæti ekki verið stoltari af henni,“ skrifaði Katrín Tanja. Anníe Mist kom til baka og vann bronsverðlaun á heimsleikunum á dögunum innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. „Það er þessi stelpa: Anníe Mist Þórisdóttir. Þið sjáið hana skína bjartast á heimsleikunum. Þið sjáið samt ekki allar áskoranirnar sem hún þurfti að glíma við í aðdraganda heimsleikanna. Þessi stelpa ræður við allt. Meiri keppniskonu þekki ég ekki. Hún er óbugandi og tekur á öllu mótmæli með þvílíkum þokka og glæsibrag og með brosi á vör. Óóhhh Anníe.. þú getur svo sannarlega allt,“ skrifaði Katrín. „Þú gerir mig betri og þú gleður hjarta mitt. Ég held að hin tæra gleði þín á leikunum hafi glatt hjörtu allra sem þar voru,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira