Sjúkratryggingar greiða fyrir heilbrigðisþjónustu Íslendinga sem smitast erlendis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 20:00 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að fjöldi fyrirspurna hafi borist stofnuninni um greiðsluþátttöku hennar vegna kostnaðar sem hlýst af heilbrigðisþjónustu tengdri Covid í útlöndum. Vísir/Sigurjón Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í heilbrigðiskostnaði Íslendinga sem smitast af kórónuveirunni erlendis. Greiðsluþátttakan fer þó eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig. Fjöldi Íslendinga hefur ferðast út fyrir landssteinana í sumar en hvergi er fólk þó alveg öruggt fyrir veirunni. Íslendingar sem greinast smitaðir erlendis munu þó ekki þurfa að bera greiðslubyrgði vegna kostnaðar sem hlýst af smiti alveg einir, en Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að kostnaðarþátttakan fari þó eftir reglum í hverju landi fyrir sig og lendi fólk í einangrun innan Evrópska efnahagssvæðisins njóti það sömu réttinda og þjónustu og hver annar íbúi landsins. „Þá í rauninni fellurðu undir sjúkratryggingakerfi viðkomandi lands og nýtur bara sömu trygginga og almenningur í því landi nýtur,“ segir María. Reglurnar eru þó aðeins öðruvísi fari fólk í einangrun utan EES. „Þá greiðum við, Sjúkratryggingar Íslands, fyrir þjónustuna það sem við hefðum greitt ef hún hefði verið veitt hér á Íslandi.“ Sjúkratryggingar taka þátt í þessum kostnaði þar sem hann flokkast sem heilbrigðisþjónusta. Annað gildir um covid-próf sem ferðalangar þurfa að taka fyrir brottför og við komuna til landsins. María segir að stofnuninni hafi borist fjöldi fyrirspurna um greiðsluþátttöku stofnunarinnar vegna kórónuveirunnar. „Já, það er töluvert hringt, bæði út af covid-prófunum og svo vill fólk gjarnan fá almennar upplýsingar um greiðsluþátttöku ef það kæmi eitthvað upp á við þessar einkennilegu aðstæður sem nú ríkja,“ segir María. Hvernig er með kostnað vegna covid-prófa þegar fólk er á leiðinni til útlanda? „Já, nú eru covid-próf vegna ferðalaga, þau eru ekki skilgreind sem heilbrigðisþjónusta hérna á Íslandi þannig að við tökum ekki þátt í kostnaði vegna þess.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Tryggingar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Fjöldi Íslendinga hefur ferðast út fyrir landssteinana í sumar en hvergi er fólk þó alveg öruggt fyrir veirunni. Íslendingar sem greinast smitaðir erlendis munu þó ekki þurfa að bera greiðslubyrgði vegna kostnaðar sem hlýst af smiti alveg einir, en Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að kostnaðarþátttakan fari þó eftir reglum í hverju landi fyrir sig og lendi fólk í einangrun innan Evrópska efnahagssvæðisins njóti það sömu réttinda og þjónustu og hver annar íbúi landsins. „Þá í rauninni fellurðu undir sjúkratryggingakerfi viðkomandi lands og nýtur bara sömu trygginga og almenningur í því landi nýtur,“ segir María. Reglurnar eru þó aðeins öðruvísi fari fólk í einangrun utan EES. „Þá greiðum við, Sjúkratryggingar Íslands, fyrir þjónustuna það sem við hefðum greitt ef hún hefði verið veitt hér á Íslandi.“ Sjúkratryggingar taka þátt í þessum kostnaði þar sem hann flokkast sem heilbrigðisþjónusta. Annað gildir um covid-próf sem ferðalangar þurfa að taka fyrir brottför og við komuna til landsins. María segir að stofnuninni hafi borist fjöldi fyrirspurna um greiðsluþátttöku stofnunarinnar vegna kórónuveirunnar. „Já, það er töluvert hringt, bæði út af covid-prófunum og svo vill fólk gjarnan fá almennar upplýsingar um greiðsluþátttöku ef það kæmi eitthvað upp á við þessar einkennilegu aðstæður sem nú ríkja,“ segir María. Hvernig er með kostnað vegna covid-prófa þegar fólk er á leiðinni til útlanda? „Já, nú eru covid-próf vegna ferðalaga, þau eru ekki skilgreind sem heilbrigðisþjónusta hérna á Íslandi þannig að við tökum ekki þátt í kostnaði vegna þess.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Tryggingar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira