Telur hóp drengja hafa kastað ketti fyrir bíl Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2021 10:36 Atvikið átti sér stað á Nýbýlavegi, milli Ástúns og Lundabrekku. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem hópur unglingspilta hafi tekið sig til og kastað ketti fyrir bíl á Nýbýlavegi seint í gærkvöldi. Kristinn Ólafur Smárason lýsir atvikinu í Facebook-hópnum Íbúar Digranesi og tilkynnti það til lögreglu. „Ég varð nú bara var við einhver læti úti í gær um hálf eitt leytið og lít út um gluggann og sé að þarna eru unglingsstrákar að ganga niður Nýbýlaveginn,“ segir Kristinn, sem telur drengina hafa verið um sjö talsins. „Ég pældi ekkert mikið í því og leit aðeins frá en svo heyri ég að það er skarkali í gangi og heyri skell og þá lít ég út og sé að það er bíll að fara framhjá og köttur liggur sprikklandi í götunni,“ segir hann. Kristinn tekur fram að hann geti ekki verið 100 prósent viss um hvað gerðist þar sem hann sá ekki drengina kasta kettinum fyrir bílinn en af öllu að dæma, og ekki síst því að hann heyrði strákana tala um að hafa kastað einhverju fyrir bifreiðina, hafi það verið það sem gerðist. Kötturinn lifði en virtist þó hafa borið skaða af. „Hann stekkur upp og yfir grindverk og svo sé ég að bílstjórinn snýr við; ætlar að líklega að reyna að ná tali af strákunum eða eitthvað. Þá tvístrast hópurinn og þeir hlaupa allir í burtu,“ segir Kristinn. Kona Kristins hringdi á lögregluna og lét vita og þá greindi Kristinn frá atvikinu á Facebook, meðal annars til að láta vita ef einhver í hópnum hefði fengið köttinn sinn særðan heim. Hann virtist vera ljós á litinn. Gæludýr Dýr Kópavogur Kettir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Ég varð nú bara var við einhver læti úti í gær um hálf eitt leytið og lít út um gluggann og sé að þarna eru unglingsstrákar að ganga niður Nýbýlaveginn,“ segir Kristinn, sem telur drengina hafa verið um sjö talsins. „Ég pældi ekkert mikið í því og leit aðeins frá en svo heyri ég að það er skarkali í gangi og heyri skell og þá lít ég út og sé að það er bíll að fara framhjá og köttur liggur sprikklandi í götunni,“ segir hann. Kristinn tekur fram að hann geti ekki verið 100 prósent viss um hvað gerðist þar sem hann sá ekki drengina kasta kettinum fyrir bílinn en af öllu að dæma, og ekki síst því að hann heyrði strákana tala um að hafa kastað einhverju fyrir bifreiðina, hafi það verið það sem gerðist. Kötturinn lifði en virtist þó hafa borið skaða af. „Hann stekkur upp og yfir grindverk og svo sé ég að bílstjórinn snýr við; ætlar að líklega að reyna að ná tali af strákunum eða eitthvað. Þá tvístrast hópurinn og þeir hlaupa allir í burtu,“ segir Kristinn. Kona Kristins hringdi á lögregluna og lét vita og þá greindi Kristinn frá atvikinu á Facebook, meðal annars til að láta vita ef einhver í hópnum hefði fengið köttinn sinn særðan heim. Hann virtist vera ljós á litinn.
Gæludýr Dýr Kópavogur Kettir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira