Hið raunverulega lím ríkisstjórnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 13:31 Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg. Plagg sem ríkisstjórnin virðist ætla að stinga undir stól fram yfir kosningar. Það er svo sem gömul saga og ný hjá þessum flokkum. Það má auðvitað ekki eyðileggja partýið. Hinn taktvissi gangur kyrrstöðunnar; varðstöðunnar um sérhagsmuni skal sleginn áfram. Það er skjólið sem Vinstri græn veita. Gegnsæi og áhrif fiskverðs Viðreisn hefur ítrekað að þjóðin og sjómenn þurfi hlutinn sinn. Það fæst meðal annars með því að treysta markaðnum til að verðleggja þjóðarauðlindina í stað pólitískra naflastrengja stjórnarflokkanna við útgerðina. Gegnsæi er hér líka lykilatriði, ekki síst þegar kemur að ákvörðun fiskverðs. Sífelld spenna um verðlagningu á fiski hér á landi veldur tortryggni milli sjómanna og útgerða. Meðan að eðlilegar skýringar finnast ekki skapar það ósætti innan greinarinnar og við þjóðina. Eitt af því augljósa er að efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs. Opinbert verð á fiski – sem notað er við útreikning veiðigjalds og í uppgjöri við sjómenn er 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Bæði þjóðin og sjómenn eru því skert um hlutinn sinn. Áhrifin á stofn veiðigjalds gætu því verið tvöföldun þess. Það er dágóð aukning. Það þarf að auka gegnsæi innan sjávarútvegsins og sýnileika áhrifa útgerðar á aðra þætti þjóðmálanna. Bakhjarlar ríkisstjórnar vilja ekki breytingar Helsta ástæða þess að allt verður lagt í sölurnar til að þessi ríkisstjórn haldi áfram er að mikilvægir og þurftafrekir bakhjarlar hennar vilja ekki breytingar. Þær nauðsynlegu umbætur sem þarf til að auka réttlæti við skiptingu á gæðum sjávarauðlindarinnar og fyrirsjáanleika má ekki setja á dagskrá. Það er engin tilviljun að allar tillögur Viðreisnar um tímabindingu samninga, tilraun með makríl og markaðsverð, almennilegt auðlindaákvæði eða aukið gegnsæi um eignarhald og tengda aðila í sjávarútvegi hafa allar verið felldar eða ekki fengist ræddar. Allar. Og eins þunglamalegar lægðir fylgja haustinu birtast okkur SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi rétt fyrir kosningar og halda upp vörnum fyrir flokkanna. Ásamt Morgunblaðinu, hinu ríkisstyrkta útgerðarblaði. Allt skal gert til að passa upp á að kyrrstaðan haldi áfram. Varðstaðan um sérreglur. Fyrir útvalda. Út á það gengur þetta stjórnarsamstarf, það er límið þegar upp er staðið. Skoðum nokkur atriði. Fáar ríkisstjórnir hafa haft jafn skýrt umboð frá kjósendum til að efla heilbrigðiskerfið. Samt sitjum við uppi með erfiðleika við að leyfa okkur að lifa með veirunni því ríkisstjórnin hefur ekki unnið heimavinnuna sína og styrk stoðir heilbrigðisþjónustunnar. Eins og hún fékk umboð til að gera í kosningunum 2017. Það umboð fólst ekki í fjölgun biðlista með tilheyrandi þjáningum. Loftslagsstefna og aðgerðir ríkisstjórnar eru síðan ekki í takti við raunheima eins og ný skýrsla Sameinuðu Þjóðanna sýnir og skýrt auðlindaákvæði í þágu þjóðar kemst ekki í stjórnarskrá því sætið við borðsendann vill ekki, þegar upp er staðið, hrófla við ríkisstjórninni. Þegar þetta er teiknað upp verður forgangsröðun gleggri og myndin skýr. Rauði takkinn á þingi er góðkunningi stjórnarþingmanna og ráðherra. Á meðan verður raunverulegur þjóðarhlutur í sjávarauðlindinni áfram látinn sitja á hakanum. Fyrir vikið treystir útgerðin ítök sín og festir hlut sinn í sessi. Sjaldan sem ábyrgð kjósenda hefur verið jafnaugljós. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg. Plagg sem ríkisstjórnin virðist ætla að stinga undir stól fram yfir kosningar. Það er svo sem gömul saga og ný hjá þessum flokkum. Það má auðvitað ekki eyðileggja partýið. Hinn taktvissi gangur kyrrstöðunnar; varðstöðunnar um sérhagsmuni skal sleginn áfram. Það er skjólið sem Vinstri græn veita. Gegnsæi og áhrif fiskverðs Viðreisn hefur ítrekað að þjóðin og sjómenn þurfi hlutinn sinn. Það fæst meðal annars með því að treysta markaðnum til að verðleggja þjóðarauðlindina í stað pólitískra naflastrengja stjórnarflokkanna við útgerðina. Gegnsæi er hér líka lykilatriði, ekki síst þegar kemur að ákvörðun fiskverðs. Sífelld spenna um verðlagningu á fiski hér á landi veldur tortryggni milli sjómanna og útgerða. Meðan að eðlilegar skýringar finnast ekki skapar það ósætti innan greinarinnar og við þjóðina. Eitt af því augljósa er að efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs. Opinbert verð á fiski – sem notað er við útreikning veiðigjalds og í uppgjöri við sjómenn er 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Bæði þjóðin og sjómenn eru því skert um hlutinn sinn. Áhrifin á stofn veiðigjalds gætu því verið tvöföldun þess. Það er dágóð aukning. Það þarf að auka gegnsæi innan sjávarútvegsins og sýnileika áhrifa útgerðar á aðra þætti þjóðmálanna. Bakhjarlar ríkisstjórnar vilja ekki breytingar Helsta ástæða þess að allt verður lagt í sölurnar til að þessi ríkisstjórn haldi áfram er að mikilvægir og þurftafrekir bakhjarlar hennar vilja ekki breytingar. Þær nauðsynlegu umbætur sem þarf til að auka réttlæti við skiptingu á gæðum sjávarauðlindarinnar og fyrirsjáanleika má ekki setja á dagskrá. Það er engin tilviljun að allar tillögur Viðreisnar um tímabindingu samninga, tilraun með makríl og markaðsverð, almennilegt auðlindaákvæði eða aukið gegnsæi um eignarhald og tengda aðila í sjávarútvegi hafa allar verið felldar eða ekki fengist ræddar. Allar. Og eins þunglamalegar lægðir fylgja haustinu birtast okkur SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi rétt fyrir kosningar og halda upp vörnum fyrir flokkanna. Ásamt Morgunblaðinu, hinu ríkisstyrkta útgerðarblaði. Allt skal gert til að passa upp á að kyrrstaðan haldi áfram. Varðstaðan um sérreglur. Fyrir útvalda. Út á það gengur þetta stjórnarsamstarf, það er límið þegar upp er staðið. Skoðum nokkur atriði. Fáar ríkisstjórnir hafa haft jafn skýrt umboð frá kjósendum til að efla heilbrigðiskerfið. Samt sitjum við uppi með erfiðleika við að leyfa okkur að lifa með veirunni því ríkisstjórnin hefur ekki unnið heimavinnuna sína og styrk stoðir heilbrigðisþjónustunnar. Eins og hún fékk umboð til að gera í kosningunum 2017. Það umboð fólst ekki í fjölgun biðlista með tilheyrandi þjáningum. Loftslagsstefna og aðgerðir ríkisstjórnar eru síðan ekki í takti við raunheima eins og ný skýrsla Sameinuðu Þjóðanna sýnir og skýrt auðlindaákvæði í þágu þjóðar kemst ekki í stjórnarskrá því sætið við borðsendann vill ekki, þegar upp er staðið, hrófla við ríkisstjórninni. Þegar þetta er teiknað upp verður forgangsröðun gleggri og myndin skýr. Rauði takkinn á þingi er góðkunningi stjórnarþingmanna og ráðherra. Á meðan verður raunverulegur þjóðarhlutur í sjávarauðlindinni áfram látinn sitja á hakanum. Fyrir vikið treystir útgerðin ítök sín og festir hlut sinn í sessi. Sjaldan sem ábyrgð kjósenda hefur verið jafnaugljós. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun