Næstum því 47 ár upp á dag síðan Víkingar slógu KR síðast út úr bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 15:01 Það gengur oft mikið á í leikjum Víkinga og KR. Vísir/HAG Víkingur tekur á móti KR í kvöld í lokaleik sextán liða úrslita Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Sjö félög eru komin áfram og það ræðst í Víkinni í kvöld hvað verður áttunda liðið. Víkingar eru enn ríkjandi bikarmeistarar. Þeir unnu bikarinn haustið 2019 en bikarkeppnin var ekki kláruð í fyrra vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verða síðan Mjólkurbikarmörkin á dagskrá. Það var mikið fjör þegar þessi lið mættust síðast í bikarleik en þá var boðið upp á sex marka leik og vítaspyrnukeppni. Hér er umfjöllun um leikinn í Vísi og hér er mynd af hetju Víkinga, Páli Björgvinssyni, að skora annað marka sinna.Skjámynd/timarit.is/Vísir Það var aftur á móti enginn leikmaður í þessum liðum fæddur þegar Víkingum tókst að slá slá KR-inga síðast út úr bikarnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þá eins árs og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR ekki búinn að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Síðasti bikarsigur Víkings á KR var nefnilega í átta liða úrslitum bikarkeppninnar 1974. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum 14. ágúst og það eru því bara tveir dagar í það að það verði liðin nákvæmlega 47 ár. Hetja Víkinga í þeim leik var maður sem varð seinna þekktari fyrir afrek sín á handboltavellinum. Páll Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Víking í 3-2 sigri í framlengdum leik og voru þau bæði með skalla. Páll endaði leikinn reyndar á því að fá rauða spjaldið. Frá umfjöllun um leikinn í Tímanum.Skjámynd/timarit.is/Tíminn Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma eftir mörk frá Páli og KR-ingnum Ottó Guðmundssyni. Páll kom Víkingum aftur yfir í framlengingunni og Kári Kaaber jók muninn í 3-1 áður en Ólafur Lárusson minnkað muninn undir lokin. Víkingar og KR hafa mæst tvisvar í bikarnum síðan þá. KR vann 1-0 sigur sextán liða úrslitum 1978 og það þurfti síðan vítaspyrnukeppni til að fá sigurvegara þegar liðin mættust síðast í bikarleik sem var á Víkingsvellinum 4. júlí 2005. Leikurinn var í sextán liða úrslitum og endaði með 3-3 jafntefli. Davíð Þór Rúnarsson, Egill Atlason og Hörður Sigurjón Bjarnason skoruðu mörk Víkinga en Garðar Jóhannsson, Gunnar Kristjánsson og Grétar Ólafur Hjartarson mörk KR-ingar sem komust í 2-0 og 3-2 í leiknum. Það þurfti ekki aðeins vítaspyrnukeppni til að fá fram sigurvegar því bæði lið nýttu fjórar af fyrstu fimm spyrnum sínum. Bráðabani tók við og þar skoraði hinn átján ára gamli Gunnar Kristjánsson. Kristján Finnbogason, núverandi aðstoðarþjálfari hjá KR-liðinu, kom mikið við sögu í vítakeppninni. Hann varði tvær vítaspyrnur og skoraði líka úr einni sjálfur. Bikarleikir Víkinga og KR í gegnum tíðina: Sextán liða úrslit 2021: Leikið í kvöld Sextán liða úrslit 2005: KR vann 6-5 í vítakeppni (3-3 jafntefli) Sextán liða úrslit 1978: KR vann 1-0 Átta liða úrslit 1974: Víkingur vann 3-2 í framlengingu Úrslitaleikur 1967: KR vann 3-0 Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Víkingar eru enn ríkjandi bikarmeistarar. Þeir unnu bikarinn haustið 2019 en bikarkeppnin var ekki kláruð í fyrra vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verða síðan Mjólkurbikarmörkin á dagskrá. Það var mikið fjör þegar þessi lið mættust síðast í bikarleik en þá var boðið upp á sex marka leik og vítaspyrnukeppni. Hér er umfjöllun um leikinn í Vísi og hér er mynd af hetju Víkinga, Páli Björgvinssyni, að skora annað marka sinna.Skjámynd/timarit.is/Vísir Það var aftur á móti enginn leikmaður í þessum liðum fæddur þegar Víkingum tókst að slá slá KR-inga síðast út úr bikarnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þá eins árs og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR ekki búinn að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Síðasti bikarsigur Víkings á KR var nefnilega í átta liða úrslitum bikarkeppninnar 1974. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum 14. ágúst og það eru því bara tveir dagar í það að það verði liðin nákvæmlega 47 ár. Hetja Víkinga í þeim leik var maður sem varð seinna þekktari fyrir afrek sín á handboltavellinum. Páll Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Víking í 3-2 sigri í framlengdum leik og voru þau bæði með skalla. Páll endaði leikinn reyndar á því að fá rauða spjaldið. Frá umfjöllun um leikinn í Tímanum.Skjámynd/timarit.is/Tíminn Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma eftir mörk frá Páli og KR-ingnum Ottó Guðmundssyni. Páll kom Víkingum aftur yfir í framlengingunni og Kári Kaaber jók muninn í 3-1 áður en Ólafur Lárusson minnkað muninn undir lokin. Víkingar og KR hafa mæst tvisvar í bikarnum síðan þá. KR vann 1-0 sigur sextán liða úrslitum 1978 og það þurfti síðan vítaspyrnukeppni til að fá sigurvegara þegar liðin mættust síðast í bikarleik sem var á Víkingsvellinum 4. júlí 2005. Leikurinn var í sextán liða úrslitum og endaði með 3-3 jafntefli. Davíð Þór Rúnarsson, Egill Atlason og Hörður Sigurjón Bjarnason skoruðu mörk Víkinga en Garðar Jóhannsson, Gunnar Kristjánsson og Grétar Ólafur Hjartarson mörk KR-ingar sem komust í 2-0 og 3-2 í leiknum. Það þurfti ekki aðeins vítaspyrnukeppni til að fá fram sigurvegar því bæði lið nýttu fjórar af fyrstu fimm spyrnum sínum. Bráðabani tók við og þar skoraði hinn átján ára gamli Gunnar Kristjánsson. Kristján Finnbogason, núverandi aðstoðarþjálfari hjá KR-liðinu, kom mikið við sögu í vítakeppninni. Hann varði tvær vítaspyrnur og skoraði líka úr einni sjálfur. Bikarleikir Víkinga og KR í gegnum tíðina: Sextán liða úrslit 2021: Leikið í kvöld Sextán liða úrslit 2005: KR vann 6-5 í vítakeppni (3-3 jafntefli) Sextán liða úrslit 1978: KR vann 1-0 Átta liða úrslit 1974: Víkingur vann 3-2 í framlengingu Úrslitaleikur 1967: KR vann 3-0
Bikarleikir Víkinga og KR í gegnum tíðina: Sextán liða úrslit 2021: Leikið í kvöld Sextán liða úrslit 2005: KR vann 6-5 í vítakeppni (3-3 jafntefli) Sextán liða úrslit 1978: KR vann 1-0 Átta liða úrslit 1974: Víkingur vann 3-2 í framlengingu Úrslitaleikur 1967: KR vann 3-0
Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira