Þess má til gamans geta að ÍR var eina liðið sem spilaði á útivelli í 16-liða úrslitum og komst í átta liða úrslit. Þeir fá ÍA í heimsókn, en Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, sagði í viðtali eftir leik liðsins í 16-liða úrslitum að ÍR væri óskamótherji.
Tveir Pepsi Max deildarslagir fara fram í átta liða úrslitum. Annars vegar fara Keflvíkingar í heimsókn í Kórinn þar sem að HK-ingar bíða þeirra, og hinsvegar taka Fylkismenn á móti ríkjandi bikarmeisturum Víkings.
Valsmenn eiga langt ferðalag fyrir höndum, en þeir heimsækja Lengjudeildarlið Vestra á Ísafjörð.

Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.