Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Árni Sæberg skrifar 13. ágúst 2021 16:34 Jón Gnarr er smitaður af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. Jón segir í samtali við fréttastofu að honum líði ekkert sérstaklega vel en þó séu eflaust margir veikari en hann. Hann greindist smitaður í gær ásamt konu sinni, Jógu Jóhannsdóttur. í gær greindist ég með kóvíd og er nú kominn í einangrun. ekki með hita en hálsbólgu og líður soldið einsog ég hafi gleypt gamalt og blautt handklæði sem legið hafi á gólfi einhvern tíma— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 13, 2021 Hann segist hafa verið í miklum samskiptum við smitrakningarteymið en að ekki hafi tekist að rekja smit þeirra hjóna. Hann vakti athygli á því á samfélagsmiðlinum Twitter á dögunum að mikil örtröð hafi verið í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann kom heim að utan með fjölskyldu sinni. Hann segir að hann hafi fundið það á innsæinu að gæti smitast á flugvellinum og nú nokkrum dögum síðar er hann kominn með Covid-19. Jón segist þó ekki vera neinn sérfræðingur í smitrakningu og geti því ekkert fullyrt um það að hann hafi smitast í Leifsstöð. Fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í Jón segist ekki sáttur með aðstæður í Leifsstöð og að það sé þveröfugt við allar reglur í samfélaginu. Sérstaklega séu fjarlægðarreglur þverbrotnar. Hann furðar sig á því að lítil virðing sé borin fyrir þeim fórnum sem fólk hefur fært í baráttunni við Covid-19. „Við höfum meira að segja vera að kveðja fólk í jarðarförum í gegn um netið, svo er okkur boðið upp á svona,“ segir hann. Þá fer í taugarnar á Jóni þegar yfirvöld og fyrirtæki reyna að koma ábyrgð yfir á einstaklinga. Hann segir að alþjóðaflugvellir séu almennt undanþegnir sóttvarnareglum en að honum finnist mikilvægt að rekstraraðilar þeirra sýni samfélagslega ábyrgð og haldi uppi almennum sóttvörnum. Jón segir að honum hafi fundist ekkert kerfi vera til staðar í Leifsstöð og að allri ábyrgð sé varpað yfir á einstaklinga. Hann segir aðstæðurnar vera fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í. Bæði fullbólusett Jón segir að þau Jóga séu bæði fullbólusett en að honum líði ekki eins og bóluefnið hafi brugðist sér. Hann skilji að bóluefni hafi verið þróuð mjög hratt og að hann beri mikið traust til læknavísinda og vísinda almennt. Hann segir að lokum að honum hafi fundist Íslendingar takast vel á við heimsfaraldurinn og af æðruleysi. Hann segir að sér finnist þær sóttvarnaraðgerðir sem farið hefur verið í skynsamlegar þó hann sé ekki beint ánægður með þær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Jón segir í samtali við fréttastofu að honum líði ekkert sérstaklega vel en þó séu eflaust margir veikari en hann. Hann greindist smitaður í gær ásamt konu sinni, Jógu Jóhannsdóttur. í gær greindist ég með kóvíd og er nú kominn í einangrun. ekki með hita en hálsbólgu og líður soldið einsog ég hafi gleypt gamalt og blautt handklæði sem legið hafi á gólfi einhvern tíma— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 13, 2021 Hann segist hafa verið í miklum samskiptum við smitrakningarteymið en að ekki hafi tekist að rekja smit þeirra hjóna. Hann vakti athygli á því á samfélagsmiðlinum Twitter á dögunum að mikil örtröð hafi verið í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann kom heim að utan með fjölskyldu sinni. Hann segir að hann hafi fundið það á innsæinu að gæti smitast á flugvellinum og nú nokkrum dögum síðar er hann kominn með Covid-19. Jón segist þó ekki vera neinn sérfræðingur í smitrakningu og geti því ekkert fullyrt um það að hann hafi smitast í Leifsstöð. Fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í Jón segist ekki sáttur með aðstæður í Leifsstöð og að það sé þveröfugt við allar reglur í samfélaginu. Sérstaklega séu fjarlægðarreglur þverbrotnar. Hann furðar sig á því að lítil virðing sé borin fyrir þeim fórnum sem fólk hefur fært í baráttunni við Covid-19. „Við höfum meira að segja vera að kveðja fólk í jarðarförum í gegn um netið, svo er okkur boðið upp á svona,“ segir hann. Þá fer í taugarnar á Jóni þegar yfirvöld og fyrirtæki reyna að koma ábyrgð yfir á einstaklinga. Hann segir að alþjóðaflugvellir séu almennt undanþegnir sóttvarnareglum en að honum finnist mikilvægt að rekstraraðilar þeirra sýni samfélagslega ábyrgð og haldi uppi almennum sóttvörnum. Jón segir að honum hafi fundist ekkert kerfi vera til staðar í Leifsstöð og að allri ábyrgð sé varpað yfir á einstaklinga. Hann segir aðstæðurnar vera fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í. Bæði fullbólusett Jón segir að þau Jóga séu bæði fullbólusett en að honum líði ekki eins og bóluefnið hafi brugðist sér. Hann skilji að bóluefni hafi verið þróuð mjög hratt og að hann beri mikið traust til læknavísinda og vísinda almennt. Hann segir að lokum að honum hafi fundist Íslendingar takast vel á við heimsfaraldurinn og af æðruleysi. Hann segir að sér finnist þær sóttvarnaraðgerðir sem farið hefur verið í skynsamlegar þó hann sé ekki beint ánægður með þær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira