Traust forysta VG! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 18:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið í fangið erfið verkefni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í erfiðleikum reynir á úthald, þol og þrautseigju. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að taka ákvarðanir af yfirvegun og skynsemi. Við Vinstri græn höfum sýnt það í verki við þessar fordæmalausu aðstæður að við stöndumst álagsprófið og verið lausnamiðuð í ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka. Það hefur skilað árangri hvert sem litið er. Hér eftir sem hingað til er lýðheilsa þjóðarinnar í fyrirrúmi. Faraldurinn heldur okkur enn við efnið og mikilvægt að halda ró, taka yfirvegaðar ákvarðanir í samráði við okkar færustu vísindamenn. Nú er þorri þjóðarinnar bólusettur en óútreiknanlegri veiru og nýjum afbrigðum fylgja nýjar áskoranir. Í þessu ástandi hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki setið auðum höndum, þvert á móti hefur hún komið í gegn fjölda framfaramála sem munu gera samfélagið betra og aðlaga það nútímakröfum um sanngjarnt og réttlátara þjóðfélag. Komið hefur verið á þriggja þrepa skattkerfi sem gagnast þeim tekjulægri, Fæðingarorlof hefur verið lengt í 12 mánuði sem nýtist barna fólki og býr til fjölskylduvænna samfélag, Þá hefur verið komið á hlutdeildarlánum og hafist handa uppbyggingu leiguíbúða sem nýtist ungu fólki og tekjulágum. Nýr menntasjóður námsmanna býður upp á nútímalegt námslán þar sem hluti lánsins breytist í styrk. Felld voru niður komugjöld fyrir aldraða og öryrkja á heilsugæslur og tannlæknakostnaður þessara hópa sömuleiðis lækkaður. Allt eru þetta þjóðþrifamál sem hrint hefur verið í framkvæmd á kjörtímabilinu og langt í frá að allt sé upptalið. Við Vinstri græn höfum sýnt og sannað í verki að við erum leiðandi afl sem ætlum okkur að halda áfram að gera samfélagið betra. Við munum halda áfram að byggja upp réttlátara og sterkara samfélag. Það er varanlegt verkefni og alltaf munu birtast nýjar áskoranir sem stjórnvöld þurfa að takast á við. Þess vegna skiptir máli hver stjórnar. Vinstri græn eru traustsins verð og við leitum eftir stuðningi ykkar í komandi kosningum. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis og skipar annað sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið í fangið erfið verkefni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í erfiðleikum reynir á úthald, þol og þrautseigju. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að taka ákvarðanir af yfirvegun og skynsemi. Við Vinstri græn höfum sýnt það í verki við þessar fordæmalausu aðstæður að við stöndumst álagsprófið og verið lausnamiðuð í ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka. Það hefur skilað árangri hvert sem litið er. Hér eftir sem hingað til er lýðheilsa þjóðarinnar í fyrirrúmi. Faraldurinn heldur okkur enn við efnið og mikilvægt að halda ró, taka yfirvegaðar ákvarðanir í samráði við okkar færustu vísindamenn. Nú er þorri þjóðarinnar bólusettur en óútreiknanlegri veiru og nýjum afbrigðum fylgja nýjar áskoranir. Í þessu ástandi hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki setið auðum höndum, þvert á móti hefur hún komið í gegn fjölda framfaramála sem munu gera samfélagið betra og aðlaga það nútímakröfum um sanngjarnt og réttlátara þjóðfélag. Komið hefur verið á þriggja þrepa skattkerfi sem gagnast þeim tekjulægri, Fæðingarorlof hefur verið lengt í 12 mánuði sem nýtist barna fólki og býr til fjölskylduvænna samfélag, Þá hefur verið komið á hlutdeildarlánum og hafist handa uppbyggingu leiguíbúða sem nýtist ungu fólki og tekjulágum. Nýr menntasjóður námsmanna býður upp á nútímalegt námslán þar sem hluti lánsins breytist í styrk. Felld voru niður komugjöld fyrir aldraða og öryrkja á heilsugæslur og tannlæknakostnaður þessara hópa sömuleiðis lækkaður. Allt eru þetta þjóðþrifamál sem hrint hefur verið í framkvæmd á kjörtímabilinu og langt í frá að allt sé upptalið. Við Vinstri græn höfum sýnt og sannað í verki að við erum leiðandi afl sem ætlum okkur að halda áfram að gera samfélagið betra. Við munum halda áfram að byggja upp réttlátara og sterkara samfélag. Það er varanlegt verkefni og alltaf munu birtast nýjar áskoranir sem stjórnvöld þurfa að takast á við. Þess vegna skiptir máli hver stjórnar. Vinstri græn eru traustsins verð og við leitum eftir stuðningi ykkar í komandi kosningum. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis og skipar annað sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar