Tvöföld hjátrú fylgir föstudeginum þrettánda Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 22:13 Fólk tekur föstudeginum þrettánda misalvarlega. Hér má sjá mynd í tengslum við sérstaka hryllingsgöngu sem haldin var í Sankti Pétursborg föstudaginn 13. september árið 2019 Getty/Olga Maltseva Föstudagurinn þrettándi hefur lengi verið talinn mikill óhappadagur. Þjóðháttafræðingurinn Símon Jón Jóhannsson segir daginn tengjast tvöfaldri hjátrú og því sé hann sérstaklega hættulegur. „Þetta er náttúrlega alveg dæmalaus óhappadagur í alla staði. Sú trú er náttúrlega búin að vera ansi lengi og þetta er nú ekki íslensk hjátrú heldur er þetta eitthvað sem kemur frá enskumælandi löndum og fer þarna saman tvenns konar ótrú.“ Hjátrúin tengist annars vegar tölunni þrettán sem Símon segir vera mikla óhappatölu og rekur hann sögu tölunnar fjögur til fimm þúsund ár aftur í tímann. „Súmerarnir lögðu grunn að svona talnakerfi og alls konar útreikningum sem við styðjumst við enn þann dag í dag og þeir notuðu grunntöluna tólf því það var tala sem myndaði heild. Þannig að næsta tala, þrettán, varð þá stök og fyrir utan þessa heild. Hún var ekki með í hópnum og því talin hættuleg.“ Fyrir vikið segir Símon algengt að í gamla daga hefðu menn haldið sig í tólf manna hópum og foringinn hefði verið sá þrettándi. „Þetta gerði Kristur. Hann safnar að sér tólf postulum og er sjálfur sá þrettándi eða hinn staki og er með hóp með sér. Hann er heilagur náttúrlega og þá er hann í sjálfu sér líka hættulegur. Þannig þetta er svona grunnurinn að þessari ótrú á tölunni þrettán.“ Þá tengist hjátrúin hins vegar föstudeginum sem Símon segir að talinn sé hættulegur dagur. „Sko það er eiginlega svolítið kirkjunni að kenna þessi ótrú á föstudögum. Það er náttúrlega engin tilviljun að Kristur er krossfestur á föstudegi.“ Hann segir föstudag hafa verið dag ástar og gleði í heiðni en kristnin hafi snúið deginum upp í andhverfu sína. „Þetta verður þar af leiðandi hættulegur dagur og ýmislegt í kristni lendir ósjálfrátt eða sjálfrátt í föstudögum.“ Sjálfur segist hann hafa farið afar varlega fram úr rúminu í morgun og passað sig að fara með hægri fótinn á undan. Þá segist hann hafa passað sig að ganga ekki undir stiga og svipast sérstaklega um eftir svörtum köttum. „Hjátrúin lifir að mörgu leyti góðu lífi, en akkúrat þessi trú á óheilladaginn föstudaginn þrettánda er nú bara eitthvað sem fólk hlær að.“ Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
„Þetta er náttúrlega alveg dæmalaus óhappadagur í alla staði. Sú trú er náttúrlega búin að vera ansi lengi og þetta er nú ekki íslensk hjátrú heldur er þetta eitthvað sem kemur frá enskumælandi löndum og fer þarna saman tvenns konar ótrú.“ Hjátrúin tengist annars vegar tölunni þrettán sem Símon segir vera mikla óhappatölu og rekur hann sögu tölunnar fjögur til fimm þúsund ár aftur í tímann. „Súmerarnir lögðu grunn að svona talnakerfi og alls konar útreikningum sem við styðjumst við enn þann dag í dag og þeir notuðu grunntöluna tólf því það var tala sem myndaði heild. Þannig að næsta tala, þrettán, varð þá stök og fyrir utan þessa heild. Hún var ekki með í hópnum og því talin hættuleg.“ Fyrir vikið segir Símon algengt að í gamla daga hefðu menn haldið sig í tólf manna hópum og foringinn hefði verið sá þrettándi. „Þetta gerði Kristur. Hann safnar að sér tólf postulum og er sjálfur sá þrettándi eða hinn staki og er með hóp með sér. Hann er heilagur náttúrlega og þá er hann í sjálfu sér líka hættulegur. Þannig þetta er svona grunnurinn að þessari ótrú á tölunni þrettán.“ Þá tengist hjátrúin hins vegar föstudeginum sem Símon segir að talinn sé hættulegur dagur. „Sko það er eiginlega svolítið kirkjunni að kenna þessi ótrú á föstudögum. Það er náttúrlega engin tilviljun að Kristur er krossfestur á föstudegi.“ Hann segir föstudag hafa verið dag ástar og gleði í heiðni en kristnin hafi snúið deginum upp í andhverfu sína. „Þetta verður þar af leiðandi hættulegur dagur og ýmislegt í kristni lendir ósjálfrátt eða sjálfrátt í föstudögum.“ Sjálfur segist hann hafa farið afar varlega fram úr rúminu í morgun og passað sig að fara með hægri fótinn á undan. Þá segist hann hafa passað sig að ganga ekki undir stiga og svipast sérstaklega um eftir svörtum köttum. „Hjátrúin lifir að mörgu leyti góðu lífi, en akkúrat þessi trú á óheilladaginn föstudaginn þrettánda er nú bara eitthvað sem fólk hlær að.“
Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira